Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 09:30 Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða Jyske Bank 48.300 danskar krónur. vísir/Anton Brink Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári. Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári.
Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01