Lífið

„Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Daði mundaði hljómborðsgítarinn af leikni.
Daði mundaði hljómborðsgítarinn af leikni. vísir/skjáskot
Daði Freyr Pétursson sló botninn í Áramótaskaup gærkvöldsins með laginu „Seinni tíma vandamál“.  Daða Frey skaut upp á stjörnuhimininn í vor en hann hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Daði Freyr var í essinu sínu í Skaupinu, íklæddur peysunni sinni frægu og vopnaður rauða hljómborðsgítarnum.

Ekki náðist í Daða við vinnslu fréttarinnar en hann er staddur í Kambódíu um þessar mundir ásamt kærustu sinni Árnýju Fjólu. Hægt er að fylgjast með ferðalögum skötuhjúanna næstu vikurnar á ruv.is.   

Tístarar ánægðir með Daða 

Daði uppskar mikið lof í netheimum og virtust menn almennt kátir með þetta hressilega lokaatriði Skaupsins. „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“, tísti Ágústa B. Kettler K. og fleiri tóku í sama streng og hún líkt og sjá má í tístunum hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir

Daði Freyr með nýjan smell

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur gefið út nýtt myndband við lagið Næsta skref og kom það út fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.