Hjartaknúsarar nutu áramótanna á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2018 07:43 Benedict Cumberbatch og Rupert Grint njóta feikilegra vinsælda um allan heim - þ.m.t. á Íslandi. Vísir/Getty Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57