Ólafur Þór Hauksson, sem var sérstakur saksóknari frá því að embættið tók til starfa 2009 og þar til það var lagt niður í lok árs 2015, segir að umfangsmestu málin sem embættið tók til rannsóknar hafi snúið að markaðsmisnotkun í stóru viðskiptabönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni. Markaðsmisnotkunarmálin hafi í raun skýrt svo margt annað og þar á meðal ýmis lánamál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. „Þau tengdust markaðsmisnotkuninni, þannig að einhvern veginn myndaði markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi,“ segir Ólafur. Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. Var embættinu komið á fót til þess að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í starfsemi fjármálafyrirtækja. Sérstakur saksóknari tók síðan til starfa þann 1. febrúar 2009 en framlengja þurfti umsóknarfrestinn um stöðuna þar sem enginn sótti um starfið. Skrifstofur sérstaks saksóknara á Skúlagötu en þar eru skrifstofur héraðssaksóknara í dag.Vísir/Stefán Aðeins fimm starfsmenn til að byrja með Ólafur Þór sem var sýslumaður á Vesturlandi var hvattur til að sækja um starfið sem hann og gerði og var svo ráðinn. Í viðtali við Morgunblaðið sama dag og hann tók við líkti hann vikunum sem voru framundan í nýja starfinu við það að fara inn á hamfarasvæði. Aðspurður í dag hvort að um hamfarasvæði hafi verið að ræða segir að hann að það hafi verið það að sumu leyti. „Það sem var svolítið sérstakt í þessu er að þegar við byrjuðum þá er í rauninni enginn infrastrúktúr til fyrir stofnunina. Þannig að fyrstu vikurnar vorum við bara að reyna að koma þessu af stað, í gang, og síðan að leita hófanna hjá öðrum stofnunum, hvað væri í gangi þar, hvað menn væru með, og gera reka að því að þau mál sem ættu að vera undir okkur, að þau myndu berast okkur sem fyrst,“ segir Ólafur. Til að byrja með voru alls fimm starfsmenn hjá embættinu en í dag starfa um fimmtíu manns hjá héraðssaksóknara sem settur var á laggirnar þegar embætti sérstaks saksóknara var lagt niður, en Ólafur Þór er héraðssaksóknari. Hann segir að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi strax byrjað í rannsóknum en starfsemin hafi farið rólega af stað. Þá hafi alltof fáir verið við störf hjá embættinu. „Við förum í fyrstu aðgerðirnar minnir mig, í mars, í fyrstu húsleitirnar og um leið og við erum að byrja þá koma fyrstu vankantarnir í ljós. Eins og einfaldlega bara við það að við réðum illa við það að fara í þessar aðgerðir svona fámenn eins og við vorum. Við fengum aðstoð frá öðrum lögregluembættum en það var morgunljóst að við vorum alltof fá til að byrja með.“ Ólafur Þór Hauksson tók við sem sérstakur saksóknari í byrjun árs 2009. Hann gegnir nú embætti héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Átti ekki von á svo gríðarlega umfangsmiklum málum Ólafur segir að umfang verkefnisins hafi ekki komið strax í ljós. „Síðan þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út í apríl 2010 þá er margt af því sem við erum að sjá þar í samræmi við það sem við höfðum verið að sjá áður en að skýrslan kom út. Það var kannski þá að við erum að átta okkur á því hvað þetta er stórt að umfangi og hvað verkefnið gat verið verulegt. Fram að því kannski, til að byrja með, þá héldum við kannski fyrst og fremst að við værum að rekast á mál þar sem einhver hefði gripið fjármuni í óðagotinu og óreiðunni sem fylgdi hruninu sjálfu, meira svona hruntengd mál, en síðan fóru að koma fram vísbendingar um að það kynnu að leynast brot sem teygðu sig mun lengra aftar og væru töluvert öðruvísi í þræði.“ Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mörg málin urðu á endanum og sum hver mjög umfangsmikil þá svarar Ólafur játandi. „En já, það kom mér reyndar á óvart. Ég átti ekki alveg von á því að við myndum vera í þessari aðstöðu að fá svona gríðarlega umfangsmikil mál.“ Tuttugu hrunmálum lokið með dómi Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Samkvæmt samantekt Vísis hefur tuttugu hrunmálum lokið með dómi. Í fimmtán tilfellum hefur verið sakfellt að öllu leyti eða að hluta (fjögur málanna eiga eftir að koma til kasta Landsréttar) og í tveimur málum hefur Hæstiréttur sýknað sakborninga af ákæru. Í einu máli voru sakborningar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Auk þessara átján mála eru tvö mál sem hafa farið flóknari leið, mál kennt við Sterling annars vegar og CLN hins vegar. Í Sterling-málinu var Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarmaður og forstjóri FL Group, sýknaður af ákæru um fjárdrátt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þar var málið fellt niður vegna gífurlegra og óútskýrðra tafa, eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar, af hálfu ákæruvaldsins. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sýknaðir af ákæru í CLN-málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað. Þar var málinu svo vísað frá í september síðastliðnum. Hreiðar Már Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Hann hefur dæmdur í samtals sjö ára fangelsi vegna brota í aðdraganda hrunsins.fréttablaðið/eyþór Hreiðar Már dæmdur til lengstu fangelsisvistarinnar Alls hafa 38 einstaklingar verið dæmdir í samtals 99 ára og tveggja mánaða fangelsi í dómsmálum tengdum hruninu, samkvæmt samantekt Vísis. Hreiðar Már er sá sem hefur verið dæmdur til lengstu fangelsisvistarinnar, eða alls sjö ára, sem er ári meira en sex ára refsiramminn í efnahagsbrotamálum sem kveðið er á um í lögum. Hreiðar Már hlaut 5 og hálfs árs langan dóm fyrir Al Thani-málið, sex mánaða langan dóm í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og árs langan fangelsisdóm fyrir Marple-málið sem er til áfrýjunar fyrir Landsrétti. Magnús Guðmundsson hefur síðan verið dæmdur í alls sex ára fangelsi. Hann hlaut þriggja ára dóm í Al Thani-málinu og 18 mánaða fangelsisdóm í Marple-málinu. Þá var hann einnig sakfelldur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en var ekki gerð frekari refsing í málinu í dómi Hæstaréttar. Sigurður Einarsson hefur hlotið dóma sem telja samtals fimm ár í fangelsi. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Al Thani-málinu og eins árs fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Þá hlaut Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Alls hafa ellefu einstaklingar verið dæmdir til samtals 35 ára langrar fangelsisvistar í dómsmálum sem tengjast Kaupþingi og starfsemi bankans fyrir hrun. Þess ber að geta að sakborningarnir fjórir í Al Thani-málinu, Hreiðar Már, Sigurður, Guðmundur og Ólafur Ólafsson, sendu inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur féll í Hæstarétti þar sem þeir telja að brotið hafi verið á réttindum þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess fyrir dómstólum. Dómstóllinn krafði íslenska ríkið um svör við nokkrum spurningum vegna málsins en hann hefur ekki skilað niðurstöðu sinni í málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, bíður nú dóms Landsréttar í bæði Aurum-málinu og Stím-málinu.Vísir/Anton Brink Tvö mál tengd Glitni tvisvar fyrir héraðsdóm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur verið dæmdur í samtals sex ára fangelsi. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Stím-málinu í héraði en málið er nú til áfrýjunar hjá Landsrétti. Þá hlaut hann eins árs dóm í Aurum-málinu en það er einnig til áfrýjunar fyrir Landsrétti. Auk þessa var Lárus sakfellur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis en honum ekki gerð frekari refsing. Bæði Stím-málið og Aurum-málið fóru tvisvar fyrir héraðsdóm þar sem Hæstiréttur ógilti fyrri dóma í málunum sem féllu í héraði. Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, hefur einnig verið dæmdur í samtals sex ára fangelsi. Hann hlaut þriggja ára fangelsisdóm í BK-málinu svokallaða, tveggja ára dóm í Stím-málinu og eins árs dóm í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Alls hafa tíu manns verið dæmdir í samtals 28,5 ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi Glitnis fyrir hrun. Sigurjón Þ. Árnason, sem var bankastjóri í Landsbankanum, hefur hlotið alls fimm ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi bankans fyrir hrun. Sigurjón hlaut annars vegar þriggja og hálfs árs langan dóm í Ímon-málinu og síðan átján mánaða fangelsisdóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Í febrúar í fyrra fór hann þess á leit við endurupptökunefnd að báðir dómarnir yrðu teknir upp á ný. Alls hafa sex manns verið dæmdir í samtals ellefu ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Björn Þorvaldsson var saksóknari í einu umfangsmesta máli sem sérstakur saksóknari tók til rannsóknar og ákærði í, markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Hér fer hann dóm Hæstaréttar í málinu, daginn sem sá dómur féll, þann 6. október 2016.fréttablaðið/ernir „Umfangsmikil“ og „þaulskipulögð“ brot Eins og áður segir er það mat Ólafs Þórs að markaðsmisnotkunarmálin í stóru bönkunum þremur hafi verið umfangsmestu málin sem embætti sérstaks saksóknar fékkst við, bæði hvað varðar umfang rannsóknar sem og saksóknar. Um var að ræða þrjú aðskilin mál þar sem fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankanna var gefið að sök að hafa stundað markaðsmisnotkun í deild eigin viðskipta bankanna. Fólst markaðsmisnotkunin í því að deildirnar keyptu hlutabréf í bönkunum sjálfum í stórum stíl en seldu bréfin ekki í sama mæli eða með sama hætti, það er í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Í ákærum sérstaks saksóknara í öllum málunum þremur er kaupum bankanna á eigin bréfum lýst sem umfangsmiklum. Að sama skapi er því lýst að sölutilboð eða sölur í sjálfvirkum pörunarviðskiptum af hálfu eigin viðskipta bankanna hafi verið óveruleg. Voru þessir viðskiptahættir til þess fallnir að mati ákæruvaldsins að koma ýmist í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfa í bankanum. Þannig hafi verið um ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins að ræða þar sem viðskipti bankanna með eigin bréf hafi tryggt óeðlilegt verð á bréfunum, bjuggu til verð á þeim eða gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð bréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings annars vegar og Landsbankans hins vegar. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis er komið til áfrýjunar hjá Landsrétti en hefur ekki verið flutt fyrir dómnum. Ef gripið er niður í dóm Hæstaréttar um Kaupþing er þeim brotum sem snúa að markaðsmisnotkun í málinu lýst sem svo: „Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að brot samkvæmt I. og II. kafla ákæru voru umfangsmikil, þaulskipulögð og drýgð í samverknaði og af einbeittum ásetningi. Beindust þau í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi í heild og verður tjónið sem leiddi af þeim beint og óbeint ekki metið til fjár. Voru brotin með þeim alvarlegustu sem dæmi eru um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot.“Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun.fréttablaðið/gvaEkki óvenjulegt að menn játi ekki brot sínAðspurður hvort það hafi komið honum á óvart að starfsemi stóru viðskiptabankanna þriggja skuli hafa verið með þeim hætti sem raun ber vitni svarar Ólafur Þór játandi. „Ég held að almenningur hafi ekki haft þessa mynd af þessu og þar með talið maður sjálfur. Þannig að já, þetta kom manni frekar í opna skjöldu að þetta skyldi hafa verið svona. Það þarf líka að velta fyrir sér hvernig hugarfarið var fyrir hrunið. Menn fóru ágætlega gíraðir í sumt og það skilaði sér því miður að einhverju leyti í þessu.“ Ekki hefur verið mikið um það að menn sem saksóttir hafa verið í dómsmálum tengdum hruninu hafi játað sök fyrir dómi og man blaðamaður í raun ekki eftir neinum sakborningi sem hefur viðurkennt brot sitt. Ólafur Þór segir að þetta sé hvorki óvenjuleg staða né komi neitt sérstaklega á óvart. „Í stórum efnahagsbrotamálum er þessi staða mjög gjarnan uppi. Við erum ekki oft með játningar yfirhöfuð. Þetta var svolítið stigskipt. Fyrst þegar við vorum að byrja þá mættu menn og voru kannski svolítið meira tilbúnir til að tjá sig, vildu svona útskýra sitt mál og gáfu oft á tíðum nokkuð skýrar skýrslur. Þegar þetta spenntist upp og ég tala nú ekki um þegar fyrstu fangelsisdómarnir fóru að koma fram, þá breyttist viðhorfið, menn fóru að tjá sig minna og svona hafa meiri beyg kannski af því sem vænta mátti. Það eru í sjálfu sér kannski ekkert óeðlileg viðbrögð manna í þeirri stöðu, að sjá fram á það að missa frelsi sitt í lengri eða skemmri tíma, að reyna með einhverjum hætti að verjast því.“Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, og Ólafur Þór Hauksson, á blaðamannafundi árið 2009 þegar embætti sérstaks saksóknara hafði nýlega tekið til starfa.fréttablaðið/pjeturEðlilegt þegar hart er tekist á að misjafnar skoðanir séu hafðar á loftiAðspurður hvort honum finnist sem þeir menn sem hlotið hafi þyngstu dómana hafi sýnt einhverja iðrun segir Ólafur svolítið erfitt að fara í gegnum það. „Það er kannski hluti af þessu uppgjöri við hrunið hvernig menn hafa brugðist við og einhverra hluta vegna þá hefur þetta þróast þannig að menn hafa minna gert af því að leggja spilin á borðið. En það kann kannski svolítið að helgast af því að þeir eru í þessari stöðu að vera undir rannsókn og hugsanlega undir saksókn og á sama tíma sé þá erfitt fyrir þá að játa háttsemina með því að gangast við henni og sýna iðrun. Svo er það aftur á móti allt annað mál hvernig það kemur út í samfélaginu.“ Embætti sérstaks saksóknara hefur sætt þó nokkurri gagnrýni í gegnum árin, ekki aðeins frá sakborningum fyrir dómstólum heldur einnig frá þeim í fjölmiðlum, talsmönnum þeirra, jafnvel fjölmiðlafólki og frá fyrrverandi starfsmanni embættisins. Ólafur Þór segist alltaf leggja við eyrun þegar gagnrýni á störf embættisins hefur komið fram en segir það sé eðlilegt þegar hart sé tekist á að misjafnar skoðanir séu hafðar á lofti. Þá segist hann ekki taka gagnrýninni persónulega. „Við vitum svo sem sjálf hér hvernig við höfum hagað okkar störfum og hvernig við höfum komið fram. Við horfum svolítið meira á þetta í því ljósi að þetta sé hluti af þessari vörn sem við mætum í okkar störfum, og að það sé eðlilegt þegar hart er tekist á að það séu misjafnar skoðanir hafðar á lofti. Þú nefndir fyrrverandi starfsmann. Það hafa verið vitni dregin fram í dómsmáli með þessum formerkjum og það hefur fengið umfjöllun dóma og ekki á það fallist að öllu leyti að það sé fótur fyrir því. Þannig að maður hefur túlkað þetta svolítið með mótbyrnum sem við mætum í þessum málum. Auðvitað er það svo að þegar þungir dómar falla þá er ákveðinn hópur sem finnur fyrir ákveðnum missi við það og það er ekkert óeðlilegt að sá hópur finni til einhverrar andúðar til þeirra sem hefur átt þarna hlut að máli, sem er í þessu tilfelli við.“Ákveðið að stofna embætti sem ekki var hugsað mjög stórtÍsland er eina landið í heiminum þar sem farin var sú leið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að stofna sérstakt embætti til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda hrunsins. Eflaust er mörgum í fersku minni sú mikla reiði sem beindist að stjórnendum íslensku bankanna eftir hrunið. Spurður hvort hann telji að ákall almennings um réttlæti hafi eitthvað haft með það að gera að embætti sérstaks saksóknara var stofnað segir Ólafur Þór að strax í október 2008 hafi komið upp áform um að fara í einhvers konar rannsókn. Fyrst var talað um að gera það í formi einhvers konar hvítbókar en síðan var horfið frá því og ákveðið að stofna sérstakt embætti sem ekki var hugsað mjög stórt. „Kannski til að byrja með var hugsunin sú að kanna hvort eitthvað refsivert átti að hafa gerst þarna. Síðan verður bara ákveðin framvinda á því eftir það. Þannig að til að byrja með var ekki farið af stað með 100 manna embætti, það var farið af stað með fimm manna embætti. Þannig að ég held að framvindan á þessu svari svolítið spurningunni. Menn hafa allavega viljað kanna þetta og í ljós hafi komið að það hafi verið full ástæða til þess að fara lengra með það. Það naut þess pólitíska stuðnings að það voru settir í þetta fjármunir og hægt var að fara í þá vinnu sem unnin var,“ segir Ólafur. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur verið gagnrýninn á dóma réttarins í hrunmálum. Vísir/VilhelmTelur það hafa verið mistök að stofna embætti sérstaks saksóknaraJón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, er einn þeirra sem hefur verið afar gagnrýninn á þá dóma sem fallið hafa í hrunmálum. Hann telur að það hafi verið mistök að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið við meðferð sakamála að öll mál hljóti sambærilega meðferð og það að stofna sérstakt saksóknaraembætti til þess að fjalla um tiltekin mál af tilteknu tilefni gefur auðvitað vísbendingu um það að það eigi að veita þeim einhverja sérmeðferð, aðra meðferð en sakamál almennt hljóta. Ég er andvígur því. Ég tel að það hefði frekar átt að styrkja sterkari stoðum undir ákæruvaldið í landinu og fjölga þá mannskap heldur en að stofna sérstakt embætti,“ segir Jón Steinar. Aðspurður hvers vegna hann telji að þessi leið hafi verið farin hér, að setja á fót sérstakt embætti, segir Jón Steinar að hans skýring falli undir hugtakið lýðskrum. „Mín skýringin á þessu, hún er náttúrulega bara persónuleg skoðun mín, að hún fellur undir hugtakið lýðskrum. Að það hafi þótt einhver ástæða til þess að sýna nú þjóðinni að hér yrði tekið fast á, enda hafði hrunið náttúrulega gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir fólk, að hér væru menn ekkert að draga lappirnar í því að taka á þessu og þess vegna hafi það litið vel út að stofna sérstakt embætti til þess að hjóla í menn eftir hrunið.“ Jón Steinar segist gruna það sterklega að stjórnmálamenn sem stofnað hafi embætti sérstaks saksóknara hafi látið ákall almennings um réttlæti hafa áhrif á sig. „Það er auðvitað þannig að það urðu mjög alvarlegir atburðir hérna haustið 2008 og margir urðu fyrir miklum skaða út af því. Menn misstu atvinnu sína, skuldir hækkuðu og alls konar fjárhagslegar skuldbindingar. Og menn voru reiðir á Íslandi, eðlilega, það er ekkert óeðlilegt við það og stjórnmálamenn láta yfirleitt alltaf, flestir, stjórnast af svona vindum sem blása í samfélaginu og núna þurftu þeir að sýna það að þeir væru nú tilbúnir til þess að taka á því og draga menn til ábyrgðar fyrir þessa erfiðleika sem fólk hafði orðið fyrir. Og ég held að þetta, stofnun embættisins og síðan fleiri atburðir í kjölfarið, hafi verið af þessum toga,“ segir Jón Steinar. „Rétturinn skyldi nú sýna það að hann brygðist ekki almenningi í þessum málum“Þannig beinir Jón Steinar sjónum sínum líka að dómstólum landsins og sérstaklega Hæstarétti þar sem hann starfaði um hríð. Hann segist gruna að rétturinn hafi dæmt um og of eftir tíðarandanum og að það hafi fallið dómar sem að hans mati standast ekki lagalegar kröfur. „Ég held að það hafi kannski skapast það hugarástand hjá dóminum eftir þetta hrun og allt það og almenningur heimtaði eins konar hefnd eða að menn yrðu dregnir til ábyrgðar eins og það er orðað, þá hafi skapast það andrúmsloft að rétturinn skyldi nú sýna það að hann brygðist ekki almenningi í þessum málum. Síðan urðu til dómar sem standast ekki lagalegar kröfur að mínu mati. Ég tek það fram að ég hef ekkert við það að athuga nema síður sé að þeir sem brjóta með refsiverðum hætti gegn lögum að þeim sé refsað. Ég hins vegar geri mjög stranga kröfu til þess að þegar að það er gert þá séu uppfylltar allar kröfur sem lög gera og mannréttindasáttmálar gera um réttarstöðu sakborninga,“ segir Jón Steinar.Fékkst fyrst og fremst niðurstaða í málÓlafur Þór er ósammála þessari sýn hæstaréttarlögmannsins og segist ekki líta svo á að starf sérstaks saksóknara eða dómstóla landsins hafi svalað einhvers konar hefndarþorsta hjá þjóðinni. „Í fyrsta lagi þá koma þessir dómar í Hæstarétti nokkuð mörgum árum seinna, eftir að mesti æsingurinn hefur átt sér stað. Ef maður bara skoðar dómana sjálfa þá þykir mér þannig um hnútana búið að þeir eru mjög mikið rökstuddir. Það er lögð mikil vinna að greina málin og greina það að hvaða niðurstöðu dómurinn kemst. Það er engin fljótaskrift á því. Mér finnst það þvert á móti bera þess vott að dómurinn hafi lagst mjög gaumgæfilega yfir málið,“ segir Ólafur. Hann geti ekki lesið úr niðurstöðum dóma að hlutdrægni hafi gætt og bendir jafnframt á að fyrst til að byrja með hafi embætti sérstaks saksóknara kannski frekar fengið meira af sýknudómum heldur en hitt auk þess sem málum var vísað frá dómi. „Nei, ég myndi alls ekki taka undir það að dómstólar hafi einhvern veginn farið eftir einhverjum áhrifum eða ákalli um hefnd. Það sama má segja um starfsemi sérstaks saksóknara, við ákváðum að gera þetta allt eftir bókinni þannig að þetta myndi standast skoðun tímans þegar fram líða stundir.“En hefur þá einhvers konar réttlæti náð fram að ganga að mati Ólafs? „Ég myndi segja að það hafi fyrst og fremst fengist niðurstaða í mál. Við megum ekki gleyma því að menn hafa líka verið sýknaðir í þessum dómsmálum. Í Hæstarétti eru að minnsta kosti 11 menn sýknaðir þannig að það er ekki bara sakfellt í þessum málum. Þannig að það hefur allavega verið svarað þessari spurningu hvort að glæpur hafi verið framinn eða ekki. Í einhverjum tilfellum var það og í einhverjum tilfellum var það ekki.“ Fréttaskýringar Hrunið Tíu ár frá hruni CLN-málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00 Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30 Tíu ár frá hruni: Áróður og hjarðhugsun í Icesave-málinu Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að margvíslega lærdóma megi draga af Icesave-málinu. Umræða um málið hafi einkennst af hjarðhugsun bæði á vettvangi stjórnmála og fræðasamfélagsins. Hann segir að mikilvægasti lærdómurinn sé að treysta eigi þjóðinni fyrir stórum og erfiðum málum. 2. október 2018 09:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf
Ólafur Þór Hauksson, sem var sérstakur saksóknari frá því að embættið tók til starfa 2009 og þar til það var lagt niður í lok árs 2015, segir að umfangsmestu málin sem embættið tók til rannsóknar hafi snúið að markaðsmisnotkun í stóru viðskiptabönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni. Markaðsmisnotkunarmálin hafi í raun skýrt svo margt annað og þar á meðal ýmis lánamál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. „Þau tengdust markaðsmisnotkuninni, þannig að einhvern veginn myndaði markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi,“ segir Ólafur. Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. Var embættinu komið á fót til þess að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í starfsemi fjármálafyrirtækja. Sérstakur saksóknari tók síðan til starfa þann 1. febrúar 2009 en framlengja þurfti umsóknarfrestinn um stöðuna þar sem enginn sótti um starfið. Skrifstofur sérstaks saksóknara á Skúlagötu en þar eru skrifstofur héraðssaksóknara í dag.Vísir/Stefán Aðeins fimm starfsmenn til að byrja með Ólafur Þór sem var sýslumaður á Vesturlandi var hvattur til að sækja um starfið sem hann og gerði og var svo ráðinn. Í viðtali við Morgunblaðið sama dag og hann tók við líkti hann vikunum sem voru framundan í nýja starfinu við það að fara inn á hamfarasvæði. Aðspurður í dag hvort að um hamfarasvæði hafi verið að ræða segir að hann að það hafi verið það að sumu leyti. „Það sem var svolítið sérstakt í þessu er að þegar við byrjuðum þá er í rauninni enginn infrastrúktúr til fyrir stofnunina. Þannig að fyrstu vikurnar vorum við bara að reyna að koma þessu af stað, í gang, og síðan að leita hófanna hjá öðrum stofnunum, hvað væri í gangi þar, hvað menn væru með, og gera reka að því að þau mál sem ættu að vera undir okkur, að þau myndu berast okkur sem fyrst,“ segir Ólafur. Til að byrja með voru alls fimm starfsmenn hjá embættinu en í dag starfa um fimmtíu manns hjá héraðssaksóknara sem settur var á laggirnar þegar embætti sérstaks saksóknara var lagt niður, en Ólafur Þór er héraðssaksóknari. Hann segir að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi strax byrjað í rannsóknum en starfsemin hafi farið rólega af stað. Þá hafi alltof fáir verið við störf hjá embættinu. „Við förum í fyrstu aðgerðirnar minnir mig, í mars, í fyrstu húsleitirnar og um leið og við erum að byrja þá koma fyrstu vankantarnir í ljós. Eins og einfaldlega bara við það að við réðum illa við það að fara í þessar aðgerðir svona fámenn eins og við vorum. Við fengum aðstoð frá öðrum lögregluembættum en það var morgunljóst að við vorum alltof fá til að byrja með.“ Ólafur Þór Hauksson tók við sem sérstakur saksóknari í byrjun árs 2009. Hann gegnir nú embætti héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Átti ekki von á svo gríðarlega umfangsmiklum málum Ólafur segir að umfang verkefnisins hafi ekki komið strax í ljós. „Síðan þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út í apríl 2010 þá er margt af því sem við erum að sjá þar í samræmi við það sem við höfðum verið að sjá áður en að skýrslan kom út. Það var kannski þá að við erum að átta okkur á því hvað þetta er stórt að umfangi og hvað verkefnið gat verið verulegt. Fram að því kannski, til að byrja með, þá héldum við kannski fyrst og fremst að við værum að rekast á mál þar sem einhver hefði gripið fjármuni í óðagotinu og óreiðunni sem fylgdi hruninu sjálfu, meira svona hruntengd mál, en síðan fóru að koma fram vísbendingar um að það kynnu að leynast brot sem teygðu sig mun lengra aftar og væru töluvert öðruvísi í þræði.“ Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu mörg málin urðu á endanum og sum hver mjög umfangsmikil þá svarar Ólafur játandi. „En já, það kom mér reyndar á óvart. Ég átti ekki alveg von á því að við myndum vera í þessari aðstöðu að fá svona gríðarlega umfangsmikil mál.“ Tuttugu hrunmálum lokið með dómi Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Samkvæmt samantekt Vísis hefur tuttugu hrunmálum lokið með dómi. Í fimmtán tilfellum hefur verið sakfellt að öllu leyti eða að hluta (fjögur málanna eiga eftir að koma til kasta Landsréttar) og í tveimur málum hefur Hæstiréttur sýknað sakborninga af ákæru. Í einu máli voru sakborningar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Auk þessara átján mála eru tvö mál sem hafa farið flóknari leið, mál kennt við Sterling annars vegar og CLN hins vegar. Í Sterling-málinu var Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarmaður og forstjóri FL Group, sýknaður af ákæru um fjárdrátt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Þar var málið fellt niður vegna gífurlegra og óútskýrðra tafa, eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar, af hálfu ákæruvaldsins. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, sýknaðir af ákæru í CLN-málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað. Þar var málinu svo vísað frá í september síðastliðnum. Hreiðar Már Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Hann hefur dæmdur í samtals sjö ára fangelsi vegna brota í aðdraganda hrunsins.fréttablaðið/eyþór Hreiðar Már dæmdur til lengstu fangelsisvistarinnar Alls hafa 38 einstaklingar verið dæmdir í samtals 99 ára og tveggja mánaða fangelsi í dómsmálum tengdum hruninu, samkvæmt samantekt Vísis. Hreiðar Már er sá sem hefur verið dæmdur til lengstu fangelsisvistarinnar, eða alls sjö ára, sem er ári meira en sex ára refsiramminn í efnahagsbrotamálum sem kveðið er á um í lögum. Hreiðar Már hlaut 5 og hálfs árs langan dóm fyrir Al Thani-málið, sex mánaða langan dóm í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og árs langan fangelsisdóm fyrir Marple-málið sem er til áfrýjunar fyrir Landsrétti. Magnús Guðmundsson hefur síðan verið dæmdur í alls sex ára fangelsi. Hann hlaut þriggja ára dóm í Al Thani-málinu og 18 mánaða fangelsisdóm í Marple-málinu. Þá var hann einnig sakfelldur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en var ekki gerð frekari refsing í málinu í dómi Hæstaréttar. Sigurður Einarsson hefur hlotið dóma sem telja samtals fimm ár í fangelsi. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Al Thani-málinu og eins árs fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Þá hlaut Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Alls hafa ellefu einstaklingar verið dæmdir til samtals 35 ára langrar fangelsisvistar í dómsmálum sem tengjast Kaupþingi og starfsemi bankans fyrir hrun. Þess ber að geta að sakborningarnir fjórir í Al Thani-málinu, Hreiðar Már, Sigurður, Guðmundur og Ólafur Ólafsson, sendu inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að dómur féll í Hæstarétti þar sem þeir telja að brotið hafi verið á réttindum þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess fyrir dómstólum. Dómstóllinn krafði íslenska ríkið um svör við nokkrum spurningum vegna málsins en hann hefur ekki skilað niðurstöðu sinni í málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, bíður nú dóms Landsréttar í bæði Aurum-málinu og Stím-málinu.Vísir/Anton Brink Tvö mál tengd Glitni tvisvar fyrir héraðsdóm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur verið dæmdur í samtals sex ára fangelsi. Hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Stím-málinu í héraði en málið er nú til áfrýjunar hjá Landsrétti. Þá hlaut hann eins árs dóm í Aurum-málinu en það er einnig til áfrýjunar fyrir Landsrétti. Auk þessa var Lárus sakfellur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis en honum ekki gerð frekari refsing. Bæði Stím-málið og Aurum-málið fóru tvisvar fyrir héraðsdóm þar sem Hæstiréttur ógilti fyrri dóma í málunum sem féllu í héraði. Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, hefur einnig verið dæmdur í samtals sex ára fangelsi. Hann hlaut þriggja ára fangelsisdóm í BK-málinu svokallaða, tveggja ára dóm í Stím-málinu og eins árs dóm í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Alls hafa tíu manns verið dæmdir í samtals 28,5 ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi Glitnis fyrir hrun. Sigurjón Þ. Árnason, sem var bankastjóri í Landsbankanum, hefur hlotið alls fimm ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi bankans fyrir hrun. Sigurjón hlaut annars vegar þriggja og hálfs árs langan dóm í Ímon-málinu og síðan átján mánaða fangelsisdóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Í febrúar í fyrra fór hann þess á leit við endurupptökunefnd að báðir dómarnir yrðu teknir upp á ný. Alls hafa sex manns verið dæmdir í samtals ellefu ára fangelsi í dómsmálum sem tengjast starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Björn Þorvaldsson var saksóknari í einu umfangsmesta máli sem sérstakur saksóknari tók til rannsóknar og ákærði í, markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Hér fer hann dóm Hæstaréttar í málinu, daginn sem sá dómur féll, þann 6. október 2016.fréttablaðið/ernir „Umfangsmikil“ og „þaulskipulögð“ brot Eins og áður segir er það mat Ólafs Þórs að markaðsmisnotkunarmálin í stóru bönkunum þremur hafi verið umfangsmestu málin sem embætti sérstaks saksóknar fékkst við, bæði hvað varðar umfang rannsóknar sem og saksóknar. Um var að ræða þrjú aðskilin mál þar sem fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankanna var gefið að sök að hafa stundað markaðsmisnotkun í deild eigin viðskipta bankanna. Fólst markaðsmisnotkunin í því að deildirnar keyptu hlutabréf í bönkunum sjálfum í stórum stíl en seldu bréfin ekki í sama mæli eða með sama hætti, það er í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Í ákærum sérstaks saksóknara í öllum málunum þremur er kaupum bankanna á eigin bréfum lýst sem umfangsmiklum. Að sama skapi er því lýst að sölutilboð eða sölur í sjálfvirkum pörunarviðskiptum af hálfu eigin viðskipta bankanna hafi verið óveruleg. Voru þessir viðskiptahættir til þess fallnir að mati ákæruvaldsins að koma ýmist í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfa í bankanum. Þannig hafi verið um ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins að ræða þar sem viðskipti bankanna með eigin bréf hafi tryggt óeðlilegt verð á bréfunum, bjuggu til verð á þeim eða gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð bréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings annars vegar og Landsbankans hins vegar. Markaðsmisnotkunarmál Glitnis er komið til áfrýjunar hjá Landsrétti en hefur ekki verið flutt fyrir dómnum. Ef gripið er niður í dóm Hæstaréttar um Kaupþing er þeim brotum sem snúa að markaðsmisnotkun í málinu lýst sem svo: „Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að brot samkvæmt I. og II. kafla ákæru voru umfangsmikil, þaulskipulögð og drýgð í samverknaði og af einbeittum ásetningi. Beindust þau í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi í heild og verður tjónið sem leiddi af þeim beint og óbeint ekki metið til fjár. Voru brotin með þeim alvarlegustu sem dæmi eru um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot.“Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun.fréttablaðið/gvaEkki óvenjulegt að menn játi ekki brot sínAðspurður hvort það hafi komið honum á óvart að starfsemi stóru viðskiptabankanna þriggja skuli hafa verið með þeim hætti sem raun ber vitni svarar Ólafur Þór játandi. „Ég held að almenningur hafi ekki haft þessa mynd af þessu og þar með talið maður sjálfur. Þannig að já, þetta kom manni frekar í opna skjöldu að þetta skyldi hafa verið svona. Það þarf líka að velta fyrir sér hvernig hugarfarið var fyrir hrunið. Menn fóru ágætlega gíraðir í sumt og það skilaði sér því miður að einhverju leyti í þessu.“ Ekki hefur verið mikið um það að menn sem saksóttir hafa verið í dómsmálum tengdum hruninu hafi játað sök fyrir dómi og man blaðamaður í raun ekki eftir neinum sakborningi sem hefur viðurkennt brot sitt. Ólafur Þór segir að þetta sé hvorki óvenjuleg staða né komi neitt sérstaklega á óvart. „Í stórum efnahagsbrotamálum er þessi staða mjög gjarnan uppi. Við erum ekki oft með játningar yfirhöfuð. Þetta var svolítið stigskipt. Fyrst þegar við vorum að byrja þá mættu menn og voru kannski svolítið meira tilbúnir til að tjá sig, vildu svona útskýra sitt mál og gáfu oft á tíðum nokkuð skýrar skýrslur. Þegar þetta spenntist upp og ég tala nú ekki um þegar fyrstu fangelsisdómarnir fóru að koma fram, þá breyttist viðhorfið, menn fóru að tjá sig minna og svona hafa meiri beyg kannski af því sem vænta mátti. Það eru í sjálfu sér kannski ekkert óeðlileg viðbrögð manna í þeirri stöðu, að sjá fram á það að missa frelsi sitt í lengri eða skemmri tíma, að reyna með einhverjum hætti að verjast því.“Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, og Ólafur Þór Hauksson, á blaðamannafundi árið 2009 þegar embætti sérstaks saksóknara hafði nýlega tekið til starfa.fréttablaðið/pjeturEðlilegt þegar hart er tekist á að misjafnar skoðanir séu hafðar á loftiAðspurður hvort honum finnist sem þeir menn sem hlotið hafi þyngstu dómana hafi sýnt einhverja iðrun segir Ólafur svolítið erfitt að fara í gegnum það. „Það er kannski hluti af þessu uppgjöri við hrunið hvernig menn hafa brugðist við og einhverra hluta vegna þá hefur þetta þróast þannig að menn hafa minna gert af því að leggja spilin á borðið. En það kann kannski svolítið að helgast af því að þeir eru í þessari stöðu að vera undir rannsókn og hugsanlega undir saksókn og á sama tíma sé þá erfitt fyrir þá að játa háttsemina með því að gangast við henni og sýna iðrun. Svo er það aftur á móti allt annað mál hvernig það kemur út í samfélaginu.“ Embætti sérstaks saksóknara hefur sætt þó nokkurri gagnrýni í gegnum árin, ekki aðeins frá sakborningum fyrir dómstólum heldur einnig frá þeim í fjölmiðlum, talsmönnum þeirra, jafnvel fjölmiðlafólki og frá fyrrverandi starfsmanni embættisins. Ólafur Þór segist alltaf leggja við eyrun þegar gagnrýni á störf embættisins hefur komið fram en segir það sé eðlilegt þegar hart sé tekist á að misjafnar skoðanir séu hafðar á lofti. Þá segist hann ekki taka gagnrýninni persónulega. „Við vitum svo sem sjálf hér hvernig við höfum hagað okkar störfum og hvernig við höfum komið fram. Við horfum svolítið meira á þetta í því ljósi að þetta sé hluti af þessari vörn sem við mætum í okkar störfum, og að það sé eðlilegt þegar hart er tekist á að það séu misjafnar skoðanir hafðar á lofti. Þú nefndir fyrrverandi starfsmann. Það hafa verið vitni dregin fram í dómsmáli með þessum formerkjum og það hefur fengið umfjöllun dóma og ekki á það fallist að öllu leyti að það sé fótur fyrir því. Þannig að maður hefur túlkað þetta svolítið með mótbyrnum sem við mætum í þessum málum. Auðvitað er það svo að þegar þungir dómar falla þá er ákveðinn hópur sem finnur fyrir ákveðnum missi við það og það er ekkert óeðlilegt að sá hópur finni til einhverrar andúðar til þeirra sem hefur átt þarna hlut að máli, sem er í þessu tilfelli við.“Ákveðið að stofna embætti sem ekki var hugsað mjög stórtÍsland er eina landið í heiminum þar sem farin var sú leið í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að stofna sérstakt embætti til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda hrunsins. Eflaust er mörgum í fersku minni sú mikla reiði sem beindist að stjórnendum íslensku bankanna eftir hrunið. Spurður hvort hann telji að ákall almennings um réttlæti hafi eitthvað haft með það að gera að embætti sérstaks saksóknara var stofnað segir Ólafur Þór að strax í október 2008 hafi komið upp áform um að fara í einhvers konar rannsókn. Fyrst var talað um að gera það í formi einhvers konar hvítbókar en síðan var horfið frá því og ákveðið að stofna sérstakt embætti sem ekki var hugsað mjög stórt. „Kannski til að byrja með var hugsunin sú að kanna hvort eitthvað refsivert átti að hafa gerst þarna. Síðan verður bara ákveðin framvinda á því eftir það. Þannig að til að byrja með var ekki farið af stað með 100 manna embætti, það var farið af stað með fimm manna embætti. Þannig að ég held að framvindan á þessu svari svolítið spurningunni. Menn hafa allavega viljað kanna þetta og í ljós hafi komið að það hafi verið full ástæða til þess að fara lengra með það. Það naut þess pólitíska stuðnings að það voru settir í þetta fjármunir og hægt var að fara í þá vinnu sem unnin var,“ segir Ólafur. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur verið gagnrýninn á dóma réttarins í hrunmálum. Vísir/VilhelmTelur það hafa verið mistök að stofna embætti sérstaks saksóknaraJón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, er einn þeirra sem hefur verið afar gagnrýninn á þá dóma sem fallið hafa í hrunmálum. Hann telur að það hafi verið mistök að stofna embætti sérstaks saksóknara. „Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið við meðferð sakamála að öll mál hljóti sambærilega meðferð og það að stofna sérstakt saksóknaraembætti til þess að fjalla um tiltekin mál af tilteknu tilefni gefur auðvitað vísbendingu um það að það eigi að veita þeim einhverja sérmeðferð, aðra meðferð en sakamál almennt hljóta. Ég er andvígur því. Ég tel að það hefði frekar átt að styrkja sterkari stoðum undir ákæruvaldið í landinu og fjölga þá mannskap heldur en að stofna sérstakt embætti,“ segir Jón Steinar. Aðspurður hvers vegna hann telji að þessi leið hafi verið farin hér, að setja á fót sérstakt embætti, segir Jón Steinar að hans skýring falli undir hugtakið lýðskrum. „Mín skýringin á þessu, hún er náttúrulega bara persónuleg skoðun mín, að hún fellur undir hugtakið lýðskrum. Að það hafi þótt einhver ástæða til þess að sýna nú þjóðinni að hér yrði tekið fast á, enda hafði hrunið náttúrulega gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir fólk, að hér væru menn ekkert að draga lappirnar í því að taka á þessu og þess vegna hafi það litið vel út að stofna sérstakt embætti til þess að hjóla í menn eftir hrunið.“ Jón Steinar segist gruna það sterklega að stjórnmálamenn sem stofnað hafi embætti sérstaks saksóknara hafi látið ákall almennings um réttlæti hafa áhrif á sig. „Það er auðvitað þannig að það urðu mjög alvarlegir atburðir hérna haustið 2008 og margir urðu fyrir miklum skaða út af því. Menn misstu atvinnu sína, skuldir hækkuðu og alls konar fjárhagslegar skuldbindingar. Og menn voru reiðir á Íslandi, eðlilega, það er ekkert óeðlilegt við það og stjórnmálamenn láta yfirleitt alltaf, flestir, stjórnast af svona vindum sem blása í samfélaginu og núna þurftu þeir að sýna það að þeir væru nú tilbúnir til þess að taka á því og draga menn til ábyrgðar fyrir þessa erfiðleika sem fólk hafði orðið fyrir. Og ég held að þetta, stofnun embættisins og síðan fleiri atburðir í kjölfarið, hafi verið af þessum toga,“ segir Jón Steinar. „Rétturinn skyldi nú sýna það að hann brygðist ekki almenningi í þessum málum“Þannig beinir Jón Steinar sjónum sínum líka að dómstólum landsins og sérstaklega Hæstarétti þar sem hann starfaði um hríð. Hann segist gruna að rétturinn hafi dæmt um og of eftir tíðarandanum og að það hafi fallið dómar sem að hans mati standast ekki lagalegar kröfur. „Ég held að það hafi kannski skapast það hugarástand hjá dóminum eftir þetta hrun og allt það og almenningur heimtaði eins konar hefnd eða að menn yrðu dregnir til ábyrgðar eins og það er orðað, þá hafi skapast það andrúmsloft að rétturinn skyldi nú sýna það að hann brygðist ekki almenningi í þessum málum. Síðan urðu til dómar sem standast ekki lagalegar kröfur að mínu mati. Ég tek það fram að ég hef ekkert við það að athuga nema síður sé að þeir sem brjóta með refsiverðum hætti gegn lögum að þeim sé refsað. Ég hins vegar geri mjög stranga kröfu til þess að þegar að það er gert þá séu uppfylltar allar kröfur sem lög gera og mannréttindasáttmálar gera um réttarstöðu sakborninga,“ segir Jón Steinar.Fékkst fyrst og fremst niðurstaða í málÓlafur Þór er ósammála þessari sýn hæstaréttarlögmannsins og segist ekki líta svo á að starf sérstaks saksóknara eða dómstóla landsins hafi svalað einhvers konar hefndarþorsta hjá þjóðinni. „Í fyrsta lagi þá koma þessir dómar í Hæstarétti nokkuð mörgum árum seinna, eftir að mesti æsingurinn hefur átt sér stað. Ef maður bara skoðar dómana sjálfa þá þykir mér þannig um hnútana búið að þeir eru mjög mikið rökstuddir. Það er lögð mikil vinna að greina málin og greina það að hvaða niðurstöðu dómurinn kemst. Það er engin fljótaskrift á því. Mér finnst það þvert á móti bera þess vott að dómurinn hafi lagst mjög gaumgæfilega yfir málið,“ segir Ólafur. Hann geti ekki lesið úr niðurstöðum dóma að hlutdrægni hafi gætt og bendir jafnframt á að fyrst til að byrja með hafi embætti sérstaks saksóknara kannski frekar fengið meira af sýknudómum heldur en hitt auk þess sem málum var vísað frá dómi. „Nei, ég myndi alls ekki taka undir það að dómstólar hafi einhvern veginn farið eftir einhverjum áhrifum eða ákalli um hefnd. Það sama má segja um starfsemi sérstaks saksóknara, við ákváðum að gera þetta allt eftir bókinni þannig að þetta myndi standast skoðun tímans þegar fram líða stundir.“En hefur þá einhvers konar réttlæti náð fram að ganga að mati Ólafs? „Ég myndi segja að það hafi fyrst og fremst fengist niðurstaða í mál. Við megum ekki gleyma því að menn hafa líka verið sýknaðir í þessum dómsmálum. Í Hæstarétti eru að minnsta kosti 11 menn sýknaðir þannig að það er ekki bara sakfellt í þessum málum. Þannig að það hefur allavega verið svarað þessari spurningu hvort að glæpur hafi verið framinn eða ekki. Í einhverjum tilfellum var það og í einhverjum tilfellum var það ekki.“
Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00
Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30
Tíu ár frá hruni: Áróður og hjarðhugsun í Icesave-málinu Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að margvíslega lærdóma megi draga af Icesave-málinu. Umræða um málið hafi einkennst af hjarðhugsun bæði á vettvangi stjórnmála og fræðasamfélagsins. Hann segir að mikilvægasti lærdómurinn sé að treysta eigi þjóðinni fyrir stórum og erfiðum málum. 2. október 2018 09:30