Farþegum WOW air fjölgaði um 60 prósent í maí Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:30 Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Vísir/Getty WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London. Fréttir af flugi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London.
Fréttir af flugi Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira