Einars saga Bárðarsonar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2018 10:30 Einar Bárðarson hefur starfað með helstu poppurum þjóðarinnar. Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Nú eru tuttugu ár síðan Einar Bárðarson hóf feril sinn sem lagasmiður, umboðsmaður og fleira sem tengist tónlist. Af því tilefni settist Kjartan Atli Kjartansson niður með Einar í þættinum Íslands í dag á Stöð 2 í gær og fóru þeir yfir það helst á þessum tuttugu árum. „Ég var alltaf í einhverjum bílskúrsböndum í fjölbrautarskóla og var alltaf að reyna fara frá því og í eitthvað alvöru,“ segir Einar. „Síðan er það þannig að ég er farinn í eitthvað nám til Bandaríkjanna og er að reyna að verða fullorðinn en bróðir minn er þá byrjaður með hljómsveitina Skítamórall og ég hafði verið að hjálpa þeim, koma þeim að spila með Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Þarna eru þeir búnir að gefa út tvær plötur og eru að fara vinna þriðju plötuna þegar bróðir minn [Addi Fannar] segir við mig að þeim vanti alvöru lag,“ segir Einar og þegar hann á við alvöru lög vildi hann útskýra fyrir áhorfendum að til að mynda hét eitt lag á fyrri plötu Skímó Aparass.Farin það fyrsta „Þeir voru samt búnir að ná lagi eins og Sælan og Stúlkan mín og farnir að heyrast í útvarpi og svona. Ég skil eftir drög af lagi og ég syngjandi lagið Farin. Þeir taka það síðan, fara með það í stúdíó og gera þetta lag, mitt fyrsta popplag sem ég sem fyrir aðra.“Einar fer yfir ferilinn.Lagið Farinn sló rækilega í gegn og hefur Einar ávallt verið þekktur fyrir það. Þarna er Einar Bárðarson 25 ára. „Svo er ég bara í Bandaríkjunum og með mjög lélega nettengingu svo ég gat lítið verið að fylgjast með öllu hér á landi. Svo kem ég heim um sumarið og þá er bara lag eftir mig það vinsælasta á Íslandi. Næsta lag eftir mig er lagið Sílikon sem er kannski ekki eitt af mínum bestu lagasmíðum en svo kom út lagið Myndir með Skítamóral sem varð mjög vinsælt. Síðan kemur lagið Birta sem vinnur forkeppnina í Eurovision og fer út til Kaupmannahafnar. Svo vita það ekki margir að lagið Spenntur með Á Móti Sól samdi Einar Bárðarson. Það var hitt lagið sem ég sendi í Eurovision en það var afþakkað.“Píanónið opnaði lagið Einar segir oft hafi lög hans hitt hljómsveitirnar á réttum stað. „Farin er lag sem breytti lífi mínu. Svo eru lög eins og lag sem ég samdi fyrir Björgvin Halldórsson, Ég sé þig. Það er svona lagið sem ég held mest upp á. Ég hef aldrei minnst á það og ætti að gera það en það var góður félagi minn Hilmar Hólmgeirsson sem svona dró mig í land með það lag. Ég hafði samið lagið á gítar en hann dró mig heim til sín og við settumst við píanóið og það svona opnaði lagið.“Það var mikill heiður fyrir Einar að starfa með Björgvini Halldórsson.Hann segir að það hafi verið skrýtið að byrja vinna með Björgvini Halldórssyni 30 ára. „Þetta var eins og að stíga inn í einhverja bíómynd. Ég vissi bara að þetta lag og Björgvin Halldórsson saman, ég þarf ekkert að pæla í því meira. Þetta er bara eins og að senda einhverjum smjör og egg og vita að maður fær til baka Naut og Bernaise.“ Í tilefni tuttugu ára starfsafmælisins heldur Einar tónleika sem nú er uppselt á og Einar ætlar sjálfur á sviðið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem rætt er við Einar.Klippa: Ísland í dag - Einars saga Bárðarsonar
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira