Líklegt að Ford hætti framleiðslu Mondeo Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 09:18 Ford Mondeo árgerð 2017. Ólíklegt er að Ford Mondeo verði á meðal framleiðslubíla Ford árið 2020, að minnsta kosti er harla ólíklegt að hann verði í boði í Bandaríkjunum þá. Ford hefur tekið ákvörðun um það að framleiðslu hans verði hætt í Mexíkó, en þar eru þeir Mondeo bílar framleiddir sem seldir eru í Bandaríkjunum, reyndar undir nafninu Fusion. Mondeo er einnig framleiddur fyrir Evrópumarkað í Valencia á Spáni og einnig hefur verið tekin ákvörðun um að hætta framleiðslunni þar. Mondeo er líka framleiddur í Kína og verður líklega í boði þar lengur, en engir Mondeo bílar verða fluttir frá Kína til Bandaríkjanna eða Evrópu. Ford hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um dauða Mondeo, en þessar ákvarðanir um að hætta framleiðslunni í Mexíkó og Spáni benda til þess að dagar Mondeo séu brétt taldir. Forstjóri Ford, Jim Hackett, segir að Ford hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um tilvist Mondeo en að þessar ákvarðanir bendi til þess að bíllinn eigi ekki langa framtíð framundan. Sala Mondeo í Bandaríkjunum hefur hríðfallið á síðustu árum og í nóvember síðastliðnum minnkaði sala hans á milli ára um 22%. Mondeo hefur lengi verið langt á eftir Toyota Camry og Honda Accord í sölu vestanhafs, en þessir tveir japönsku bílar hafa verið ráðandi í sölu í þessum stærðarflokki. Á undaförnum árum hefur sala jepplinga og jeppa í Bandaríkjunum, og reyndar víðar, tekið mikið af sölu bíla í þeim stærðarflokki sem Mondeo er í og sífellt minnkun sölu hefur verið í sölu bíla allra framleiðenda í þessum flokki. Því má búast við að fleiri bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum í þessum stærðarflokki á næstu árum, en á móti muni jeppum og jepplingum fjölga mjög. Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent
Ólíklegt er að Ford Mondeo verði á meðal framleiðslubíla Ford árið 2020, að minnsta kosti er harla ólíklegt að hann verði í boði í Bandaríkjunum þá. Ford hefur tekið ákvörðun um það að framleiðslu hans verði hætt í Mexíkó, en þar eru þeir Mondeo bílar framleiddir sem seldir eru í Bandaríkjunum, reyndar undir nafninu Fusion. Mondeo er einnig framleiddur fyrir Evrópumarkað í Valencia á Spáni og einnig hefur verið tekin ákvörðun um að hætta framleiðslunni þar. Mondeo er líka framleiddur í Kína og verður líklega í boði þar lengur, en engir Mondeo bílar verða fluttir frá Kína til Bandaríkjanna eða Evrópu. Ford hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um dauða Mondeo, en þessar ákvarðanir um að hætta framleiðslunni í Mexíkó og Spáni benda til þess að dagar Mondeo séu brétt taldir. Forstjóri Ford, Jim Hackett, segir að Ford hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um tilvist Mondeo en að þessar ákvarðanir bendi til þess að bíllinn eigi ekki langa framtíð framundan. Sala Mondeo í Bandaríkjunum hefur hríðfallið á síðustu árum og í nóvember síðastliðnum minnkaði sala hans á milli ára um 22%. Mondeo hefur lengi verið langt á eftir Toyota Camry og Honda Accord í sölu vestanhafs, en þessir tveir japönsku bílar hafa verið ráðandi í sölu í þessum stærðarflokki. Á undaförnum árum hefur sala jepplinga og jeppa í Bandaríkjunum, og reyndar víðar, tekið mikið af sölu bíla í þeim stærðarflokki sem Mondeo er í og sífellt minnkun sölu hefur verið í sölu bíla allra framleiðenda í þessum flokki. Því má búast við að fleiri bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum í þessum stærðarflokki á næstu árum, en á móti muni jeppum og jepplingum fjölga mjög.
Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent