Hertar eiginfjárkröfur skila sér í hærri lánakjörum til heimila og fyrirtækja Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 14. febrúar 2018 08:00 Hagfræðingur SFF segir skjóta skökku við hversu langt FME gangi í beitingu eiginfjárauka. Þrátt fyrir að gæði eigna íslenskra banka séu meiri en víðast hvar annars staðar er eiginfjárhlutfall bankanna með því hæsta í Evrópu og vogunarhlutfallið, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, umtalsvert hærra en hlutfall evrópskra banka. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli banka skili sér í að meðaltali sextán punkta hærri lánakjörum til fólks og fyrirtækja. Vogunarhlutfall stóru viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, var á bilinu 15,3 til 20,3 prósent í lok septembermánaðar á síðasta ári. Á sama tíma var samsvarandi hlutfall á meðal evrópskra banka að meðaltali um 5,4 prósent. Samkvæmt rannsóknum sem Seðlabanki Svíþjóðar hefur yfirfarið og fjallar um í nýlegu minnisblaði gæti þessi munur kostað á bilinu 1,6 til 2,4 prósentur í viðvarandi hærri fjármagnskjörum til viðskiptavina íslensku bankanna. Jafnframt leiðir athugun seðlabankans í ljós að svo mikill munur á vogunarhlutfalli banka, eins og er á milli íslenskra og evrópskra banka, geti leitt til sem samsvarar eins prósents minni hagvaxtar á Íslandi en ella. Umrætt vogunarhlutfall, sem var fest í lög í kjölfar fjármálakreppunnar sem skók heimsbyggðina fyrir áratug og er ætlað að koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu í bankakerfinu, hefur hækkað verulega í tilfelli íslensku bankanna – úr 10 prósentum í allt að 20 prósent – frá falli fjármálakerfisins og það sama má segja um eiginfjárhlutfall þeirra, sem hefur farið úr 12 prósentum í allt að 30 prósent. Á sama tíma hafa gæði eigna bankanna stórbatnað, meðal annars með fækkandi vandræðalánum og minni óvissu í fjármálakerfi landsins. „Búast hefði mátt við að hreinsun efnahagsreikninga bankanna og minni vanskil myndu leiða til lægri eiginfjárkrafna,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Markaðinn. Þess í stað hafa kröfurnar verið hertar verulega með nýju regluverki, sprottnu frá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel, svonefndum Basel III-reglum sem voru lögfestar hér á landi árið 2016. Fyrir áratug varð eiginfjárhlutfall bankanna að vera að lágmarki 8 prósent en nú, eftir innleiðingu fjögurra sérstakra eiginfjárauka, er gerð krafa um að hlutfallið sé í það minnsta 21 til 23 prósent. Í lok septembermánaðar á síðasta ári var eiginfjárhlutfall Arion banka 27,1 prósent, Íslandsbanka 22,7 prósent og hjá Landsbankanum 26,8 prósent.„Eftir endurskipulagningu útlánasafna bankanna í kjölfar hrunsins eru söfnin líklega með þeim hreinustu í Evrópu. Við höfum heldur ekki séð neina óhóflega útlánaaukningu til heimila eða fyrirtækja og glímum ekki við miklar skuldir í þeim efnum, líkt og sum Evrópuríki, sem myndu að öðrum kosti kalla á hertar eiginfjárkröfur.“ Hlutfall vanskila af útlánum íslensku bankanna er með því lægsta sem þekkist í Evrópu og stóð í 1,7 prósentum í lok júní í fyrra. Til samanburðar var hlutfallið á sama tíma 46 prósent í Grikklandi. Engu að síður er vogunarhlutfall grískra banka að meðaltali um 12 prósent borið saman við 18 prósent á meðal íslensku bankanna. „Eiginfjárstaða íslensku bankanna lítur afar vel út í erlendum samanburði en hversu langt eigum við að ganga í að herða kröfurnar? Við höfum byggt upp eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði?“ spyr einn viðmælandi Markaðarins sem starfar á fjármálamarkaði. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Markaðinn í desember í fyrra að bankakerfið þyrfti að búa við eiginfjárhlutföll sem gætu staðið af sér stór högg. „Við eigum í þeim efnum ekki alltaf að vera að bera okkur saman við evrópska bankakerfið sem hefur verið undirfjármagnað um langt skeið,“ sagði hann. Dýrara að miðla fjármagni Starfsfólk Seðlabanka Svíþjóðar hefur viðurkennt að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið vegna dýrari fjármögnunar og skerts aðgangs að lánum. Vega þurfi þann kostnað og meta gagnvart ávinningnum sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði leggur seðlabankinn reglulega mat á hvert hæfilegt eiginfjár- og vogunarhlutfall sænskra banka eigi að vera. Í minnisblaði starfsmanna bankans frá því í maí á síðasta ári var til dæmis lagt til að vogunarhlutfallið yrði á bilinu 5 til 12 prósent, en það er sem stendur að meðaltali tæplega 5 prósent. Minni umræða hefur hins vegar verið hér á landi um þann samfélagslega kostnað sem felst í auknum kröfum um eiginfjárbindingu banka.Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.Yngvi Örn segir að háar eiginfjárkröfur og íþyngjandi skattlagning veiki samkeppnisstöðu bankanna gagnvart erlendum lánveitendum, en hlutur þeirra er um þriðjungur af heildarlánum til innlendra fyrirtækja, og ýti undir skuggabankastarfsemi. Nýjum reglum um auknar eiginfjárkröfur hafi verið ætlað að tryggja að bankar hafi burði til þess að mæta áföllum. Ef þær leiði hins vegar til þess að starfsemin færist að hluta til lánveitenda sem reglurnar taka ekki til verði hagkerfið óvarið fyrir áföllum að því marki. Yngvi Örn segir það auk þess skjóta skökku við að Fjármálaeftirlitið, sem ákvarði eiginfjárauka og viðbótareiginfjárkröfur bankanna, skuli ganga lengra í beitingu eiginfjáraukanna en önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu sem við berum okkur gjarnan saman við. „Eiginfjáraukum er fyrst og fremst beitt vegna kerfislægra ástæðna og áhættuþátta í efnahagslífinu. Ég sé ekki hvað réttlætir það að við séum í efri mörkum, miðað við önnur Evrópuríki, í beitingu þessara stjórntækja. Við ættum fremur að vera í lægri mörkunum.“ Ísland í öfundsverðri stöðu Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir eiginfjárhlutfall banka alltof lágt, sérstaklega í Evrópu. „Það er krónískt vandamál sem stjórnvöld þar hafa ekki getað ráðið fram úr. Við gátum hins vegar stofnað bankana með þetta háu eiginfjárhlutfalli á sínum tíma og við eigum að halda því. Við erum, út frá sjónarhóli fjármálastöðugleika í mjög öfundsverðri stöðu,“ segir hann Gylfi segir það misskilning að hátt eiginfjárhlutfall bankanna geri það að verkum að lánveitingar þeirra verði dýrari og bankarnir sjálfir ekki eins samkeppnishæfir. „Þetta þýðir það að þeir sem eiga eigið fé í bönkum eiga mjög örugga eign og geta gert tiltölulega lága kröfu um ávöxtun á henni. Krafan er auðvitað hærri en sem gerð er til öruggra ríkisskuldabréfa, en hún er engu að síður lág. Þetta ætti ekki að bitna á viðskiptavinunum, heldur þýðir bara að bankarnir verða mjög stöðugar og öruggar stofnanir sem hætta fyrst og fremst eigin fé en ekki fé annarra. Þannig viljum við hafa það.“ Að mati Gylfa er „ósköp eðlilegt að banki sé fjármagnaður með einum fjórða af eigin fé. Bankarnir eru nálægt því eins og er. Það er engin sérstök ástæða til þess að tappa af þessu fé. Ríkið þarf ekki á peningunum að halda því ríkið á megnið af eigin fé bankanna.“ Meiri eiginfjárbinding Ekki er nóg með að eiginfjárhlutfall íslensku bankanna sé umtalsvert hærra en það sem gengur og gerist á meðal evrópskra banka, heldur gerir aðferðin, sem íslensku bankarnir nota til þess að reikna hlutfallið út, það að verkum að þeir þurfa að binda mun meira eigið fé en evrópskir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Með upptöku þeirrar aðferðar sem notuð er víðast hvar í Evrópu, svonefndrar innramatsaðferðar, gæti eiginfjárþörf íslensku bankanna dregist verulega saman. Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa það allir til skoðunar að taka upp slíka aðferð, en það er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og gæti það tekið bankana í það minnsta þrjú ár að öðlast slíkt samþykki. Eiginfjárhlutfall banka er reiknað sem hlutfall eigin fjár af eignum á áhættugrunni. Að jafnaði eru tvær aðferðir notaðar til þess að leggja mat á áhættugrunn eigna: staðalaðferð, sem íslensku bankarnir nota, og innramatsaðferð, sem flestir bankar í Evrópu notast við. Samkvæmt staðalaðferðinni er áhættugrunnurinn fenginn með því að vega eignir bankanna með áhættuvogum í samræmi við sérstakan Basel-staðal. Síðari aðferðin byggist hins vegar á því að bankarnir meta sjálfir áhættu af útlánum og öðrum eignum með líkönum sem þeir hafa smíðað og hlotið hafa blessun stjórnvalda. Bankarnir notast þá við mismunandi áhættuvogir, allt eftir því hversu áhættusamar eignir er um að ræða, og geta þannig lækkað eiginfjárbindingu sína á áhættulitlum eignum en hækkað á móti eiginfjárbindingu á áhættumeiri eignum. Svigrúm bankanna til þess að meta áhættu af útlánum – og þar með eiginfjárþörf sína – er þannig ríkt. Eftir því sem hlutfall áhættuvoganna – og þar með áhættugrunnsins – af heildareignum banka er lægra dregur úr eiginfjárþörf bankans. Umrætt hlutfall er afar hátt á meðal íslensku bankanna, eða að meðaltali um 70 prósent, á meðan það er á bilinu 25 til 40 prósent að meðaltali á meðal stærstu bankanna á Norðurlöndunum. Sem dæmi lækkaði hlutfallið verulega hjá stærstu bönkum Svíþjóðar eftir að þeir tóku upp innramatsaðferðina árið 2007. Fór það úr 50 prósentum í 25 prósent árið 2017. Lægri áhættuvogir leiddu til hækkandi eiginfjárhlutfalls á meðal sænsku bankanna en það fór úr 6 prósentum árið 2006 í 17 prósent sjö árum síðar. Á sama tíma hélst vogunarhlutfallið hins vegar nokkuð stöðugt í fjórum prósentum.Gylfi Magnússon er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Staðalaðferð víða gagnrýnd Yngvi Örn segir að munurinn á hlutfalli áhættuveginna eigna af heildareignum á milli norrænu og íslensku bankanna þýði að fyrrnefndu bankarnir þurfi að binda mun minna eigið fé en innlendir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að norrænu bankarnir beita innramatsaðferðinni en íslensku bankarnir staðalaðferðinni. Fyrri aðferðin skilar mun lægri áhættuvogum.“ Í raun sé eiginfjárþörf norrænu bankanna um helmingur af þörf íslensku bankanna eins og hún er reiknuð út í staðalaðferðinni.„Í sumum tilfellum hafa eftirlitsaðilar í Evrópu metið það svo að bankar sem nota innramatsaðferðina hafi gengið of langt í að lækka áhættuvogir sínar. Einstök ríki, þar á meðal nágrannaríki okkar, hafa sett sérstök gólf sem áhættuvogirnar mega ekki fara undir og eru slík gólf til að mynda hluti af Basel IV-regluverkinu sem samþykkt var í desember. Þau gólf eru samt sem áður talsvert fyrir neðan viðmiðin í staðalaðferðinni,“ segir Yngvi Örn. Þrátt fyrir að mikil gagnrýni hafi beinst að því hvernig sumir evrópskir bankar nota innramatsaðferðina markvisst til þess að lækka áhættuvogir sínar, þá er engu að síður talið að sú aðferð gefi réttari mynd af eiginfjárstöðu banka en staðalaðferðin. Ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hvatti til dæmis íslensk stjórnvöld fyrir fáeinum árum til þess að leyfa bönkunum að nota innramatsaðferðina til þess að meta eiginfjárþörf sína. Áhættuvogir bankanna, samkvæmt staðalaðferðinni, væru í mörgum tilvikum of háar. Arion banki tók fram í nýlegri skuldabréfalýsingu að möguleiki væri á því að bankinn myndi koma frekara skikki á fjármagnsskipan sína með því að lækka hlutfall áhættuveginna eigna af heildareignum bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins minntist Kvika, ráðgjafi Kaupþings við söluferli Arion banka, á þessi áform bankans í viðræðum sínum við lífeyrissjóðina um möguleg kaup þeirra í bankanum og sagði þau auka svigrúm bankans til þess að greiða út frekari arð í framtíðinni. Arion banki hefur auk þess bent á – í skeytum sínum til Fjármálaeftirlitsins – að eiginfjárkrafa samkvæmt staðalaðferðinni sé „varfærin“. Aðferðin skekki einnig samkeppnisstöðu bankans. „Erlendir bankar lána til íslenskra fyrirtækja en samkvæmt niðurstöðu FME eru lán til þeirra áhættusamari en önnur. Mun Arion banki binda meira eigið fé en keppinautar sínir fyrir sömu fyrirgreiðslu. Biður bankinn FME um að íhuga að slíkt fyrirkomulag muni torvelda bankanum að verja bestu eignir sína fyrir erlendum keppinautum því það mun veikja bankann,“ sagði meðal annars í umsögn bankans til FME síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að gæði eigna íslenskra banka séu meiri en víðast hvar annars staðar er eiginfjárhlutfall bankanna með því hæsta í Evrópu og vogunarhlutfallið, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, umtalsvert hærra en hlutfall evrópskra banka. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli banka skili sér í að meðaltali sextán punkta hærri lánakjörum til fólks og fyrirtækja. Vogunarhlutfall stóru viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, var á bilinu 15,3 til 20,3 prósent í lok septembermánaðar á síðasta ári. Á sama tíma var samsvarandi hlutfall á meðal evrópskra banka að meðaltali um 5,4 prósent. Samkvæmt rannsóknum sem Seðlabanki Svíþjóðar hefur yfirfarið og fjallar um í nýlegu minnisblaði gæti þessi munur kostað á bilinu 1,6 til 2,4 prósentur í viðvarandi hærri fjármagnskjörum til viðskiptavina íslensku bankanna. Jafnframt leiðir athugun seðlabankans í ljós að svo mikill munur á vogunarhlutfalli banka, eins og er á milli íslenskra og evrópskra banka, geti leitt til sem samsvarar eins prósents minni hagvaxtar á Íslandi en ella. Umrætt vogunarhlutfall, sem var fest í lög í kjölfar fjármálakreppunnar sem skók heimsbyggðina fyrir áratug og er ætlað að koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu í bankakerfinu, hefur hækkað verulega í tilfelli íslensku bankanna – úr 10 prósentum í allt að 20 prósent – frá falli fjármálakerfisins og það sama má segja um eiginfjárhlutfall þeirra, sem hefur farið úr 12 prósentum í allt að 30 prósent. Á sama tíma hafa gæði eigna bankanna stórbatnað, meðal annars með fækkandi vandræðalánum og minni óvissu í fjármálakerfi landsins. „Búast hefði mátt við að hreinsun efnahagsreikninga bankanna og minni vanskil myndu leiða til lægri eiginfjárkrafna,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Markaðinn. Þess í stað hafa kröfurnar verið hertar verulega með nýju regluverki, sprottnu frá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel, svonefndum Basel III-reglum sem voru lögfestar hér á landi árið 2016. Fyrir áratug varð eiginfjárhlutfall bankanna að vera að lágmarki 8 prósent en nú, eftir innleiðingu fjögurra sérstakra eiginfjárauka, er gerð krafa um að hlutfallið sé í það minnsta 21 til 23 prósent. Í lok septembermánaðar á síðasta ári var eiginfjárhlutfall Arion banka 27,1 prósent, Íslandsbanka 22,7 prósent og hjá Landsbankanum 26,8 prósent.„Eftir endurskipulagningu útlánasafna bankanna í kjölfar hrunsins eru söfnin líklega með þeim hreinustu í Evrópu. Við höfum heldur ekki séð neina óhóflega útlánaaukningu til heimila eða fyrirtækja og glímum ekki við miklar skuldir í þeim efnum, líkt og sum Evrópuríki, sem myndu að öðrum kosti kalla á hertar eiginfjárkröfur.“ Hlutfall vanskila af útlánum íslensku bankanna er með því lægsta sem þekkist í Evrópu og stóð í 1,7 prósentum í lok júní í fyrra. Til samanburðar var hlutfallið á sama tíma 46 prósent í Grikklandi. Engu að síður er vogunarhlutfall grískra banka að meðaltali um 12 prósent borið saman við 18 prósent á meðal íslensku bankanna. „Eiginfjárstaða íslensku bankanna lítur afar vel út í erlendum samanburði en hversu langt eigum við að ganga í að herða kröfurnar? Við höfum byggt upp eitt dýrasta bankakerfi í Evrópu. Er fórnarkostnaðurinn þess virði?“ spyr einn viðmælandi Markaðarins sem starfar á fjármálamarkaði. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Markaðinn í desember í fyrra að bankakerfið þyrfti að búa við eiginfjárhlutföll sem gætu staðið af sér stór högg. „Við eigum í þeim efnum ekki alltaf að vera að bera okkur saman við evrópska bankakerfið sem hefur verið undirfjármagnað um langt skeið,“ sagði hann. Dýrara að miðla fjármagni Starfsfólk Seðlabanka Svíþjóðar hefur viðurkennt að með því að framfylgja háum eiginfjárkröfum á banka geti það þýtt aukinn kostnað fyrir samfélagið vegna dýrari fjármögnunar og skerts aðgangs að lánum. Vega þurfi þann kostnað og meta gagnvart ávinningnum sem hlýst af því að búa við öruggt bankakerfi sem sé ólíklegra til þess að ganga í gegnum reglulegar hremmingar með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Í því augnamiði leggur seðlabankinn reglulega mat á hvert hæfilegt eiginfjár- og vogunarhlutfall sænskra banka eigi að vera. Í minnisblaði starfsmanna bankans frá því í maí á síðasta ári var til dæmis lagt til að vogunarhlutfallið yrði á bilinu 5 til 12 prósent, en það er sem stendur að meðaltali tæplega 5 prósent. Minni umræða hefur hins vegar verið hér á landi um þann samfélagslega kostnað sem felst í auknum kröfum um eiginfjárbindingu banka.Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.Yngvi Örn segir að háar eiginfjárkröfur og íþyngjandi skattlagning veiki samkeppnisstöðu bankanna gagnvart erlendum lánveitendum, en hlutur þeirra er um þriðjungur af heildarlánum til innlendra fyrirtækja, og ýti undir skuggabankastarfsemi. Nýjum reglum um auknar eiginfjárkröfur hafi verið ætlað að tryggja að bankar hafi burði til þess að mæta áföllum. Ef þær leiði hins vegar til þess að starfsemin færist að hluta til lánveitenda sem reglurnar taka ekki til verði hagkerfið óvarið fyrir áföllum að því marki. Yngvi Örn segir það auk þess skjóta skökku við að Fjármálaeftirlitið, sem ákvarði eiginfjárauka og viðbótareiginfjárkröfur bankanna, skuli ganga lengra í beitingu eiginfjáraukanna en önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu sem við berum okkur gjarnan saman við. „Eiginfjáraukum er fyrst og fremst beitt vegna kerfislægra ástæðna og áhættuþátta í efnahagslífinu. Ég sé ekki hvað réttlætir það að við séum í efri mörkum, miðað við önnur Evrópuríki, í beitingu þessara stjórntækja. Við ættum fremur að vera í lægri mörkunum.“ Ísland í öfundsverðri stöðu Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir eiginfjárhlutfall banka alltof lágt, sérstaklega í Evrópu. „Það er krónískt vandamál sem stjórnvöld þar hafa ekki getað ráðið fram úr. Við gátum hins vegar stofnað bankana með þetta háu eiginfjárhlutfalli á sínum tíma og við eigum að halda því. Við erum, út frá sjónarhóli fjármálastöðugleika í mjög öfundsverðri stöðu,“ segir hann Gylfi segir það misskilning að hátt eiginfjárhlutfall bankanna geri það að verkum að lánveitingar þeirra verði dýrari og bankarnir sjálfir ekki eins samkeppnishæfir. „Þetta þýðir það að þeir sem eiga eigið fé í bönkum eiga mjög örugga eign og geta gert tiltölulega lága kröfu um ávöxtun á henni. Krafan er auðvitað hærri en sem gerð er til öruggra ríkisskuldabréfa, en hún er engu að síður lág. Þetta ætti ekki að bitna á viðskiptavinunum, heldur þýðir bara að bankarnir verða mjög stöðugar og öruggar stofnanir sem hætta fyrst og fremst eigin fé en ekki fé annarra. Þannig viljum við hafa það.“ Að mati Gylfa er „ósköp eðlilegt að banki sé fjármagnaður með einum fjórða af eigin fé. Bankarnir eru nálægt því eins og er. Það er engin sérstök ástæða til þess að tappa af þessu fé. Ríkið þarf ekki á peningunum að halda því ríkið á megnið af eigin fé bankanna.“ Meiri eiginfjárbinding Ekki er nóg með að eiginfjárhlutfall íslensku bankanna sé umtalsvert hærra en það sem gengur og gerist á meðal evrópskra banka, heldur gerir aðferðin, sem íslensku bankarnir nota til þess að reikna hlutfallið út, það að verkum að þeir þurfa að binda mun meira eigið fé en evrópskir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Með upptöku þeirrar aðferðar sem notuð er víðast hvar í Evrópu, svonefndrar innramatsaðferðar, gæti eiginfjárþörf íslensku bankanna dregist verulega saman. Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa það allir til skoðunar að taka upp slíka aðferð, en það er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og gæti það tekið bankana í það minnsta þrjú ár að öðlast slíkt samþykki. Eiginfjárhlutfall banka er reiknað sem hlutfall eigin fjár af eignum á áhættugrunni. Að jafnaði eru tvær aðferðir notaðar til þess að leggja mat á áhættugrunn eigna: staðalaðferð, sem íslensku bankarnir nota, og innramatsaðferð, sem flestir bankar í Evrópu notast við. Samkvæmt staðalaðferðinni er áhættugrunnurinn fenginn með því að vega eignir bankanna með áhættuvogum í samræmi við sérstakan Basel-staðal. Síðari aðferðin byggist hins vegar á því að bankarnir meta sjálfir áhættu af útlánum og öðrum eignum með líkönum sem þeir hafa smíðað og hlotið hafa blessun stjórnvalda. Bankarnir notast þá við mismunandi áhættuvogir, allt eftir því hversu áhættusamar eignir er um að ræða, og geta þannig lækkað eiginfjárbindingu sína á áhættulitlum eignum en hækkað á móti eiginfjárbindingu á áhættumeiri eignum. Svigrúm bankanna til þess að meta áhættu af útlánum – og þar með eiginfjárþörf sína – er þannig ríkt. Eftir því sem hlutfall áhættuvoganna – og þar með áhættugrunnsins – af heildareignum banka er lægra dregur úr eiginfjárþörf bankans. Umrætt hlutfall er afar hátt á meðal íslensku bankanna, eða að meðaltali um 70 prósent, á meðan það er á bilinu 25 til 40 prósent að meðaltali á meðal stærstu bankanna á Norðurlöndunum. Sem dæmi lækkaði hlutfallið verulega hjá stærstu bönkum Svíþjóðar eftir að þeir tóku upp innramatsaðferðina árið 2007. Fór það úr 50 prósentum í 25 prósent árið 2017. Lægri áhættuvogir leiddu til hækkandi eiginfjárhlutfalls á meðal sænsku bankanna en það fór úr 6 prósentum árið 2006 í 17 prósent sjö árum síðar. Á sama tíma hélst vogunarhlutfallið hins vegar nokkuð stöðugt í fjórum prósentum.Gylfi Magnússon er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Staðalaðferð víða gagnrýnd Yngvi Örn segir að munurinn á hlutfalli áhættuveginna eigna af heildareignum á milli norrænu og íslensku bankanna þýði að fyrrnefndu bankarnir þurfi að binda mun minna eigið fé en innlendir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að norrænu bankarnir beita innramatsaðferðinni en íslensku bankarnir staðalaðferðinni. Fyrri aðferðin skilar mun lægri áhættuvogum.“ Í raun sé eiginfjárþörf norrænu bankanna um helmingur af þörf íslensku bankanna eins og hún er reiknuð út í staðalaðferðinni.„Í sumum tilfellum hafa eftirlitsaðilar í Evrópu metið það svo að bankar sem nota innramatsaðferðina hafi gengið of langt í að lækka áhættuvogir sínar. Einstök ríki, þar á meðal nágrannaríki okkar, hafa sett sérstök gólf sem áhættuvogirnar mega ekki fara undir og eru slík gólf til að mynda hluti af Basel IV-regluverkinu sem samþykkt var í desember. Þau gólf eru samt sem áður talsvert fyrir neðan viðmiðin í staðalaðferðinni,“ segir Yngvi Örn. Þrátt fyrir að mikil gagnrýni hafi beinst að því hvernig sumir evrópskir bankar nota innramatsaðferðina markvisst til þess að lækka áhættuvogir sínar, þá er engu að síður talið að sú aðferð gefi réttari mynd af eiginfjárstöðu banka en staðalaðferðin. Ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hvatti til dæmis íslensk stjórnvöld fyrir fáeinum árum til þess að leyfa bönkunum að nota innramatsaðferðina til þess að meta eiginfjárþörf sína. Áhættuvogir bankanna, samkvæmt staðalaðferðinni, væru í mörgum tilvikum of háar. Arion banki tók fram í nýlegri skuldabréfalýsingu að möguleiki væri á því að bankinn myndi koma frekara skikki á fjármagnsskipan sína með því að lækka hlutfall áhættuveginna eigna af heildareignum bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins minntist Kvika, ráðgjafi Kaupþings við söluferli Arion banka, á þessi áform bankans í viðræðum sínum við lífeyrissjóðina um möguleg kaup þeirra í bankanum og sagði þau auka svigrúm bankans til þess að greiða út frekari arð í framtíðinni. Arion banki hefur auk þess bent á – í skeytum sínum til Fjármálaeftirlitsins – að eiginfjárkrafa samkvæmt staðalaðferðinni sé „varfærin“. Aðferðin skekki einnig samkeppnisstöðu bankans. „Erlendir bankar lána til íslenskra fyrirtækja en samkvæmt niðurstöðu FME eru lán til þeirra áhættusamari en önnur. Mun Arion banki binda meira eigið fé en keppinautar sínir fyrir sömu fyrirgreiðslu. Biður bankinn FME um að íhuga að slíkt fyrirkomulag muni torvelda bankanum að verja bestu eignir sína fyrir erlendum keppinautum því það mun veikja bankann,“ sagði meðal annars í umsögn bankans til FME síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira