Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. júní 2018 22:19 Rúrik er fjallmyndarlegur en er með 300 þúsund færri fylgjendur en Fjallið þegar þetta er skrifað Vísir/Instagram Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018 Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendum hans hefur fjölgað á ógnarhraða síðan hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu fyrir viku síðan. Það virðast þó síður vera knattspyrnuhæfileikar hans en undurfögur ásýnd sem vekur athygli heimsbyggðarinnar. Hefur verið rætt um að Rúrik hefji fyrirsætuferil eftir mótið með aðstoð vinar síns Egils Einarsson, sem er betur þekktur sem Gillzenegger. Sjálfur hefur Egill ekki undan að svara Instagram skilaboðum eftir að hann gantaðist með að hann væri umboðsmaður Rúriks í viðtali á dögunum. Það var löngu orðið ljóst að væri bara tímaspursmál hvenær Rúrik myndi brjóta milljón-fylgjenda múrinn. Aðeins fjórir Íslendingar hafa gert það á undan honum: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, Hafþór Júlíus Björnsson kraftlyftingamaður og Crossfit meistararnir Sara Sigmundsdóttir og Katrín Davíðsdóttir. Hafþór er með flesta fylgjendur allra Íslendinga eða 1.3 milljónir. Ef Rúrik ætlar sér á toppinn í Instagram heiminum gætu strákarnir þurft að framlengja veru sína á mótinu með góðum sigri gegn Króatíu og smá heppni. Það myndi ekki einungis koma sér vel fyrir Rúrik í kapphlaupinu um fylgjendur, heldur sennilega gleðja nokkur önnur íslensk hjörtu í leiðinni. Þeim, sem vilja virða alla dýrðina fyrir sér með eigin augum, er bent á að bætast í fylgjendahópinn hér.I feel like in the midst of the excitement of the game I perhaps didn't fully appreciate Rúrik Gíslason's contribution to the sport. Lemme do that real quick. You're welcome. pic.twitter.com/41cs7ix0HO— Rebecca Roanhorse preorder ☇TRAIL OF LIGHTNING☇ (@RoanhorseBex) June 16, 2018
Tengdar fréttir Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25 Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Yfir hundrað þúsund bæst í fylgjendahóp Rúriks eftir leikinn Rúrik átti ekki einungis góða frammistöðu á vellinum í dag, heldur líka á samfélagsmiðlunum. 16. júní 2018 20:25
Argentínsk ferðaskrifstofa notar fáklæddan Rúrik til að auglýsa flug til Íslands Í færslu, sem ferðaskrifstofan birti á Facebook, er vakin athygli á flugferðum til Íslands og mynd af Rúrik Gíslasyni, miðjumanni íslenska liðsins, látin fylgja með. 17. júní 2018 19:10