Heitustu piparsveinar landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 4. janúar 2018 12:30 Íslenskir karlmenn þykja mjög myndarlegir. myndvinnsla/garðar kjartansson Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. Víkingaarfleifðin leynir sér hvergi þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar og hvar sem þeir fara vekja þeir eftirtekt og aðdáun fyrir fríðleika og fagran limaburð. Íslenskir karlmenn hafa hins vegar ekki verið að hampa þessum útlitseiginleikum sínum sjálfir enda hefur það ekki samræmst karlmennskuímyndinni að stilla sér á stall í þeim efnum. Vísir tekur ómakið af íslenska karlmanninum og tilnefnir nokkra þá allra kynþokkafyllstu. Það er gert með fulltingi breiðrar dómnefndar. Þeir karlmenn sem hér eru nefndir sérstaklega eiga það sammerkt að vera á lausu og þykja eftirsóttir sem slíkir. Hér fyrir neðan fer sem sagt listi yfir sjóðheita piparsveina, þá sem þykja flottastir í dag, menn sem fá hjörtun til að slá hraðar hvar þar sem þeir fara.Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/gettyRúrik Gíslason, 29 ára – Þessi frábæri knattspyrnumaður þykir einn allra myndalegasti karlmaður þjóðarinnar. Hann er atvinnumaður í fótbolta og leikur með FC Nürnberg í Þýskalandi. Rúrik hefur verið í íslenska landsliðinu í átta ár, spilað 43 landsleiki og gæti verið á leiðinni á HM í Rússlandi. Hann þykir virkilega smekklegur í klæðaburði og er í dag með sítt og fallegt hár. Einn úr dómnefndinni sagði til að mynda um Rúrik:„Stundum þegar ég horfi á hann, þá trúi ég ekki hversu fallegur hann er í raun og veru.“Bakarameistarinn er einn sá allra flottasti.Vísir/skjáskotJóhannes Felixson, 50 ára - Bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel, er með myndalegri karlmönnum landsins og hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir frábæra sjónvarpsþætti um matargerð. Hann hugsar vel um líkamann og hefur alltaf verið í hörkuformi. Jóhannes stofnaði bakaríið Jói Fel árið 1997.„Hinn upprunalegi vel bakaði og mjúki kanilsnúður,“ sagði einn úr dómnefndinni og vísar í þekkt lag með Úlfur Úlfur.Eiður Smári Guðjohnsen í einum af fjölmörgu leikjum sínum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.Vísir/GettyEiður Smári Guðjohnsen, 39 ára – Óskabarn þjóðarinnar. Eiður Smári er einn allra farsælasti knattspyrnumaður sögunnar hér á landi. Hann lék til að mynda með ensku liðunum Chelsea og Tottenham og einnig hjá Barcelona. Eiður þykir með eindæmum myndarlegur og vel til hafður. Hann hætti með íslenska landsliðinu eftir Evrópumótið í Frakklandi og starfar í dag sem sérfræðingur um knattspyrnu í sjónvarpi, bæði hér á landi og erlendis.„Eiður hefur alltaf verið ótrúlega flottur og myndarlegur. Hann hefur aldrei litið betur út en akkúrat í dag.“Þorsteinn þykir ótrúlega sjarmerandi.vísir/ernirÞorsteinn Baldur Friðriksson, 38 ára - Íslendingar kynntust Þorsteini fyrst þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem stofnandi og forstjóri Plain Vanilla árið 2011. Fyrirtækið gaf út snjallsímaleikinn QuizUp og vakti hann strax athygli fyrir mikinn sjarma. QuizUp ævintýrið gekk ekki upp en Þorsteinn stofnaði fyrirtækið Teatime á síðasta ári. Þorsteinn þykir mjög myndalegur, vel til hafður og sjarmerandi.„Þorsteinn er einn af þessum karlmönnum sem brennur fyrir það sem hann er að gera og það er mjög sjarmerandi og gerir hann myndarlegan.“Páll Óskar er stórglæsilegur maður. Vísir/AntonPáll Óskar Hjálmtýsson, 47 ára – Palli hefur verið þjóðargersemi í mörg ár og vinsælli tónlistarmann er erfitt að finna hér á landi. Það þarf varla að kynna Palla fyrir neinum Íslendingi en hann hefur alla tíð verið gríðarlega sjarmerandi og myndarlegur. Fatastíll og fas hans er frábært og rataði Páll Óskar beinustu leið inn á þennan lista. „Ekki veit ég hvað var í leðurgallanum hans þarna í Dublin en maðurinn hefur ekki elst síðan 1997. Gísli Marteinn íslenskra tónlistarmanna,“ segir einn heitur aðdáandi í dómnefndinni.Birkir Bjarnason í leik með Aston Villa.vísir/gettyBirkir Bjarnason, 29 ára – Knattspyrnumaðurinn með fallega hárið. Birki leikur sem atvinnumaður í fótbolta með enska liðinu Aston Villa.„Þegar hann hleypur um fótboltavöllinn með þetta síða og fallega hár.... þá kemur bara eitthvað yfir mig. Þetta er einn allra myndarlegasti maður landsins,“ segir ein úr dómnefndinni. Birkir hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu og er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum landsliðsins.Björn Bragi gaf út bókina Heima ásamt Sólrúnu Diego fyrir jólin. Hér má sjá hann lengst til vinstri á útgáfuhófi Heima. Með honum eru þau Sólrún og ljósmyndarinn Snorri Björnsson.Vísir/eyþórBjörn Bragi Arnarsson, 33 ára - Grínistinn Björn Bragi er landsmönnum vel kunnugur. Hann er virkilega myndarlegur og fatastíll Björns til fyrirmyndar. Björn þykir með fyndnustu mönnum landsins og getur því heillað marga upp úr skónum.„Hann er eitthvað svo sjálfsöruggur og það er ótrúlega heillandi.“Egill er eðlilega mjög vel klæddur.Egill Ásbjarnarson, 26 ára - Þrátt fyrir að aðrir á þessum lista séu smekklegir til fara er Egill án efa sá best klæddi af þeim öllum. Athafnamaðurinn Egill hefur getið sér gott orð sem eigandi og aðalskraddari SuitUp Reykjavík, fataverslunar sem hefur malað honum gull á undanförnum árum. „Ef þú sérð mann í aðsniðnum jakkafötum í dag þá eru allar líkur á hann hafi farið til Egils,“ eins og einn dómarinn komst að orði. Á hverju ári ferðast hann um allan heim í leit sinni að hinum fullkomnu flíkum og hafa ferðasögur Egils vakið aðdáun og öfund á skemmtistöðum borgarinnar. Ekki skemmir heldur fyrir að hann er að útskrifast sem lögfræðingur. Þá ber kroppur Egils þess jafnframt merki að hann er liðtækur í Crossfit. „Svo elskar hann að fara í bað og setja [Michael] Bublé á fóninn, ég væri alveg til í að deila því baði með honum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, 40 ára - Skaut upp kollinum fyrir stuttu og þá sem umhverfisráðherra okkar Íslendinga. Guðmundur er kallaður Mummi. Hann er vel til hafður, myndarlegur og virkilega sjarmerandi maður.„Mummi hefur allt með sér og virðist þetta vera mjög heilsteyptur og fallegur maður sem heillar mann,“ segir einn úr dómnefnd Vísis. Stefán Jakobsson. Vísir/Ernir Stefán Jakobsson, 37 ára - Stefán er rokkstjarna og klæðir sig sem slík. Einn allra besti frontmaður landsins og eins og einn úr dómnefndinni sagði:„Með rödd sem lætur jafnvel hörðustu karlmenn efast um kynhneigð sína“. Þessi söngvari Dimmu slær í gegn hvar sem hann kemur. Stefán býr í Mývatnssveit og elskar fátt meira en að vera í náttúrunni. Söngelskandi náttúruunnandi með ríka réttlætiskennd. Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, 33 ára – Stjörnufræðikennari, vísindamiðlarinn og barnafréttamaðurinn Sævar Helgi þykir mjög myndarlegur og áhugi hans á stjörnukerfinu hittir beint í mark. Hann er ekki mjög hrifinn af flugeldum og var til að mynda ein úr dómnefndinni sammála honum:„Sævar er æðislegur og það er svo áhugavert að hlusta á hann tala. Hann er ótrúlega sjarmerandi og í burtu með þessa flugelda.“Hér að neðan má síðan taka þátt í könnun og er hægt að kjósa um þann allra heitasta á landinu í dag. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. Víkingaarfleifðin leynir sér hvergi þegar íslenskir karlmenn eru annars vegar og hvar sem þeir fara vekja þeir eftirtekt og aðdáun fyrir fríðleika og fagran limaburð. Íslenskir karlmenn hafa hins vegar ekki verið að hampa þessum útlitseiginleikum sínum sjálfir enda hefur það ekki samræmst karlmennskuímyndinni að stilla sér á stall í þeim efnum. Vísir tekur ómakið af íslenska karlmanninum og tilnefnir nokkra þá allra kynþokkafyllstu. Það er gert með fulltingi breiðrar dómnefndar. Þeir karlmenn sem hér eru nefndir sérstaklega eiga það sammerkt að vera á lausu og þykja eftirsóttir sem slíkir. Hér fyrir neðan fer sem sagt listi yfir sjóðheita piparsveina, þá sem þykja flottastir í dag, menn sem fá hjörtun til að slá hraðar hvar þar sem þeir fara.Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/gettyRúrik Gíslason, 29 ára – Þessi frábæri knattspyrnumaður þykir einn allra myndalegasti karlmaður þjóðarinnar. Hann er atvinnumaður í fótbolta og leikur með FC Nürnberg í Þýskalandi. Rúrik hefur verið í íslenska landsliðinu í átta ár, spilað 43 landsleiki og gæti verið á leiðinni á HM í Rússlandi. Hann þykir virkilega smekklegur í klæðaburði og er í dag með sítt og fallegt hár. Einn úr dómnefndinni sagði til að mynda um Rúrik:„Stundum þegar ég horfi á hann, þá trúi ég ekki hversu fallegur hann er í raun og veru.“Bakarameistarinn er einn sá allra flottasti.Vísir/skjáskotJóhannes Felixson, 50 ára - Bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel, er með myndalegri karlmönnum landsins og hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir frábæra sjónvarpsþætti um matargerð. Hann hugsar vel um líkamann og hefur alltaf verið í hörkuformi. Jóhannes stofnaði bakaríið Jói Fel árið 1997.„Hinn upprunalegi vel bakaði og mjúki kanilsnúður,“ sagði einn úr dómnefndinni og vísar í þekkt lag með Úlfur Úlfur.Eiður Smári Guðjohnsen í einum af fjölmörgu leikjum sínum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.Vísir/GettyEiður Smári Guðjohnsen, 39 ára – Óskabarn þjóðarinnar. Eiður Smári er einn allra farsælasti knattspyrnumaður sögunnar hér á landi. Hann lék til að mynda með ensku liðunum Chelsea og Tottenham og einnig hjá Barcelona. Eiður þykir með eindæmum myndarlegur og vel til hafður. Hann hætti með íslenska landsliðinu eftir Evrópumótið í Frakklandi og starfar í dag sem sérfræðingur um knattspyrnu í sjónvarpi, bæði hér á landi og erlendis.„Eiður hefur alltaf verið ótrúlega flottur og myndarlegur. Hann hefur aldrei litið betur út en akkúrat í dag.“Þorsteinn þykir ótrúlega sjarmerandi.vísir/ernirÞorsteinn Baldur Friðriksson, 38 ára - Íslendingar kynntust Þorsteini fyrst þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem stofnandi og forstjóri Plain Vanilla árið 2011. Fyrirtækið gaf út snjallsímaleikinn QuizUp og vakti hann strax athygli fyrir mikinn sjarma. QuizUp ævintýrið gekk ekki upp en Þorsteinn stofnaði fyrirtækið Teatime á síðasta ári. Þorsteinn þykir mjög myndalegur, vel til hafður og sjarmerandi.„Þorsteinn er einn af þessum karlmönnum sem brennur fyrir það sem hann er að gera og það er mjög sjarmerandi og gerir hann myndarlegan.“Páll Óskar er stórglæsilegur maður. Vísir/AntonPáll Óskar Hjálmtýsson, 47 ára – Palli hefur verið þjóðargersemi í mörg ár og vinsælli tónlistarmann er erfitt að finna hér á landi. Það þarf varla að kynna Palla fyrir neinum Íslendingi en hann hefur alla tíð verið gríðarlega sjarmerandi og myndarlegur. Fatastíll og fas hans er frábært og rataði Páll Óskar beinustu leið inn á þennan lista. „Ekki veit ég hvað var í leðurgallanum hans þarna í Dublin en maðurinn hefur ekki elst síðan 1997. Gísli Marteinn íslenskra tónlistarmanna,“ segir einn heitur aðdáandi í dómnefndinni.Birkir Bjarnason í leik með Aston Villa.vísir/gettyBirkir Bjarnason, 29 ára – Knattspyrnumaðurinn með fallega hárið. Birki leikur sem atvinnumaður í fótbolta með enska liðinu Aston Villa.„Þegar hann hleypur um fótboltavöllinn með þetta síða og fallega hár.... þá kemur bara eitthvað yfir mig. Þetta er einn allra myndarlegasti maður landsins,“ segir ein úr dómnefndinni. Birkir hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu og er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum landsliðsins.Björn Bragi gaf út bókina Heima ásamt Sólrúnu Diego fyrir jólin. Hér má sjá hann lengst til vinstri á útgáfuhófi Heima. Með honum eru þau Sólrún og ljósmyndarinn Snorri Björnsson.Vísir/eyþórBjörn Bragi Arnarsson, 33 ára - Grínistinn Björn Bragi er landsmönnum vel kunnugur. Hann er virkilega myndarlegur og fatastíll Björns til fyrirmyndar. Björn þykir með fyndnustu mönnum landsins og getur því heillað marga upp úr skónum.„Hann er eitthvað svo sjálfsöruggur og það er ótrúlega heillandi.“Egill er eðlilega mjög vel klæddur.Egill Ásbjarnarson, 26 ára - Þrátt fyrir að aðrir á þessum lista séu smekklegir til fara er Egill án efa sá best klæddi af þeim öllum. Athafnamaðurinn Egill hefur getið sér gott orð sem eigandi og aðalskraddari SuitUp Reykjavík, fataverslunar sem hefur malað honum gull á undanförnum árum. „Ef þú sérð mann í aðsniðnum jakkafötum í dag þá eru allar líkur á hann hafi farið til Egils,“ eins og einn dómarinn komst að orði. Á hverju ári ferðast hann um allan heim í leit sinni að hinum fullkomnu flíkum og hafa ferðasögur Egils vakið aðdáun og öfund á skemmtistöðum borgarinnar. Ekki skemmir heldur fyrir að hann er að útskrifast sem lögfræðingur. Þá ber kroppur Egils þess jafnframt merki að hann er liðtækur í Crossfit. „Svo elskar hann að fara í bað og setja [Michael] Bublé á fóninn, ég væri alveg til í að deila því baði með honum.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, 40 ára - Skaut upp kollinum fyrir stuttu og þá sem umhverfisráðherra okkar Íslendinga. Guðmundur er kallaður Mummi. Hann er vel til hafður, myndarlegur og virkilega sjarmerandi maður.„Mummi hefur allt með sér og virðist þetta vera mjög heilsteyptur og fallegur maður sem heillar mann,“ segir einn úr dómnefnd Vísis. Stefán Jakobsson. Vísir/Ernir Stefán Jakobsson, 37 ára - Stefán er rokkstjarna og klæðir sig sem slík. Einn allra besti frontmaður landsins og eins og einn úr dómnefndinni sagði:„Með rödd sem lætur jafnvel hörðustu karlmenn efast um kynhneigð sína“. Þessi söngvari Dimmu slær í gegn hvar sem hann kemur. Stefán býr í Mývatnssveit og elskar fátt meira en að vera í náttúrunni. Söngelskandi náttúruunnandi með ríka réttlætiskennd. Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, 33 ára – Stjörnufræðikennari, vísindamiðlarinn og barnafréttamaðurinn Sævar Helgi þykir mjög myndarlegur og áhugi hans á stjörnukerfinu hittir beint í mark. Hann er ekki mjög hrifinn af flugeldum og var til að mynda ein úr dómnefndinni sammála honum:„Sævar er æðislegur og það er svo áhugavert að hlusta á hann tala. Hann er ótrúlega sjarmerandi og í burtu með þessa flugelda.“Hér að neðan má síðan taka þátt í könnun og er hægt að kjósa um þann allra heitasta á landinu í dag.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira