Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 15:30 Adam Rippon. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira