Fertugur fyrirliði Benedikt Bóas skrifar 18. janúar 2018 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Hann er að verða fertugur og búinn að fara á svona 6.000 stórmót. Hann er stórkostlegur handboltamaður en hann er leiðinlegasti viðmælandi allra tíma. Ég man ekki eftir neinum öðrum sem er jafn hrokafullur og asnalegur í viðtölum og hann. Hroki landsliðsfyrirliðans liggur í að honum finnst fréttamenn vera einhverjir vitleysingar og bjánar sem spyrja heimskulegra spurninga. Það er eitthvert undarlegasta viðhorf landsliðsfyrirliða í íþróttum fyrr og síðar. Guðjón getur alveg verið í þessu landsliði en maður sem kemur svona fram fyrir hönd liðsins á ekki að vera fyrirliði. Hann á ekki einu sinni að koma til greina. Hann getur verið hluti af þessum hópi og kallað einhverjar skipanir inn á enda reyndasti leikmaður liðsins. „Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði fyrirliðinn með bros á vör á skjáum landsmanna eftir leikinn við Serbíu. Það er trúlega 90 prósent áhorf og þjóðin var í sárum. Aðeins litlir menn haga sér svona eftir leik. Honum fannst líka leikurinn skemmtilegur. „Þetta er sportið, maður. Ótrúlega gaman,“ bætti kauði við og enn bættist í brosið. Viðtalið sem allir eru að tala um varð honum til minnkunar og ævarandi skammar. Eins mikið og það þarf að taka til innan veggja HSÍ þá þarf líka að taka til í landsliðinu. Þar þarf að setja fertugan fyrirliða á hilluna. Þakka honum góð störf og segja honum að hann þurfi ekki að mæta aftur í viðtöl. Trúlega er það það sem hann vill hvort sem er. Fertugir fyrirliðar geta ekki hagað sér eins og minnstu börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta. Hann er að verða fertugur og búinn að fara á svona 6.000 stórmót. Hann er stórkostlegur handboltamaður en hann er leiðinlegasti viðmælandi allra tíma. Ég man ekki eftir neinum öðrum sem er jafn hrokafullur og asnalegur í viðtölum og hann. Hroki landsliðsfyrirliðans liggur í að honum finnst fréttamenn vera einhverjir vitleysingar og bjánar sem spyrja heimskulegra spurninga. Það er eitthvert undarlegasta viðhorf landsliðsfyrirliða í íþróttum fyrr og síðar. Guðjón getur alveg verið í þessu landsliði en maður sem kemur svona fram fyrir hönd liðsins á ekki að vera fyrirliði. Hann á ekki einu sinni að koma til greina. Hann getur verið hluti af þessum hópi og kallað einhverjar skipanir inn á enda reyndasti leikmaður liðsins. „Þetta er eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman,“ sagði fyrirliðinn með bros á vör á skjáum landsmanna eftir leikinn við Serbíu. Það er trúlega 90 prósent áhorf og þjóðin var í sárum. Aðeins litlir menn haga sér svona eftir leik. Honum fannst líka leikurinn skemmtilegur. „Þetta er sportið, maður. Ótrúlega gaman,“ bætti kauði við og enn bættist í brosið. Viðtalið sem allir eru að tala um varð honum til minnkunar og ævarandi skammar. Eins mikið og það þarf að taka til innan veggja HSÍ þá þarf líka að taka til í landsliðinu. Þar þarf að setja fertugan fyrirliða á hilluna. Þakka honum góð störf og segja honum að hann þurfi ekki að mæta aftur í viðtöl. Trúlega er það það sem hann vill hvort sem er. Fertugir fyrirliðar geta ekki hagað sér eins og minnstu börn.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun