„Mér hefur loksins tekist að þora að vera sönn sjálfri mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2018 11:30 Elín Kristjánsdóttir segir að það sé gefandi að nota eigin reynslu til að hjálpa öðrum. VÍSIR/VILHELM Elín Kristjánsdóttir er 27 ára fiðrildi, uppalin á Íslandi en með ferðabakteríu á háu stigi. Hún starfar sem túlkur og einnig við að leiðbeina fólki, meðal annars við að sigrast á sjálfsefa og ótta. Síðustu ár hefur Elín gengið í gegnum sáran missi og mikla sjálfsskoðun en hún notar nú eigin reynslu til að hjálpa öðrum að breyta lífi sínu. „Ég fór í háskólann árið 2013 og valdi nám í ensku því ég gat tekið svo mikið í fjarnámi. Ég sá tækifæri í því að ég gæti stundað nám og ferðast á sama tíma. Ég endaði á að eyða tveimur önnum í Tælandi og ferðaðist til Balí. Svo var ég eina önn í Þýskalandi, eina önn í skiptinámi í Ástralíu.“ Elín tók tvær annir hér á landi og þegar kom að því að skrifa lokaritgerðina, þá valdi hún að skrifa tvær smásögur á ensku. „Ekki skáldsögur heldur sögur byggðar á sönnum atburðum.“ Á þessum tíma hrakaði föður Elínar mikið eftir erfið veikindi. Elín framlengdi ritgerðina sína fram á sumar en réð sig líka í fulla vinnu um sumarið. „Ég skrifaði helling en hugurinn var ekki þar. Pabbi var líka svo veikur. Hann dó í lok september árið 2016 og þá setti ég ritgerðina bara á „hold“ en var samt alltaf með hana í huganum.“Úr einkasafniReið, sár og yfirgefin Elín segir að eftir missinn hafi tekið við mikið doðatímabil. „Ég er hálf-tælensk og pabbi minn var sá eini sem var íslenskur á heimilinu þannig að ég féll í það hlutverk einhvern veginn að vera „reddarinn“ en ég hef nú reyndar alltaf verið það líka. Ég hef alltaf verið fjölskyldumeðlimurinn sem þurfti að hafa hlutina á hreinu og vera brúin á milli foreldra minna. Ef það er eitthvað sem einhver skildi ekki þá þyrfti það alltaf í gegnum mig framvegis. Pabbi minn var alltaf límið sem hélt öllu saman áður en núna var ég í raun og veru límið.“ Þetta reyndist mikið álag fyrir Elínu, sem á sama tíma var að reyna að vinna úr sorginni. Elín á tvö hálfsystkini á Íslandi og tvö í Tælandi. „Mér fannst þetta svo ósanngjarnt. Ég var reið og sár og fannst ég yfirgefin. Ég upplifði mikla tómleikatilfinningu.“ Hún sagði upp vinnunni sinni og í lok nóvember 2017 en vissi samt ekki hvað hún ætlaði að gera næst.Elín skrifaði BA-ritgerð sína í Tælandi.Úr einkasafniFrítíminn fór í að syrgja „Ég hef alltaf verið með þetta reddast hugarfar en það virkaði ekki þarna. Þegar ég var búin að vinna uppsagnarfrestinn og hætti í byrjun mars 2017 fékk ég kvíðahnút í magann því mér fannst líf mitt svo óstöðugt þó að ég væri í kvöldvinnu og að túlka. Mér fannst mér vera að mistakast sem manneskja. Ég fór í tilvistarkreppu og vissi ekkert hvað ég vildi.“ Í marsmánuði leið Elínu eins og hún væri alveg týnd. Hún reif sjálfa sig niður og upplifði mikið óöryggi. „Það var svo fast í mér að ég þyrfti að vera í fastri vinnu þó svo að ég hafði það alveg fínt við það að túlka og vera í kvöldvinnu, ég sá það bara ekki og kunni ekki að meta frítímann. Frítíminn fór bara í það að syrgja.“ Jóga meira en bara æfingarnar Elín fékk sumarstarf sem flugfreyja hjá WOW air. Um haustið lék hún einnig í spennandi brimbrettaauglýsingu fyrir Pepsi. Elín tók svo þá ákvörðun að klára ritgerðina sína um veturinn en vildi gera það erlendis. „Mig hafði lengi langað til að fara í jóganám og það voru komin tvö ár síðan ég hafði farið erlendis, fyrir utan það að fljúga með WOW. Ég vildi fara í ferðalag því ég er svo mikill ferðalangur inn við beinið. En síðan er líka bara mun ódýrara að lifa úti þegar maður hefur ekki tök á því að vinna. Ég ákvað að fara í jóganám til Indlands og fara svo til Tælands og skrá mig aftur í háskólann og klára ritgerðina í Asíu, á „hinum“ heimaslóðunum mínum.“ Mánuði síðar var Elín komin út til Indlands í jóganámið, en hún segir að allir ættu eiginlega að læra jóga og fræðin í kringum jóga. „Það er svo þægilegt að það er hægt að borga alla reikninga í gegnum heimabankann svo ég gat alveg séð um allt þannig áfram fyrir mömmu þó að ég væri í Tælandi. Ég fer ekkert úr þessu hlutverki. Mamma hafði það svo gott með pabba að hún lærði aldrei þessa hluti, að borga reikninga og vera almennt sjálfbjarga í íslensku samfélagi. Hún les ekki íslensku þannig það gerir henni auðvitað erfiðara fyrir að skilja allt pappírsflóðið sem streymir inn um póstkassann.“ Elín segir að jóganámið hafi verið yndislegt og kynntist hún mörgum frábærum stelpum í náminu. „Ég er uppalin svolítið í búddisma svo jógafræðin eru ekkert langt frá því sem að heimsmyndin mín byggir á. En ég hafði stundað jóga „on and off“ síðan ég var tvítug. Það var því æðislegt að fara þarna í mánuð, stunda jóga, borða góðan mat og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Þó að maður fari í svona nám þá þarf það samt ekkert endilega að þýða að maður fari að kenna jóga. Mér finnst bara að allir ættu bara á sinni ævi að fara jóganám. Jóga er miklu meira en bara æfingarnar.“Elín eignaðist margar vinkonur í jóganáminu.Úr einkasafniHenda líkum í Ganges Á meðan dvölinni stóð fór Elín líka í göngu í Himalaya fjöllum og segir að það hafi verið mögnuð reynsla. Það voru bara Indverjar í ferðinni og ég var eini útlendingurinn. Það var ótrúlega skemmtilegt. Indlandsdvölin var mikil upplifun en Elín segir að þeir sem eru ekki vanir að ferðast um Asíu ættu að kynna sér málið vel áður en lagt er af stað í slíkt ferðalag. „Það er spurning hvort þú treystir þér í að sjá alla þessa hluti sem Indland hefur upp á að bjóða. Til dæmis hendir fólk líkum í Ganges ána, þú gætir því mætt líki í ánni. Fólk trúir því að áin hreinsi sig sjálf af því að hún er heilög.“ Eftir jógakennaranámið fór Elín til Tælands þar sem hún hélt áfram þar sem frá var horfið við skrifin á lokaverkefninu. Þar fékk hún líka heimsókn frá móður sinni. „Við dreifðum öskunni hans pabba í Tælandi, hann vildi það. Það var ótrúlega falleg athöfn og léttir að gera það.“ Með góðu skipulagi náði hún að klára ritgerðina og setti hún sér markmið fyrir hvern einasta dag. „Ég skrifaði tvær smásögur byggðar á ævisögu mömmu og pabba. Þessar tvær smásögur gerast í raun áður en ég fæðist.“ Elín fékk á endanum 9 í einkunn fyrir BA-verkefni sitt og stefnir á að vinna áfram með sögurnar, sem hún segir að hafi bæði fræðslu- og skemmtanagildi. „Ég fékk áhuga á svona bókmenntum þegar ég var að læra í Ástralíu, menningarbókmenntir sem eru sagðar frá sjónarhorni sem við þekkjum ekki. Í samtímanum og þessu fjölmenningarsamfélagi sem er alltaf að verða stærra og stærra, þá er þetta svo mikilvægt sjónarhorn.“BA-ritgerðarskil árið 2018.Úr einkasafniLærir að stjórna eigin lífi Elín byrjaði að læra að kenna Þerapíuna „Lærðu að elska þig“ áður en hún flutti erlendis, fyrst var hún sjálf í Þerapíunni en lærði svo að þjálfa aðra. Hún er nú sjálf byrjuð að leiðbeina fólki í Þerapíunni og lífsstílsþjálfun, starf sem hentar henni einstaklega vel. „Þerapían heitir Lærðu að elska þig og er samin af henni Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Þetta er sjálfseflandi þjálfun og styrking sem tekur 12 skipti. Þerapían tekur því svona níu til tólf mánuði. Í hverjum mánuði eða hverjum tíma færðu nýtt verkefni sem að eykur sjálfstraust, sjálfstyrkingu. Þú lærir að koma auga á mynstrin í lífi þínu og hvernig þú hefur áhrif á það sem er að gerast í lífi þínu. Í rauninni bara tekur stjórnina og lærir að stjórna lífi þínu.“ Þerapían byggir á ýmsum fræðum úr ýmsum áttum. Hvert verkefni tekur þrjár til fjórar vikur en sum verkefni þarf fólk bara að gera aftur og aftur. „Þetta er samofið úr mörgum kenningum,“ útskýrir Elín. „Fyrstu þrjá tímana ertu að vinna í því að móta jákvæðar hugsanir í stað fyrir neikvæðar. Upp til hópa erum við neikvæð, við erum svo fljót að finna afsakanir, tala okkur og hugmyndirnar okkar niður.“ Mikilvægt að setja skír mörk Í Þerapíunni lærir fólk í byrjun líka að nota jákvæð lýsingarorð um sig og að hrósa sjálfum sér og öðrum. Svo taka við erfið verkefni sem Elín segir að flestir, ef ekki allir, hefðu gott að því að fara í gegnum. Má þar nefna fyrirgefningu, meðvirkni, að læra að segja nei og að fylgja innsæinu. Eitt áhugavert sem Elín leiðbeinir fólki með, er varðandi það sem fer í taugarnar á manni. „Til dæmis ef það fer í taugarnar á mér að mamma mín sé alltaf að biðja mig um eitthvað þá er það bara að það fer í taugarnar á mér að ég sé alltaf að segja já við hana þegar ég vil segja nei. Maður fer því að skoða sjálfan sig. „Af hverju er þessi manneskja að fara í taugarnar á mér? Er það eitthvað sem ég er að gera sem býr til þessa pressu, er að valda þessari spennu sem er að myndast hérna?“ Af því að ef þú gefur ekkert undan og ert með mörkin þín á hreinu þá er fólk ekkert að fara í taugarnar á þér. Ef þín mörk eru skír þá kemst fólk yfirleitt ekkert það nálægt þér að það pirri þig.“ Hún segir að námskeiðið sé fyrir alla þá sem vilji læra að lifa betur, standa betur á sínu og nýta betur þá reynslu sem þeir hafa. „Á einu ári í Þerapíunni ertu eiginlega bara orðin ný manneskja.“Elín í Tælandi með móður sinni og fleiri fjölskyldumeðlimum.Úr einkasafniAlltaf verið ótrúlega hreinskilin Elín segir mikilvægt að fólk taki stjórn á sínu eigin lífi og læri að skilja sig betur. „Lífið gæti verið búið að vera erfitt fyrir þig. En maður býr að því og ræður hvað maður ætlar að gera við það. Þótt að síðustu fimm ár hafi kannski farið í vaskinn þá þýðir það ekki að næstu fimm ár þurfi að gera það líka. Þú þarft bara að taka ábyrgð á eigin lífi og þerapían kennir það.“ Mikið af fræðunum sem farið er í innan þerapíunnar hafa verið skoðuð í mörg þúsund ár. „Hvernig virkum við sem manneskjur? Hver er okkar einstaki kjarni? Hvað er það sem skiptir máli fyrir þig óháð því hvað öðrum finnst?“ Elín var að opna gullfallega heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði, fyrirlestra, námskeið og svo auðvitað líka Lærðu að elska þig Þerapíuna og lífsstílsþjálfun. Einnig býður hún upp á stakan tíma af 60 mínútna „Pepp-Spjalli.“ „Peppið virkar þannig að þú kemur til mín og segir mér frá plönunum þínum og síðan frá efasemdunum sem þú hefur við það að fylgja þessum plönum. Ég dreg fram ályktanir út frá því sem þú segir og líka út frá þeim tilfinningum sem ég skynja á bak við orðin. Oft þurfum við bara samþykki. Ef ég skynja heilindi frá þér og að þú sért sönn í þínum draumi, þá máttu alveg bóka það að ég mun peppa þig og drauminn þinn. Ég hef alltaf verið ótrúlega hreinskilin og er í eðli mínu mjög jarðbundin. Ef ég skynja að draumurinn þinn er óraunhæfur miðað við hvar þú stendur í dag þá gef ég þér ráð hvernig þú getur náð markmiðinu í smærri skrefum.“Elín útskrifast úr þerapíunni hjá Ósk.Úr einkasafniGefandi að sjá fólk losna Elín segir að það skipti sig miklu máli að geta hjálpað öðrum og nýtt eigin reynslu til þess. „Ég nota mikið dæmisögur úr eigin lífi, enda eru það sögurnar sem hreyfa mest við fólki.“ „Mér finnst ótrúlega gefandi að sjá fólk losna undan heljargreipum sem hafa kannski haldið þeim allt lífið. Það gefur mér mikið að sjá að það sem ég hef gengið í gegnum geti gefið öðrum innblástur og von um að það verði allt í lagi með það og að það geti unnið úr sínu. Sem fólk og sem manneskjur þá erum við á þessari jörð fyrir hvort annað. Ef við værum ekki hérna til að styðja hvert annað, til hvers þá? Og þó, ef við erum ekki hérna fyrir okkur sjálf og fyrir okkar eigin hamingju, fyrir hvern þá? Það er smá kúnst að finna jafnvægið þar á milli, en það er svo sannarlega hægt“. Þerapían sem og stakir tímar geta annað hvort farið fram með því að hittast eða í gegnum Skype. „Þannig er hægt að gera þetta hvar og hvenær sem er þannig að það henti báðum aðilum. Hver tími er 90 mínútur í Þerapíunni og oft er svo mikil losun að maður gleymir hvað tímanum líður.“Á Hornströndum á síðasta áriÚr einkasafniHvetja ferðamenn til að bera virðingu Elín hefur alltaf í nógu að snúast og er einnig einn af ritstjórum Gekkó.is. Síðan var fyrst opnuð þann 1. apríl 2015 sem ferðasamfélagsblogg. Elín opnaði Gekkó með Apríl vinkonu sinnu og fengu í för með sér ferðabloggara úr ýmsum áttum sem fylltu síðuna fljótt af skemmtilegum og fjölbreyttum greinum tengt ferðalögum. Í dag er Gekkó fyrst og fremst frjáls íslenskur ferðamiðill, bókunarþjónusta og upplýsingaþjónusta. „Við erum með ótrúlega skemmtilegan vinkil þar sem við erum „umhverfisvænn ferða- og menningarmiðill“. Okkur er mjög annt um umhverfis- og mannúðarmál og hvetjum ferðalanga að ferðast með góða meðvitund, og bera virðingu fyrir menningum og siðum annarra menningarheima auk þess að forðast ferðamáta sem er skaðlegur umhverfinu eða öðrum einstaklingum og/eða dýrum. Þetta er okkur hjartans mál. Þó leggjum við mesta áherslu á að vera létt og skemmtileg. Allir bloggararnir okkar eru magnaðir einstaklingar og ég hvet alla að kíkja á Gekkó og tékka á okkur.“ Svo er hún að byrja með vikulega umræðufundi sem bera heitið Aristotle‘s Cafe. Hún er komin með húsnæði fyrir þetta áhugaverða verkefni og verður fyrsti fundurinn haldinn miðvikudaginn 13. Júní í Minør Coworking á Fiskislóð 57 klukkan 20:00. „Umræðufundir Aristotle‘s Cafe virka þannig að einn stýrir umræðunni og er valið nýtt umræðuefni á hverjum fundi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og áhugavert fyrir þá sem vilja vera virkir heimsborgarar. Fundirnir henta þeim sem hafa áhuga á að efla menningarlæsið sitt, kynnast nýjum sjónarhornum, hitta nýtt fólk, tjá hugmyndir sínar og hlusta á hugmyndir annarra. Við ætlum að prófa þetta hjá Minør Coworking í allavegana fjögur skipti og sjá hvernig þetta þróast. Það kostar ekkert á koma og tjá sig og hlusta á aðra í Aristotle‘s Café og fólk hvatt eindregið til að láta sjá sig. Það eru eingöngu 15 sæti laus í hvert skipti og því mikilvægt að fólk skrái sig á Google Forms skráningarblaðið sem er hengt í lýsingunni í viðburðinum á Facebook.“Elín er orðin sátt fyrir að vera ekki með föst mánaðarlaun. Vísir/VilhelmOrðin sátt við að lífið sé ekki í föstum skorðum Elín hefur enn mikla ábyrgð innan fjölskyldu sinnar en er mun sáttari við það hlutverk núna en fyrir einu og hálfu ári síðan. „Ég þurfti bara aðeins að móta mig í þessu hlutverki og setja mörk.“ Þar sem Elín starfar einnig sem túlkur þá gerðist það oft að móðir hennar fékk hana til að fara með sér til læknis, í bankann og á fleiri staði. „Það er svo þægilegt að hafa mig með, til öryggis. Hún gerir það minna og minna núna, hún getur þetta nefnilega alveg sjálf.“ Elín segir að það hafi tekið tíma fyrir sig að læra að segja stundum nei við fólk. „Ábyrgðin liggur alltaf hjá manni sjálfum. Þú getur ekki verið að pirra þig ef þú segir alltaf já þegar þú vilt segja nei. Ef maður er samkvæmur sjálfum sér og setur mörk, þá líður öllum miklu betur. Það er rosalega mikið ferðalag sem ég er búin að taka á mig og margar lífslexíur sem ég er búin að fá,“ segir Elín og hlær. Hún er komin á þann stað núna að hún er sátt við að hafa ekki allt lífið í föstum skorðum og engin vika er alveg eins. „Ég var lengi að sætta mig við það að ég er manneskja sem vill gera margt. Ég á erfitt með að velja mér eitthvað eitt. Núna er ég hægt og rólega að færa mig yfir í að ég ætla bara að vera verktaki og vera frjáls þar sem mér hefur loksins tekist að þora að vera sönn sjálfri mér.“ Viðtal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Elín Kristjánsdóttir er 27 ára fiðrildi, uppalin á Íslandi en með ferðabakteríu á háu stigi. Hún starfar sem túlkur og einnig við að leiðbeina fólki, meðal annars við að sigrast á sjálfsefa og ótta. Síðustu ár hefur Elín gengið í gegnum sáran missi og mikla sjálfsskoðun en hún notar nú eigin reynslu til að hjálpa öðrum að breyta lífi sínu. „Ég fór í háskólann árið 2013 og valdi nám í ensku því ég gat tekið svo mikið í fjarnámi. Ég sá tækifæri í því að ég gæti stundað nám og ferðast á sama tíma. Ég endaði á að eyða tveimur önnum í Tælandi og ferðaðist til Balí. Svo var ég eina önn í Þýskalandi, eina önn í skiptinámi í Ástralíu.“ Elín tók tvær annir hér á landi og þegar kom að því að skrifa lokaritgerðina, þá valdi hún að skrifa tvær smásögur á ensku. „Ekki skáldsögur heldur sögur byggðar á sönnum atburðum.“ Á þessum tíma hrakaði föður Elínar mikið eftir erfið veikindi. Elín framlengdi ritgerðina sína fram á sumar en réð sig líka í fulla vinnu um sumarið. „Ég skrifaði helling en hugurinn var ekki þar. Pabbi var líka svo veikur. Hann dó í lok september árið 2016 og þá setti ég ritgerðina bara á „hold“ en var samt alltaf með hana í huganum.“Úr einkasafniReið, sár og yfirgefin Elín segir að eftir missinn hafi tekið við mikið doðatímabil. „Ég er hálf-tælensk og pabbi minn var sá eini sem var íslenskur á heimilinu þannig að ég féll í það hlutverk einhvern veginn að vera „reddarinn“ en ég hef nú reyndar alltaf verið það líka. Ég hef alltaf verið fjölskyldumeðlimurinn sem þurfti að hafa hlutina á hreinu og vera brúin á milli foreldra minna. Ef það er eitthvað sem einhver skildi ekki þá þyrfti það alltaf í gegnum mig framvegis. Pabbi minn var alltaf límið sem hélt öllu saman áður en núna var ég í raun og veru límið.“ Þetta reyndist mikið álag fyrir Elínu, sem á sama tíma var að reyna að vinna úr sorginni. Elín á tvö hálfsystkini á Íslandi og tvö í Tælandi. „Mér fannst þetta svo ósanngjarnt. Ég var reið og sár og fannst ég yfirgefin. Ég upplifði mikla tómleikatilfinningu.“ Hún sagði upp vinnunni sinni og í lok nóvember 2017 en vissi samt ekki hvað hún ætlaði að gera næst.Elín skrifaði BA-ritgerð sína í Tælandi.Úr einkasafniFrítíminn fór í að syrgja „Ég hef alltaf verið með þetta reddast hugarfar en það virkaði ekki þarna. Þegar ég var búin að vinna uppsagnarfrestinn og hætti í byrjun mars 2017 fékk ég kvíðahnút í magann því mér fannst líf mitt svo óstöðugt þó að ég væri í kvöldvinnu og að túlka. Mér fannst mér vera að mistakast sem manneskja. Ég fór í tilvistarkreppu og vissi ekkert hvað ég vildi.“ Í marsmánuði leið Elínu eins og hún væri alveg týnd. Hún reif sjálfa sig niður og upplifði mikið óöryggi. „Það var svo fast í mér að ég þyrfti að vera í fastri vinnu þó svo að ég hafði það alveg fínt við það að túlka og vera í kvöldvinnu, ég sá það bara ekki og kunni ekki að meta frítímann. Frítíminn fór bara í það að syrgja.“ Jóga meira en bara æfingarnar Elín fékk sumarstarf sem flugfreyja hjá WOW air. Um haustið lék hún einnig í spennandi brimbrettaauglýsingu fyrir Pepsi. Elín tók svo þá ákvörðun að klára ritgerðina sína um veturinn en vildi gera það erlendis. „Mig hafði lengi langað til að fara í jóganám og það voru komin tvö ár síðan ég hafði farið erlendis, fyrir utan það að fljúga með WOW. Ég vildi fara í ferðalag því ég er svo mikill ferðalangur inn við beinið. En síðan er líka bara mun ódýrara að lifa úti þegar maður hefur ekki tök á því að vinna. Ég ákvað að fara í jóganám til Indlands og fara svo til Tælands og skrá mig aftur í háskólann og klára ritgerðina í Asíu, á „hinum“ heimaslóðunum mínum.“ Mánuði síðar var Elín komin út til Indlands í jóganámið, en hún segir að allir ættu eiginlega að læra jóga og fræðin í kringum jóga. „Það er svo þægilegt að það er hægt að borga alla reikninga í gegnum heimabankann svo ég gat alveg séð um allt þannig áfram fyrir mömmu þó að ég væri í Tælandi. Ég fer ekkert úr þessu hlutverki. Mamma hafði það svo gott með pabba að hún lærði aldrei þessa hluti, að borga reikninga og vera almennt sjálfbjarga í íslensku samfélagi. Hún les ekki íslensku þannig það gerir henni auðvitað erfiðara fyrir að skilja allt pappírsflóðið sem streymir inn um póstkassann.“ Elín segir að jóganámið hafi verið yndislegt og kynntist hún mörgum frábærum stelpum í náminu. „Ég er uppalin svolítið í búddisma svo jógafræðin eru ekkert langt frá því sem að heimsmyndin mín byggir á. En ég hafði stundað jóga „on and off“ síðan ég var tvítug. Það var því æðislegt að fara þarna í mánuð, stunda jóga, borða góðan mat og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Þó að maður fari í svona nám þá þarf það samt ekkert endilega að þýða að maður fari að kenna jóga. Mér finnst bara að allir ættu bara á sinni ævi að fara jóganám. Jóga er miklu meira en bara æfingarnar.“Elín eignaðist margar vinkonur í jóganáminu.Úr einkasafniHenda líkum í Ganges Á meðan dvölinni stóð fór Elín líka í göngu í Himalaya fjöllum og segir að það hafi verið mögnuð reynsla. Það voru bara Indverjar í ferðinni og ég var eini útlendingurinn. Það var ótrúlega skemmtilegt. Indlandsdvölin var mikil upplifun en Elín segir að þeir sem eru ekki vanir að ferðast um Asíu ættu að kynna sér málið vel áður en lagt er af stað í slíkt ferðalag. „Það er spurning hvort þú treystir þér í að sjá alla þessa hluti sem Indland hefur upp á að bjóða. Til dæmis hendir fólk líkum í Ganges ána, þú gætir því mætt líki í ánni. Fólk trúir því að áin hreinsi sig sjálf af því að hún er heilög.“ Eftir jógakennaranámið fór Elín til Tælands þar sem hún hélt áfram þar sem frá var horfið við skrifin á lokaverkefninu. Þar fékk hún líka heimsókn frá móður sinni. „Við dreifðum öskunni hans pabba í Tælandi, hann vildi það. Það var ótrúlega falleg athöfn og léttir að gera það.“ Með góðu skipulagi náði hún að klára ritgerðina og setti hún sér markmið fyrir hvern einasta dag. „Ég skrifaði tvær smásögur byggðar á ævisögu mömmu og pabba. Þessar tvær smásögur gerast í raun áður en ég fæðist.“ Elín fékk á endanum 9 í einkunn fyrir BA-verkefni sitt og stefnir á að vinna áfram með sögurnar, sem hún segir að hafi bæði fræðslu- og skemmtanagildi. „Ég fékk áhuga á svona bókmenntum þegar ég var að læra í Ástralíu, menningarbókmenntir sem eru sagðar frá sjónarhorni sem við þekkjum ekki. Í samtímanum og þessu fjölmenningarsamfélagi sem er alltaf að verða stærra og stærra, þá er þetta svo mikilvægt sjónarhorn.“BA-ritgerðarskil árið 2018.Úr einkasafniLærir að stjórna eigin lífi Elín byrjaði að læra að kenna Þerapíuna „Lærðu að elska þig“ áður en hún flutti erlendis, fyrst var hún sjálf í Þerapíunni en lærði svo að þjálfa aðra. Hún er nú sjálf byrjuð að leiðbeina fólki í Þerapíunni og lífsstílsþjálfun, starf sem hentar henni einstaklega vel. „Þerapían heitir Lærðu að elska þig og er samin af henni Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Þetta er sjálfseflandi þjálfun og styrking sem tekur 12 skipti. Þerapían tekur því svona níu til tólf mánuði. Í hverjum mánuði eða hverjum tíma færðu nýtt verkefni sem að eykur sjálfstraust, sjálfstyrkingu. Þú lærir að koma auga á mynstrin í lífi þínu og hvernig þú hefur áhrif á það sem er að gerast í lífi þínu. Í rauninni bara tekur stjórnina og lærir að stjórna lífi þínu.“ Þerapían byggir á ýmsum fræðum úr ýmsum áttum. Hvert verkefni tekur þrjár til fjórar vikur en sum verkefni þarf fólk bara að gera aftur og aftur. „Þetta er samofið úr mörgum kenningum,“ útskýrir Elín. „Fyrstu þrjá tímana ertu að vinna í því að móta jákvæðar hugsanir í stað fyrir neikvæðar. Upp til hópa erum við neikvæð, við erum svo fljót að finna afsakanir, tala okkur og hugmyndirnar okkar niður.“ Mikilvægt að setja skír mörk Í Þerapíunni lærir fólk í byrjun líka að nota jákvæð lýsingarorð um sig og að hrósa sjálfum sér og öðrum. Svo taka við erfið verkefni sem Elín segir að flestir, ef ekki allir, hefðu gott að því að fara í gegnum. Má þar nefna fyrirgefningu, meðvirkni, að læra að segja nei og að fylgja innsæinu. Eitt áhugavert sem Elín leiðbeinir fólki með, er varðandi það sem fer í taugarnar á manni. „Til dæmis ef það fer í taugarnar á mér að mamma mín sé alltaf að biðja mig um eitthvað þá er það bara að það fer í taugarnar á mér að ég sé alltaf að segja já við hana þegar ég vil segja nei. Maður fer því að skoða sjálfan sig. „Af hverju er þessi manneskja að fara í taugarnar á mér? Er það eitthvað sem ég er að gera sem býr til þessa pressu, er að valda þessari spennu sem er að myndast hérna?“ Af því að ef þú gefur ekkert undan og ert með mörkin þín á hreinu þá er fólk ekkert að fara í taugarnar á þér. Ef þín mörk eru skír þá kemst fólk yfirleitt ekkert það nálægt þér að það pirri þig.“ Hún segir að námskeiðið sé fyrir alla þá sem vilji læra að lifa betur, standa betur á sínu og nýta betur þá reynslu sem þeir hafa. „Á einu ári í Þerapíunni ertu eiginlega bara orðin ný manneskja.“Elín í Tælandi með móður sinni og fleiri fjölskyldumeðlimum.Úr einkasafniAlltaf verið ótrúlega hreinskilin Elín segir mikilvægt að fólk taki stjórn á sínu eigin lífi og læri að skilja sig betur. „Lífið gæti verið búið að vera erfitt fyrir þig. En maður býr að því og ræður hvað maður ætlar að gera við það. Þótt að síðustu fimm ár hafi kannski farið í vaskinn þá þýðir það ekki að næstu fimm ár þurfi að gera það líka. Þú þarft bara að taka ábyrgð á eigin lífi og þerapían kennir það.“ Mikið af fræðunum sem farið er í innan þerapíunnar hafa verið skoðuð í mörg þúsund ár. „Hvernig virkum við sem manneskjur? Hver er okkar einstaki kjarni? Hvað er það sem skiptir máli fyrir þig óháð því hvað öðrum finnst?“ Elín var að opna gullfallega heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði, fyrirlestra, námskeið og svo auðvitað líka Lærðu að elska þig Þerapíuna og lífsstílsþjálfun. Einnig býður hún upp á stakan tíma af 60 mínútna „Pepp-Spjalli.“ „Peppið virkar þannig að þú kemur til mín og segir mér frá plönunum þínum og síðan frá efasemdunum sem þú hefur við það að fylgja þessum plönum. Ég dreg fram ályktanir út frá því sem þú segir og líka út frá þeim tilfinningum sem ég skynja á bak við orðin. Oft þurfum við bara samþykki. Ef ég skynja heilindi frá þér og að þú sért sönn í þínum draumi, þá máttu alveg bóka það að ég mun peppa þig og drauminn þinn. Ég hef alltaf verið ótrúlega hreinskilin og er í eðli mínu mjög jarðbundin. Ef ég skynja að draumurinn þinn er óraunhæfur miðað við hvar þú stendur í dag þá gef ég þér ráð hvernig þú getur náð markmiðinu í smærri skrefum.“Elín útskrifast úr þerapíunni hjá Ósk.Úr einkasafniGefandi að sjá fólk losna Elín segir að það skipti sig miklu máli að geta hjálpað öðrum og nýtt eigin reynslu til þess. „Ég nota mikið dæmisögur úr eigin lífi, enda eru það sögurnar sem hreyfa mest við fólki.“ „Mér finnst ótrúlega gefandi að sjá fólk losna undan heljargreipum sem hafa kannski haldið þeim allt lífið. Það gefur mér mikið að sjá að það sem ég hef gengið í gegnum geti gefið öðrum innblástur og von um að það verði allt í lagi með það og að það geti unnið úr sínu. Sem fólk og sem manneskjur þá erum við á þessari jörð fyrir hvort annað. Ef við værum ekki hérna til að styðja hvert annað, til hvers þá? Og þó, ef við erum ekki hérna fyrir okkur sjálf og fyrir okkar eigin hamingju, fyrir hvern þá? Það er smá kúnst að finna jafnvægið þar á milli, en það er svo sannarlega hægt“. Þerapían sem og stakir tímar geta annað hvort farið fram með því að hittast eða í gegnum Skype. „Þannig er hægt að gera þetta hvar og hvenær sem er þannig að það henti báðum aðilum. Hver tími er 90 mínútur í Þerapíunni og oft er svo mikil losun að maður gleymir hvað tímanum líður.“Á Hornströndum á síðasta áriÚr einkasafniHvetja ferðamenn til að bera virðingu Elín hefur alltaf í nógu að snúast og er einnig einn af ritstjórum Gekkó.is. Síðan var fyrst opnuð þann 1. apríl 2015 sem ferðasamfélagsblogg. Elín opnaði Gekkó með Apríl vinkonu sinnu og fengu í för með sér ferðabloggara úr ýmsum áttum sem fylltu síðuna fljótt af skemmtilegum og fjölbreyttum greinum tengt ferðalögum. Í dag er Gekkó fyrst og fremst frjáls íslenskur ferðamiðill, bókunarþjónusta og upplýsingaþjónusta. „Við erum með ótrúlega skemmtilegan vinkil þar sem við erum „umhverfisvænn ferða- og menningarmiðill“. Okkur er mjög annt um umhverfis- og mannúðarmál og hvetjum ferðalanga að ferðast með góða meðvitund, og bera virðingu fyrir menningum og siðum annarra menningarheima auk þess að forðast ferðamáta sem er skaðlegur umhverfinu eða öðrum einstaklingum og/eða dýrum. Þetta er okkur hjartans mál. Þó leggjum við mesta áherslu á að vera létt og skemmtileg. Allir bloggararnir okkar eru magnaðir einstaklingar og ég hvet alla að kíkja á Gekkó og tékka á okkur.“ Svo er hún að byrja með vikulega umræðufundi sem bera heitið Aristotle‘s Cafe. Hún er komin með húsnæði fyrir þetta áhugaverða verkefni og verður fyrsti fundurinn haldinn miðvikudaginn 13. Júní í Minør Coworking á Fiskislóð 57 klukkan 20:00. „Umræðufundir Aristotle‘s Cafe virka þannig að einn stýrir umræðunni og er valið nýtt umræðuefni á hverjum fundi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og áhugavert fyrir þá sem vilja vera virkir heimsborgarar. Fundirnir henta þeim sem hafa áhuga á að efla menningarlæsið sitt, kynnast nýjum sjónarhornum, hitta nýtt fólk, tjá hugmyndir sínar og hlusta á hugmyndir annarra. Við ætlum að prófa þetta hjá Minør Coworking í allavegana fjögur skipti og sjá hvernig þetta þróast. Það kostar ekkert á koma og tjá sig og hlusta á aðra í Aristotle‘s Café og fólk hvatt eindregið til að láta sjá sig. Það eru eingöngu 15 sæti laus í hvert skipti og því mikilvægt að fólk skrái sig á Google Forms skráningarblaðið sem er hengt í lýsingunni í viðburðinum á Facebook.“Elín er orðin sátt fyrir að vera ekki með föst mánaðarlaun. Vísir/VilhelmOrðin sátt við að lífið sé ekki í föstum skorðum Elín hefur enn mikla ábyrgð innan fjölskyldu sinnar en er mun sáttari við það hlutverk núna en fyrir einu og hálfu ári síðan. „Ég þurfti bara aðeins að móta mig í þessu hlutverki og setja mörk.“ Þar sem Elín starfar einnig sem túlkur þá gerðist það oft að móðir hennar fékk hana til að fara með sér til læknis, í bankann og á fleiri staði. „Það er svo þægilegt að hafa mig með, til öryggis. Hún gerir það minna og minna núna, hún getur þetta nefnilega alveg sjálf.“ Elín segir að það hafi tekið tíma fyrir sig að læra að segja stundum nei við fólk. „Ábyrgðin liggur alltaf hjá manni sjálfum. Þú getur ekki verið að pirra þig ef þú segir alltaf já þegar þú vilt segja nei. Ef maður er samkvæmur sjálfum sér og setur mörk, þá líður öllum miklu betur. Það er rosalega mikið ferðalag sem ég er búin að taka á mig og margar lífslexíur sem ég er búin að fá,“ segir Elín og hlær. Hún er komin á þann stað núna að hún er sátt við að hafa ekki allt lífið í föstum skorðum og engin vika er alveg eins. „Ég var lengi að sætta mig við það að ég er manneskja sem vill gera margt. Ég á erfitt með að velja mér eitthvað eitt. Núna er ég hægt og rólega að færa mig yfir í að ég ætla bara að vera verktaki og vera frjáls þar sem mér hefur loksins tekist að þora að vera sönn sjálfri mér.“
Viðtal Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira