Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 20:30 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins. Mynd/Stöð 2 Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30
Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00