Ofsóttir guðsmenn Óttar Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Biskup Íslands tjáði sig á liðnu ári um ýmis brýn samfélagsmál. Henni fannst t.d. af og frá að stolin gögn væru notuð til að afhjúpa hneykslismál. Einnig krafðist hún með réttu kauphækkunar og afturvirkrar leiðréttingar á launum sínum. Þá sagði biskup að embættisbústaður við Bergstaðastræti væri kvöð fremur en hlunnindi enda þyrfti hún að greiða 80 þúsund kall í leigu á mánuði. Þetta ásamt fleiru varð tilefni upphlaupa og neikvæðra yfirlýsinga á samfélagsmiðlum. Margir gengu úr Þjóðkirkjunni og hvöttu aðra til úrsagnar vegna einhverra ummæla biskups. Þessi gauragangur í kommentakerfinu varð til þess að ýmsir valinkunnir sóma- og gáfumenn/konur risu upp biskupi til varnar og sögðu hana lagða í einelti af þjóð sinni. Hafa ber í huga að þetta er ekki einsdæmi. Íslendingar hafa ofsótt sína ágætustu guðsmenn um aldir. Guðmundur góði Arason var hundeltur um allt land af hrokafullum höfðingjum og alls konar skríl sem réðist að honum með grjótkasti og fúkyrðum. Svo rammt kvað að einelti gagnvart Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskup að honum var að lokum drekkt í Brúará. Jón Arason var hálshöggvinn af undirmálsmönnum í grófu eineltismáli. Jón Vídalín var ofsóttur af veraldlegum höfðingjum og lítilsigldum alþýðumönnum. Þessir ofsóttu biskupar risu þó til hæstu hæða. Guðmundur Arason er enn í dag þjóðardýrlingur landsmanna og fjölmargir trúa á Jón Arason og helgi hans. Húslestrarpostilla Vídalíns var í hávegum höfð um aldir. Frú Agnes þarf því ekki að örvinglast yfir bullinu á samfélagsmiðlunum. Hún getur borið höfuðið hátt. Eftir 2-300 ár verður hún tekin í helgra manna og kvenna tölu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun
Biskup Íslands tjáði sig á liðnu ári um ýmis brýn samfélagsmál. Henni fannst t.d. af og frá að stolin gögn væru notuð til að afhjúpa hneykslismál. Einnig krafðist hún með réttu kauphækkunar og afturvirkrar leiðréttingar á launum sínum. Þá sagði biskup að embættisbústaður við Bergstaðastræti væri kvöð fremur en hlunnindi enda þyrfti hún að greiða 80 þúsund kall í leigu á mánuði. Þetta ásamt fleiru varð tilefni upphlaupa og neikvæðra yfirlýsinga á samfélagsmiðlum. Margir gengu úr Þjóðkirkjunni og hvöttu aðra til úrsagnar vegna einhverra ummæla biskups. Þessi gauragangur í kommentakerfinu varð til þess að ýmsir valinkunnir sóma- og gáfumenn/konur risu upp biskupi til varnar og sögðu hana lagða í einelti af þjóð sinni. Hafa ber í huga að þetta er ekki einsdæmi. Íslendingar hafa ofsótt sína ágætustu guðsmenn um aldir. Guðmundur góði Arason var hundeltur um allt land af hrokafullum höfðingjum og alls konar skríl sem réðist að honum með grjótkasti og fúkyrðum. Svo rammt kvað að einelti gagnvart Jóni Gerrekssyni Skálholtsbiskup að honum var að lokum drekkt í Brúará. Jón Arason var hálshöggvinn af undirmálsmönnum í grófu eineltismáli. Jón Vídalín var ofsóttur af veraldlegum höfðingjum og lítilsigldum alþýðumönnum. Þessir ofsóttu biskupar risu þó til hæstu hæða. Guðmundur Arason er enn í dag þjóðardýrlingur landsmanna og fjölmargir trúa á Jón Arason og helgi hans. Húslestrarpostilla Vídalíns var í hávegum höfð um aldir. Frú Agnes þarf því ekki að örvinglast yfir bullinu á samfélagsmiðlunum. Hún getur borið höfuðið hátt. Eftir 2-300 ár verður hún tekin í helgra manna og kvenna tölu. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun