Nýársspá Siggu Kling - Ljónið: Ert að fara inn í nýtt upphaf 5. janúar 2018 09:00 Elsku Ljónið mitt, eins og þú ert mikið hjarðdýr og þú elskar fólk, þá er sjálfstæði það sem þú átt að hugsa um og er það mikilvægasta sem þú hefur. Ef þú ert ekki dásamlega ánægt með þig þá dregurðu þig í hlé, slekkur á Facebook, dregur þig inn í skel og reynir að vera eins ósýnilegt og þú getur. Samt elskarðu að baða þig í sviðsljósinu en neitar því statt og stöðugt ef þú ert spurt. Þú hefur dásamlegan stíl og hann er mjög persónulegur, en þú tekur álit annarra of nærri þér og getur látið eina neikvæða setningu frá manneskju sem skiptir þig engu máli rífa þig niður í marga daga. Á þessu ári ertu að fara inn í nýtt upphaf, það færist nær þér með hverjum mánuðinum og sýnir sig sérstaklega þegar þú átt afmæli. Margt gerist að sjálfsögðu sem þér þykir miður en til þess að verði breytingar þarftu að fara nýjan veg og það er ekki alltaf auðvelt en gefur þér dásamlega útkomu. Þú verður upp á þitt besta á þessu ári bæði í útliti og framkomu. Þú sýnir svo sannarlega þínar bestu hliðar þegar haustið gengur í garð og meðal annars geturðu nælt þér í betri vinnu, farið í betri skóla og sannað fyrir vinum þínum og fjölskyldu að þú sért traustsins vert að öllu leyti. Þú hefur átt það til að loka á vandamálin þín, hreinlega valið að sjá þau ekki, en núna á þessu ári horfir þú svo sannarlega beint í spegilinn og sérð hverju þú þarft að breyta og tekst á við vandamálin í stað þess að setja þau ofan í skúffu og gera ekkert í þeim. Ég veit að þú ert Ljón, en innst inni ertu bara kettlingur; þú getur látið það sem er að gerast í heiminum trufla þig, en þú færð einhvern veginn mátt til að slökkva á því sem þú getur ekki breytt því það eina sem þú þarft að hugsa er það sem ÞÚ getur breytt – en þú getur alls ekki breytt heiminum svo láttu ekki heiminn breyta þér. Þú átt eftir að lenda í svo mörgum ævintýrum, sérstaklega í sumar, að það er algjörlega eins og þú sért statt í Game of Thrones, þarna verðurðu í essinu þínu og fyllir huga þinn nýjum hugmyndum og sérstaklega hugmyndum um hvað veröldin sé nú yndisleg. Þú skalt setja þér það markmið næstu mánuði að veita öðrum tilfinningalegan stuðning og að gefa öðrum hjartahlýju þína, skilning og umburðarlyndi því þá um leið mun nákvæmlega sú orka streyma í gegnum þig. Þessi dásamlega hvatvísi sem þér er í blóð borin hentar þér ekki eins vel og þú heldur, þú þarft að vera tilbúið að stíga á bremsuna og leggja bílnum til þess að lenda ekki í tilfinningalegu slysi sem þú getur ekki leyst úr. Á þessu ári muntu lifa lífinu til fulls og gera svo mikinn greinarmun á réttu og röngu að bæði þú og aðrir munu hafa óbilandi trú á þessari týpu sem þú ert orðið og gefa þér þau tækifæri sem þú þarft til betri lífsgæða. Í ástinni gefurðu frá þér mikinn kynþokka eða útgeislun, svo mörg tækifæri eru fyrir þann sem er á lausu, en ef þú átt góðan maka mun hann bara elska þig meira og meira og í því nýturðu þín svo sannarlega.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Setningin þín er: Láttu þér líða vel, það er valkostur – Láttu þér líða vel (Stjórnin). Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, eins og þú ert mikið hjarðdýr og þú elskar fólk, þá er sjálfstæði það sem þú átt að hugsa um og er það mikilvægasta sem þú hefur. Ef þú ert ekki dásamlega ánægt með þig þá dregurðu þig í hlé, slekkur á Facebook, dregur þig inn í skel og reynir að vera eins ósýnilegt og þú getur. Samt elskarðu að baða þig í sviðsljósinu en neitar því statt og stöðugt ef þú ert spurt. Þú hefur dásamlegan stíl og hann er mjög persónulegur, en þú tekur álit annarra of nærri þér og getur látið eina neikvæða setningu frá manneskju sem skiptir þig engu máli rífa þig niður í marga daga. Á þessu ári ertu að fara inn í nýtt upphaf, það færist nær þér með hverjum mánuðinum og sýnir sig sérstaklega þegar þú átt afmæli. Margt gerist að sjálfsögðu sem þér þykir miður en til þess að verði breytingar þarftu að fara nýjan veg og það er ekki alltaf auðvelt en gefur þér dásamlega útkomu. Þú verður upp á þitt besta á þessu ári bæði í útliti og framkomu. Þú sýnir svo sannarlega þínar bestu hliðar þegar haustið gengur í garð og meðal annars geturðu nælt þér í betri vinnu, farið í betri skóla og sannað fyrir vinum þínum og fjölskyldu að þú sért traustsins vert að öllu leyti. Þú hefur átt það til að loka á vandamálin þín, hreinlega valið að sjá þau ekki, en núna á þessu ári horfir þú svo sannarlega beint í spegilinn og sérð hverju þú þarft að breyta og tekst á við vandamálin í stað þess að setja þau ofan í skúffu og gera ekkert í þeim. Ég veit að þú ert Ljón, en innst inni ertu bara kettlingur; þú getur látið það sem er að gerast í heiminum trufla þig, en þú færð einhvern veginn mátt til að slökkva á því sem þú getur ekki breytt því það eina sem þú þarft að hugsa er það sem ÞÚ getur breytt – en þú getur alls ekki breytt heiminum svo láttu ekki heiminn breyta þér. Þú átt eftir að lenda í svo mörgum ævintýrum, sérstaklega í sumar, að það er algjörlega eins og þú sért statt í Game of Thrones, þarna verðurðu í essinu þínu og fyllir huga þinn nýjum hugmyndum og sérstaklega hugmyndum um hvað veröldin sé nú yndisleg. Þú skalt setja þér það markmið næstu mánuði að veita öðrum tilfinningalegan stuðning og að gefa öðrum hjartahlýju þína, skilning og umburðarlyndi því þá um leið mun nákvæmlega sú orka streyma í gegnum þig. Þessi dásamlega hvatvísi sem þér er í blóð borin hentar þér ekki eins vel og þú heldur, þú þarft að vera tilbúið að stíga á bremsuna og leggja bílnum til þess að lenda ekki í tilfinningalegu slysi sem þú getur ekki leyst úr. Á þessu ári muntu lifa lífinu til fulls og gera svo mikinn greinarmun á réttu og röngu að bæði þú og aðrir munu hafa óbilandi trú á þessari týpu sem þú ert orðið og gefa þér þau tækifæri sem þú þarft til betri lífsgæða. Í ástinni gefurðu frá þér mikinn kynþokka eða útgeislun, svo mörg tækifæri eru fyrir þann sem er á lausu, en ef þú átt góðan maka mun hann bara elska þig meira og meira og í því nýturðu þín svo sannarlega.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Setningin þín er: Láttu þér líða vel, það er valkostur – Láttu þér líða vel (Stjórnin).
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira