Stúlkan sem um ræðir er rússnesk, Alena að nafni, en á Instagram-síðu hennar má sjá tvær myndir af þeim Ragnari saman. Sú fyrsta var þar birt í síðasta mánuði, en sú síðari fyrr í dag.
Hinn 32 ára Ragnar spilar með liði Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Hann var ekki í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni í dag vegna leikbanns. Ragnar hefur verið fastamaður í hjarta varnarinnar hjá íslenska karlalandsliðinu á undanförnum árum.
Ragnar þekkir vel til Rússlands. Hann spilaði með liði Krasnodar á árunum 2014 til 2016, en var seldur til enska liðsins Fulham eftir EM í Frakklandi 2016. Illa gekk fyrir hann að fóta sig hjá enska liðinu og var hann lánaður til rússneska liðsins Rubin Kazan árið 2017 áður en hann gekk til liðs við Rostov í byrjun þessa árs.
Að neðan má sjá myndir þeirra Ragnars og Alenu á Instagram.
View this post on Instagram
A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Nov 15, 2018 at 9:15am PST