Sumarspá Siggu Kling – Krabbinn: Peningamálin þín reddast 1. júní 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú þarft að hafa það í huga að mótlæti gerir þig merkilegri, það er eins og þú fáir ofurkraft þegar hindranir eru fyrir framan þig, en þegar ekkert slíkt er að gerast og allt er svo auðvelt þá ertu ekki að ná þeim árangri sem þú ættir að vera að gera. Þú ert búinn að vera í töluverðu streitutímabili og það er út af öðru fólki sem hefur annaðhvort þurft á þér að halda eða bara hreinlega verið að pirra þig, þetta gæti líka tengst veikindum á sjálfum þér eða öðrum. Þú hefur svo gaman að því að takast á við vafasamar aðstæður og munt alltaf snúa þeim aðstæðum bæði þér og öðrum í hag. Það eru svo margir að reyna að ná í þig núna og langar til að hitta þig, þú mátt ekki gleyma því fólki sem elskar þig, þótt þú sért á kafi í svo mörgu heldur skaltu snúa þér að því á þessu sumri að efla tengslin þín við þá sem þú hefur ekki séð eða heyrt í í töluverðan tíma. Þú átt það til að slá heimsmet í því að tala í símann, en oftast er það við sömu manneskjurnar, ég ætla samt alls ekki að segja það við þig þú eigir að sleppa símanum, nema þá það væri undir stýri. Í sumar áttu alls ekki að stíga á neina bremsu, þú átt að leyfa þér að láta hvatvísina ráða, því að þetta tímabil sem þú ert að fara inn á gefur þér mikil ævintýri og nýja staði til að njóta. Það býr í þér svolítill skemmtikraftur og allir elska að fá þig í partý, því þú ert hrókur alls fagnaðar og heillar alla upp úr skónum. Þegar þú verður ástfanginn þá er eins og hafið sé eldgos, þú elskar af svo miklum tilfinningahita og límir þig hreinlega við þann sem er svo heppinn að fá athygli þína, en svo geturðu snögglega misst áhugann en heldur samt áfram tengingunni algjörlega andlaus. Ástin er þannig að hún er ekki tengd spennu eða að líða þannig að maður sé með eldgos innan í sér, heldur er hún að líða vel í návist makans eða kærastans og þegar þú ert kominn á það stig að geta gjörsamlega verið þú sjálfur þá er það ástin. Þetta er ástarsumar hjá þér svo leyfðu þér bara að fljóta, reyndu ekki að hafa of mikil áhrif á ástina því þetta verður svo dásamlega skemmtilegt hvort sem þú ert á lausu eða í góðu sambandi. Peningamálin þín reddast á hárréttu augnabliki, en það stressar þig mikið, því þú ert ekki alveg viss um hvernig peningamálin ganga, en það skiptir engu máli hvað þú eyðir miklu því að allt á eftir að ganga. Það er að gerast líka í kringum þig að eitthvað sem þú ert búinn að gera eða ert að fara að gera vekur athygli, svo leyfðu þér bara að vera svolítið ánægður með þig því þú ert svo sannarlega átt eftir að verða heppinn og þetta verður allra besta sumar sem þú hefur séð í mörg ár. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú þarft að hafa það í huga að mótlæti gerir þig merkilegri, það er eins og þú fáir ofurkraft þegar hindranir eru fyrir framan þig, en þegar ekkert slíkt er að gerast og allt er svo auðvelt þá ertu ekki að ná þeim árangri sem þú ættir að vera að gera. Þú ert búinn að vera í töluverðu streitutímabili og það er út af öðru fólki sem hefur annaðhvort þurft á þér að halda eða bara hreinlega verið að pirra þig, þetta gæti líka tengst veikindum á sjálfum þér eða öðrum. Þú hefur svo gaman að því að takast á við vafasamar aðstæður og munt alltaf snúa þeim aðstæðum bæði þér og öðrum í hag. Það eru svo margir að reyna að ná í þig núna og langar til að hitta þig, þú mátt ekki gleyma því fólki sem elskar þig, þótt þú sért á kafi í svo mörgu heldur skaltu snúa þér að því á þessu sumri að efla tengslin þín við þá sem þú hefur ekki séð eða heyrt í í töluverðan tíma. Þú átt það til að slá heimsmet í því að tala í símann, en oftast er það við sömu manneskjurnar, ég ætla samt alls ekki að segja það við þig þú eigir að sleppa símanum, nema þá það væri undir stýri. Í sumar áttu alls ekki að stíga á neina bremsu, þú átt að leyfa þér að láta hvatvísina ráða, því að þetta tímabil sem þú ert að fara inn á gefur þér mikil ævintýri og nýja staði til að njóta. Það býr í þér svolítill skemmtikraftur og allir elska að fá þig í partý, því þú ert hrókur alls fagnaðar og heillar alla upp úr skónum. Þegar þú verður ástfanginn þá er eins og hafið sé eldgos, þú elskar af svo miklum tilfinningahita og límir þig hreinlega við þann sem er svo heppinn að fá athygli þína, en svo geturðu snögglega misst áhugann en heldur samt áfram tengingunni algjörlega andlaus. Ástin er þannig að hún er ekki tengd spennu eða að líða þannig að maður sé með eldgos innan í sér, heldur er hún að líða vel í návist makans eða kærastans og þegar þú ert kominn á það stig að geta gjörsamlega verið þú sjálfur þá er það ástin. Þetta er ástarsumar hjá þér svo leyfðu þér bara að fljóta, reyndu ekki að hafa of mikil áhrif á ástina því þetta verður svo dásamlega skemmtilegt hvort sem þú ert á lausu eða í góðu sambandi. Peningamálin þín reddast á hárréttu augnabliki, en það stressar þig mikið, því þú ert ekki alveg viss um hvernig peningamálin ganga, en það skiptir engu máli hvað þú eyðir miklu því að allt á eftir að ganga. Það er að gerast líka í kringum þig að eitthvað sem þú ert búinn að gera eða ert að fara að gera vekur athygli, svo leyfðu þér bara að vera svolítið ánægður með þig því þú ert svo sannarlega átt eftir að verða heppinn og þetta verður allra besta sumar sem þú hefur séð í mörg ár. Knús og kossar, Sigga KlingFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira