Þá má sjá muninn á því hvernig gömlu túbusjónvörpin virkuðu samanborið við flatskjái nútímans.
Til þess að sjá hvernig sjónvörp virka tekur Gavin upp á allt að 318 þúsund römmum á sekúndu. Þar sést greinilega hvernig myndum er varpað á sjónvörp.
Það verður að segjast að þetta er töluvert áhugaverðara en maður hélt í fyrstu.