„Ég held að gríman sé hluti af því pönki“ Ritstjórn skrifar 27. febrúar 2018 14:45 Björk Guðmundsdóttir Myndir/Silja Magg Fyrsta tölublað ársins frá Glamour er komið og það er engin önnur en fyrirmyndin og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sem prýðir forsíðuna. Myndirnar tók Silja Magg af Björk en viðtalið skrifaði ritstjóri Glamour, Álfrún Pálsdóttir. Björk gaf nýverið frá sér plötuna Utopia og næst á dagskrá er tónleikahald víðs vegar um heiminn til að fylgja henni eftir. Gríman er eftir listamanninn og aðstoðarmann Bjarkar, James Merry en í blaðinu er einnig að finna viðtal við hann um handgerðu listaverkin sem við þekkjum svo vel í gegnum Björk. Förðun í myndaþættinum er eftir Fríðu Maríu Harðardóttur. Björk kemur víða við í viðtalinu við Glamour og talar meðal annars um samband sitt við Ísland, #metoo byltinguna, femínisma, að eldast í þessum bransa, móðurhlutverkið, tísku, umhverfismál og draumaheiminn Utopiu þar sem allir mega vera eins og þeir vilja, óháð kyni og kynhneigð. Hér er örlítið brot af viðtalinu þar sem við spurðum að þessu hér. Síðustu tvær plötur þínar hafa verið mjög persónulegar, Vulnicura og Utopia. Þú hefur opnað þig meira fyrir heiminum en kannski áður. En að sama skapi ertu að leika þér með grímurnar og týpurnar þar á bakvið. Er þetta einhvers konar leið til að fela þig? Er eitthvert samspil þar á milli, að opna þig persónulega í tónlistinni sjálfri en sömuleiðis hverfa á bakvið grímurnar? „Skemmtileg spurning. Já, ég fann það sérstaklega kannski í Vulnicuru. Því frásögnin þar var svo sterk. Textinn var svo sterkur. Þá var hann sterkari en ég. Ég upplifði mig sem sögumann. Það hljómar kannski eins og ég sé búin að plana þetta en fyrst sem ég bara plötuna og svo eftir á sest ég niður og þá lýkst hún upp fyrir mér. Ég er ekki svona skipulögð og meðvituð að ég sé með konseptið á hreinu á meðan ég er að semja. Það kemur bara eftir á. Ég leyfi mér líka eftir því sem ég verð eldri að deila bara því sem ég veit. Svo á næsta myndbandi þá veit ég meira og þá deili ég aðeins meiru. Svo kannski 3-4 árum seinna er ég að hjóla eða horfa á bíómynd og þá kviknar eitthvað og ég skil af hverju ég gerði hitt og þetta. Stundum er ég líka síðust að fatta. Líka eins og ég segi með netið, þá verður maður að vera spontant. Þetta er ein leiðin til að svara þessari spurningu. Svo er það líka að núna eru allir með síma og að taka myndir, ég fer bara núna á kaffihús og það eru fjórir að þykjast með símana undir borðinu að taka af mér mynd. Ég segi ekki neitt við því, ég er ekki frægust í heiminum og get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólk sem er í alvörunni frægt. Ég er ekkert hissa á því að frægasta fólkið í heiminum sé bara alltaf heima hjá sér. Papparazzi var slæmt en að vera alltaf með þetta yfir sér, til dæmis er fólk að taka myndir í sundlaugunum. Bara alls staðar, þetta snýst ekkert um að vilja líta vel út, þetta tekur bara á sálina í manni. Hvort ætlar maður að vera með mjúka skel, þegar maður ætlar að labba niður í miðbæinn, eða þessa hörðu skel. Það er ákvörðun. Ég, í einhverri pönkþrjósku fyrir mörgum árum síðan, ákvað að ég ætlaði að hafa einhvern hluta lífs míns venjulegan þar sem ég fer út í búð og kaupi mjólk og geri venjulega hluti. Ég hef alltaf búið í þannig hverfum úti þar sem ég get gert það. Ömmuhverfum þar sem enginn veit hver ég er, get farið með hárið út í loftið út í búð á morgnana. Ég sagði bara, veistu heimur, ég gef þér öll lögin mín og ef ég á að geta haldið þeirri gjafmildi áfram þá eru bara nokkrir hlutir sem ég þarf. Ég þarf ekki alla hina hlutina sem margir vilja en ég þarf einkalíf. Það er bara eitthvað sem ég þarf, annars get ég ekki samið meira. Ég held að gríman sé hluti af því pönki.“ Nýjasta tölublað Glamour er að rúlla af stað til áskrifenda og væntanlegt í allar helstu verslanir á næstu dögum. Langar þig að komast í hóp frábærra áskrifenda Glamour? Hér er hægt að gerast áskrifandi og fá nýjasta tölublaðið sjóðandi heitt inn um lúguna um leið. BJÖRK Við gætum ekki verið stoltari af fyrstu forsíðu ársins sem er engin önnur en ein skærasta stjarna Íslands, fyrirmyndin og hæfileikakonan - Björk Guðmundsdóttir - myndir og viðtal Myndir eftir @siljamagg Gríma: @james.t.merry Förðun: @fridamariamakeup Blaðið er þessa stundina að rúlla sjóðandi heitt til áskrifenda! . . . Finally we got Björk on the cover of Glamour Iceland #glamouriceland #marchissue #bjork #utopia #coverstar #iceland #reykjavik #music #metoo A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 27, 2018 at 3:31am PST Björk Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour
Fyrsta tölublað ársins frá Glamour er komið og það er engin önnur en fyrirmyndin og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sem prýðir forsíðuna. Myndirnar tók Silja Magg af Björk en viðtalið skrifaði ritstjóri Glamour, Álfrún Pálsdóttir. Björk gaf nýverið frá sér plötuna Utopia og næst á dagskrá er tónleikahald víðs vegar um heiminn til að fylgja henni eftir. Gríman er eftir listamanninn og aðstoðarmann Bjarkar, James Merry en í blaðinu er einnig að finna viðtal við hann um handgerðu listaverkin sem við þekkjum svo vel í gegnum Björk. Förðun í myndaþættinum er eftir Fríðu Maríu Harðardóttur. Björk kemur víða við í viðtalinu við Glamour og talar meðal annars um samband sitt við Ísland, #metoo byltinguna, femínisma, að eldast í þessum bransa, móðurhlutverkið, tísku, umhverfismál og draumaheiminn Utopiu þar sem allir mega vera eins og þeir vilja, óháð kyni og kynhneigð. Hér er örlítið brot af viðtalinu þar sem við spurðum að þessu hér. Síðustu tvær plötur þínar hafa verið mjög persónulegar, Vulnicura og Utopia. Þú hefur opnað þig meira fyrir heiminum en kannski áður. En að sama skapi ertu að leika þér með grímurnar og týpurnar þar á bakvið. Er þetta einhvers konar leið til að fela þig? Er eitthvert samspil þar á milli, að opna þig persónulega í tónlistinni sjálfri en sömuleiðis hverfa á bakvið grímurnar? „Skemmtileg spurning. Já, ég fann það sérstaklega kannski í Vulnicuru. Því frásögnin þar var svo sterk. Textinn var svo sterkur. Þá var hann sterkari en ég. Ég upplifði mig sem sögumann. Það hljómar kannski eins og ég sé búin að plana þetta en fyrst sem ég bara plötuna og svo eftir á sest ég niður og þá lýkst hún upp fyrir mér. Ég er ekki svona skipulögð og meðvituð að ég sé með konseptið á hreinu á meðan ég er að semja. Það kemur bara eftir á. Ég leyfi mér líka eftir því sem ég verð eldri að deila bara því sem ég veit. Svo á næsta myndbandi þá veit ég meira og þá deili ég aðeins meiru. Svo kannski 3-4 árum seinna er ég að hjóla eða horfa á bíómynd og þá kviknar eitthvað og ég skil af hverju ég gerði hitt og þetta. Stundum er ég líka síðust að fatta. Líka eins og ég segi með netið, þá verður maður að vera spontant. Þetta er ein leiðin til að svara þessari spurningu. Svo er það líka að núna eru allir með síma og að taka myndir, ég fer bara núna á kaffihús og það eru fjórir að þykjast með símana undir borðinu að taka af mér mynd. Ég segi ekki neitt við því, ég er ekki frægust í heiminum og get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólk sem er í alvörunni frægt. Ég er ekkert hissa á því að frægasta fólkið í heiminum sé bara alltaf heima hjá sér. Papparazzi var slæmt en að vera alltaf með þetta yfir sér, til dæmis er fólk að taka myndir í sundlaugunum. Bara alls staðar, þetta snýst ekkert um að vilja líta vel út, þetta tekur bara á sálina í manni. Hvort ætlar maður að vera með mjúka skel, þegar maður ætlar að labba niður í miðbæinn, eða þessa hörðu skel. Það er ákvörðun. Ég, í einhverri pönkþrjósku fyrir mörgum árum síðan, ákvað að ég ætlaði að hafa einhvern hluta lífs míns venjulegan þar sem ég fer út í búð og kaupi mjólk og geri venjulega hluti. Ég hef alltaf búið í þannig hverfum úti þar sem ég get gert það. Ömmuhverfum þar sem enginn veit hver ég er, get farið með hárið út í loftið út í búð á morgnana. Ég sagði bara, veistu heimur, ég gef þér öll lögin mín og ef ég á að geta haldið þeirri gjafmildi áfram þá eru bara nokkrir hlutir sem ég þarf. Ég þarf ekki alla hina hlutina sem margir vilja en ég þarf einkalíf. Það er bara eitthvað sem ég þarf, annars get ég ekki samið meira. Ég held að gríman sé hluti af því pönki.“ Nýjasta tölublað Glamour er að rúlla af stað til áskrifenda og væntanlegt í allar helstu verslanir á næstu dögum. Langar þig að komast í hóp frábærra áskrifenda Glamour? Hér er hægt að gerast áskrifandi og fá nýjasta tölublaðið sjóðandi heitt inn um lúguna um leið. BJÖRK Við gætum ekki verið stoltari af fyrstu forsíðu ársins sem er engin önnur en ein skærasta stjarna Íslands, fyrirmyndin og hæfileikakonan - Björk Guðmundsdóttir - myndir og viðtal Myndir eftir @siljamagg Gríma: @james.t.merry Förðun: @fridamariamakeup Blaðið er þessa stundina að rúlla sjóðandi heitt til áskrifenda! . . . Finally we got Björk on the cover of Glamour Iceland #glamouriceland #marchissue #bjork #utopia #coverstar #iceland #reykjavik #music #metoo A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Feb 27, 2018 at 3:31am PST
Björk Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour