Pallbíll Tesla stærri en Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 14:15 Þessi mynd er aðeins ágiskun um hvernig nýr pallbíll frá Tesla gæti litið út. Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent
Elon Musk forstjóri og stærsti eigandi rafbílaframleiðandans Tesla segir að næsti framleiðslubíll á eftir Model Y jepplingnum verði pallbíllinn Model U. Hann á sannarlega ekki að verða nein písl því fullyrt er að hann verði stærri en söluhæsti bíll Bandaríkjanna síðustu áratugi, Ford F-150. Model Y á að koma árið 2019 og því má allt eins búast við að Model U pallbíllinn sjái ekki dagsljósið fyrr en árið 2021. Bandaríkjamenn er einkar hungraðir í pallbíla um þessar mundir og bara Ford F-150 pallbíllinn seldist í 820.799 eintökum í fyrra. Það er því ekki skrítið að Elon Musk hafi hug á því að bíta aðeins í þá stóru köku. Miðað við hversu illa gengur að framleiða allra nýjustu bílgerðina Tesla Model 3 gæti orðið biðin langa eftir pallbíl frá Tesla.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent