„Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð hvort ég sé karlkyns eða kvenkyns. Ég er stolt af því að vera 188 sentímetrar á hæð og var ég búin að ná þeirri hæð þegar ég var tólf ára. Ég geng glöð um í háum hælum.“
Ragnheiður segist hafa æft í marga klukkutíma á dag í tæplega þrjá áratugi. „Ég hef í tvígang tekið þátt í Ólympíuleikum og ótal sinnum keppt á heimsmeistara og Evrópumótum. Ég hef komið einu heilbrigðu barni inn í þennan heim. Það tók mig tíma að fatta það að ég get verið mjög kvenleg, en á sama tíma slegið fjölmörg met og náð mínum markmiðum.“
Ragnheiður segir að sterkar konur geti gert hvað sem þær vilja í lífinu.