Heildarmyndin Hörður Ægisson skrifar 12. janúar 2018 07:00 Ríkisstjórnin hefur boðað að taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki. Forsætisráðherra hefur hins vegar á móti sagt að til greina komi að gjöldin verði hækkuð á „stóru“ útgerðirnar. Ólíklegt er að þar verði hægt að sækja fjármuni sem einhverju máli skipta í stóra samhenginu nema þá að stjórnin gangi á sama tíma gegn eigin stjórnarsáttmála þar sem meðal annars segir að tryggja þurfi „samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum“. Ekki er um það deilt að framlegð í sjávarútvegi var með eindæmum góð fyrstu árin eftir fall fjármálakerfisins 2008. Góð afkoma gaf atvinnugreininni færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína og þannig gera fyrirtækjum kleift að ráðast síðar í nauðsynlegar fjárfestingar. Ytri þættir hjálpuðu einkum til. Raungengið var sögulega lágt og afurðaverð á mörkuðum hátt. Núna hefur staðan sumpart snúist við. Gengið og laun hafa hvort tveggja hækkað mikið sem hefur þýtt að launakostnaður fyrirtækja hérlendis, mældur í sömu mynt, hefur aukist um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands frá 2015. Sú þróun hefur þýtt lakari afkomu og þverrandi samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja. Arðsemi eigna í sjávarútvegi var um þrettán prósent 2016 og hafði þá helmingast á fjórum árum, eins og greint var frá í Markaðnum í vikunni. Þótt arðsemin hafi dregist mikið saman þá er hún nokkru meiri en almennt í atvinnulífinu enda þótt sumar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjónustan og smásala, séu að skila svipaðri arðsemi. Allt bendir til að arðsemi í sjávarútvegi hafi lækkað enn frekar á liðnu ári samhliða versnandi rekstrarskilyrðum. Útlit er fyrir að veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtæki meira en tvöfaldist á núverandi fiskveiðiári og verði um tíu til tólf milljarðar. Þegar við bætist 20 prósenta tekjuskattur þá eru horfur á því að nærri 60 prósent af hagnaði greinarinnar fari til greiðslu opinberra gjalda en til samanburðar var hlutfallið um og yfir 40 prósent 2013 til 2016. Hjá mörgum fyrirtækjum eru veiðigjöldin orðin næststærsti kostnaðarliðurinn á eftir launakostnaði. Gjaldtakan mun í óbreyttri mynd bitna hvað harðast á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem verða þá tekin yfir af þeim stærri, og þannig hraða þeirri samþjöppun sem þegar hefur orðið. Þótt sú þróun sé í sjálfu sér æskileg – og raunar mætti ganga lengra í þeim efnum með því að afnema eða hækka svonefnt kvótaþak – þá mun þessi sértæka skattlagning einnig hafa það í för með sér að draga úr fjárfestingagetu en ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hefur talið að fjárfestingaþörf í sjávarútvegi sé um 20 milljarðar á ári. Afleiðingin yrði veikari samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum. Oft vill gleymast að sjávarútvegurinn er besta dæmið – og í raun það eina – um atvinnugrein hérlendis sem hefur tekist að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Þar kemur margt til. Hagkvæmt fyrirkomulag fiskveiða hefur hins vegar ekki síst skipt sköpum fyrir þá staðreynd að í alþjóðlegum samanburði er ekkert ríki í heiminum sem stenst samanburð við Ísland þegar kemur að verðmætasköpun í sjávarútvegi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir þjóðarbúið. Vonandi ber núverandi ríkisstjórn gæfu til að skilja heildarmyndina þannig að íslenskur sjávarútvegur verði eftir sem áður í fremstu röð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Ríkisstjórnin hefur boðað að taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka þau á lítil og meðalstór fyrirtæki. Forsætisráðherra hefur hins vegar á móti sagt að til greina komi að gjöldin verði hækkuð á „stóru“ útgerðirnar. Ólíklegt er að þar verði hægt að sækja fjármuni sem einhverju máli skipta í stóra samhenginu nema þá að stjórnin gangi á sama tíma gegn eigin stjórnarsáttmála þar sem meðal annars segir að tryggja þurfi „samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum“. Ekki er um það deilt að framlegð í sjávarútvegi var með eindæmum góð fyrstu árin eftir fall fjármálakerfisins 2008. Góð afkoma gaf atvinnugreininni færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína og þannig gera fyrirtækjum kleift að ráðast síðar í nauðsynlegar fjárfestingar. Ytri þættir hjálpuðu einkum til. Raungengið var sögulega lágt og afurðaverð á mörkuðum hátt. Núna hefur staðan sumpart snúist við. Gengið og laun hafa hvort tveggja hækkað mikið sem hefur þýtt að launakostnaður fyrirtækja hérlendis, mældur í sömu mynt, hefur aukist um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands frá 2015. Sú þróun hefur þýtt lakari afkomu og þverrandi samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja. Arðsemi eigna í sjávarútvegi var um þrettán prósent 2016 og hafði þá helmingast á fjórum árum, eins og greint var frá í Markaðnum í vikunni. Þótt arðsemin hafi dregist mikið saman þá er hún nokkru meiri en almennt í atvinnulífinu enda þótt sumar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjónustan og smásala, séu að skila svipaðri arðsemi. Allt bendir til að arðsemi í sjávarútvegi hafi lækkað enn frekar á liðnu ári samhliða versnandi rekstrarskilyrðum. Útlit er fyrir að veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtæki meira en tvöfaldist á núverandi fiskveiðiári og verði um tíu til tólf milljarðar. Þegar við bætist 20 prósenta tekjuskattur þá eru horfur á því að nærri 60 prósent af hagnaði greinarinnar fari til greiðslu opinberra gjalda en til samanburðar var hlutfallið um og yfir 40 prósent 2013 til 2016. Hjá mörgum fyrirtækjum eru veiðigjöldin orðin næststærsti kostnaðarliðurinn á eftir launakostnaði. Gjaldtakan mun í óbreyttri mynd bitna hvað harðast á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem verða þá tekin yfir af þeim stærri, og þannig hraða þeirri samþjöppun sem þegar hefur orðið. Þótt sú þróun sé í sjálfu sér æskileg – og raunar mætti ganga lengra í þeim efnum með því að afnema eða hækka svonefnt kvótaþak – þá mun þessi sértæka skattlagning einnig hafa það í för með sér að draga úr fjárfestingagetu en ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hefur talið að fjárfestingaþörf í sjávarútvegi sé um 20 milljarðar á ári. Afleiðingin yrði veikari samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum. Oft vill gleymast að sjávarútvegurinn er besta dæmið – og í raun það eina – um atvinnugrein hérlendis sem hefur tekist að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Þar kemur margt til. Hagkvæmt fyrirkomulag fiskveiða hefur hins vegar ekki síst skipt sköpum fyrir þá staðreynd að í alþjóðlegum samanburði er ekkert ríki í heiminum sem stenst samanburð við Ísland þegar kemur að verðmætasköpun í sjávarútvegi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir þjóðarbúið. Vonandi ber núverandi ríkisstjórn gæfu til að skilja heildarmyndina þannig að íslenskur sjávarútvegur verði eftir sem áður í fremstu röð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun