Lífið

Helgi Björns heldur stórtónleika í Laugardalshöll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Björnsson er einn vinsælasti söngvari landsins.
Helgi Björnsson er einn vinsælasti söngvari landsins.
Helgi Björnsson verður 60 ára þann 10. júlí næstkomandi og af því tilefni ætlar þessi ástsæli söngvari að blása til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live en á tónleikunum mun Helgi fara yfir allan ferilinn dyggilega studdur af húsbandi skipuðum færustu hljóðfæraleikurum landsins, bakröddum og góðum gestum.

Í tilkynningunni segir að ekkert verði til sparað og er markmiðið að tónleikarnir verði sem eftirminnilegastir.

Miðasalan fer af stað innan tíðar. Sjálfur segir Helgi að hann muni frumflytja nýtt lag á næstunni.



Hér að neðan má hlusta á brot úr nýja laginu frá Holy B.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.