Einars saga Bárðarsonar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2018 10:30 Einar Bárðarson hefur starfað með helstu poppurum þjóðarinnar. Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira