Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 10:18 Michael Jackson vísir/getty Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa. Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Höfundur þáttanna um Simpson-fjölskylduna hefur áréttað í eitt skipti fyrir öll að konungur poppsins, Michael Jackson, ljáði í raun og veru karakter í þáttunum rödd sína. Um er að ræða þáttinn Stark Raving Dad þar sem Homer Simpson endar á stofnun fyrir geðsjúka og hittir þar fyrir Leon Kompowsky sem hélt því fram að hann væri Michael Jackson.Þegar listinn yfir leikara sem talsettu þáttinn var birtir var John Jay Smith sagður maðurinn á bak við rödd Kompowsky en Matt Groening, höfundur The Simpsons, sagði í ástralska þættinum The Weekly að þetta hefði í raun og veru verið Michael Jackson. Groening segist hafa fengið símtal frá Michael Jackson um miðja nótt en hélt að um hrekk væri að ræða. Það kom hins vegar í ljós að þetta var tónlistarmaðurinn sjálfur sem sagðist elska Bart Simpson og vildi fá að vera með. „Hann léði rödd sína en vildi ekki að minnst yrði á það. Það tengdist einhverju samkomulagi við útgefanda hans,“ segir Groening.Þegar kom að því að syngja lögin þurfti að fá söngvara sem gat hermt eftir Jackson. „Og Jackson stóð og fylgdist með söngvaranum sem var svo stressaður. Hann varð að hljóma eins og Jackson.“ Söngvarinn sem um ræðir er gítarleikari að nafni Kipp Lennon sem endurtók leikinn í Hollywood Bowl árið 2014 þegar hann flutti lagið Happy Birthday Lisa.
Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira