Brynjar Þór: Verður skrítið að spila fyrir fólk sem hefur fundist ég vera óþolandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 13:27 Brynjar Þór við undirskriftina í dag. tindastóll „Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56
Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti