Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 15:30 Adam Rippon. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira