Arðsemi í sjávarútvegi tvöfalt meiri en almennt í atvinnulífinu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Útflutningsverðmæti sjávarafurða og þar með útflutningstekjur sjávarútvegsfyrirtækja hafa ekki verið minni í krónum talið en í fyrra síðan árið 2008. Samdráttinn má að mestu rekja til styrkingar á gengi krónunnar þó sjómannaverkfallið í byrjun ársins hafi vissulega haft sitt að segja. Skuldastaða atvinnugreinarinnar er þó áfram afar sterk og eiginfjárhlutfallið yfir 40 prósent. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja hafi dregist verulega saman á undanförnum þremur árum er hún engu að síður ríflega tvöfalt meiri en arðsemi í atvinnulífinu. Arðsemi eigna í sjávarútvegi var hvað mest 25 prósent árið 2012, en árið 2016 var hún komin niður í 13 prósent, samhliða versnandi rekstrarskilyrðum í atvinnugreininni. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, sem Hagstofa Íslands skilgreinir sem allan fyrirtækjarekstur hér á landi fyrir utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi og opinbera starfsemi, rúmlega 6 prósent árið 2016. Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte, segir að almennt sé EBITDA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – í sjávarútvegi að lækka mjög skarpt. Vísbendingar séu um að veiðigjöldin séu farin að íþyngja mörgum litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Þau fyrirtæki sem hafa verið fjárhagslega veikari virðast hafa verið að heltast úr lestinni undanfarin þrjú til fjögur ár og þau verið keypt eða tekin yfir af stærri fyrirtækjum. Það hefur orðið töluverð samþjöppun í greininni. Þróunin er öll í þá áttina.“ Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur við Háskóla Íslands, segir að því hærri sem veiðigjöldin séu, þeim mun meira hraði þau hagræðingu í greininni, enda leiði þau til þess að fyrirtæki sem geti ekki skapað verðmæti til þess að standa undir gjaldtökunni dragist aftur úr.„Fyrirtæki í sjávarútvegi greiða 20 prósenta tekjuskatt af hagnaði sínum en ef veiðigjöldunum er bætt við má halda því fram að þau greiði allt að tvöfaldan þann tekjuskatt sem fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum þurfa að greiða,“ segir Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte.Veiðigjöldin endurskoðuð Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins hyggst taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka gjöldin á lítil og meðalstór fyrirtæki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að ekki sé útilokað að gjöldin verði hækkuð á stóru útgerðirnar. „Minnstu fyrirtækin eiga erfiðara með að bregðast við meðaltalssveiflunni því afkoman miðast við meðaltalið,“ sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í síðustu viku. Ýmis nýleg dæmi eru um þá samþjöppun sem á sér nú stað í sjávarútvegi. Þannig greindi ViðskiptaMogginn frá því í síðustu viku að útgerðarfélagið Skinney – Þinganes ynni að því að kaupa 1.400 tonna aflaheimildir Storms Seafood, en eigendur síðarnefnda félagsins hyggjast selja allt sitt í sjávarútvegi. Þá kom nýverið fram í Fiskifréttum að sala stæði yfir á útgerðarfélaginu Sjávarmáli, með öllum aflaheimildum, til Nesfisks. Gert er ráð fyrir að veiðigjöldin skili tíu til tólf milljörðum króna í ríkissjóð á yfirstandandi fiskveiðiári, sem hófst þann 1. september síðastliðinn, en til samanburðar voru þau um 4,6 milljarðar á síðasta fiskveiðiári. Reikniregla veiðigjaldanna í ár tekur mið af afkomu greinarinnar fyrir skatta fyrir tveimur árum, á árinu 2015. Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki núverandi rekstrarskilyrði greinarinnar, en sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við eru á einu máli um að þau hafi stórversnað á umliðnum tveimur árum.Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi eru horfur á því að tekjuskattur að viðbættu veiðigjaldi muni verða um 58 til 60 prósent af hagnaði atvinnugreinarinnar á þessu ári. Til samanburðar var hlutfallið 37 prósent í fyrra en það hefur hæst farið í 56 prósent árið 2012. Viðmælendur Markaðarins benda á að veiðigjöld séu orðin næststærsti kostnaðarliður á eftir launakostnaði hjá mörgum fyrirtækjum í greininni.Gengið étur upp hagnað Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að hækkandi gengi krónunnar á undanförnum árum sé á góðri leið með að „éta upp“ hagnað margra sjávarútvegsfyrirtækja. Jónas Gestur segir gengisstyrkingu krónunnar hafa litað hvað mest afkomu útgerðarinnar undanfarin eitt til tvö ár. „Þó svo að verð sjávarafurða í erlendri mynt hafi hækkað á móti, þá hefur gengisstyrkingin verið það mikil að verð í íslenskum krónum hefur lækkað meira. Til viðbótar hefur innlendur kostnaður, eins og aðföng og laun, hækkað. Eins hefur olíuverð farið hækkandi undanfarna mánuði. Ytri skilyrði í sjávarútvegi hafa almennt farið versnandi. Á sama tíma eru veiðigjöldin, sem taka nú mið af afkomu greinarinnar fyrir tveimur árum, sem var mjög gott ár í sjávarútvegi, að nær tvöfaldast á milli fiskveiðiára og verða þau um 10 til 12 milljarðar á yfirstandandi fiskveiðiári,“ útskýrir hann. Auk þess sé afsláttur af veiðigjaldi, sem reiknaðist út frá skuldastöðu fyrirtækja árið 2011, fallinn úr gildi. Fleiri fyrirtæki greiði nú hærri gjöld en áður.Versnandi arðsemi Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands drógust rekstrartekjur í sjávarútvegi saman um 42 milljarða eða 11 prósent árið 2016. EBIT – rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði – minnkaði enn fremur um 17 milljarða eða 26 prósent á milli ára. Hefur EBIT í atvinnugreininni dregist saman um ríflega 30 prósent á síðustu átta árum á sama tíma og rekstrarhagnaður hefur aukist um 65 prósent í viðskiptahagkerfinu. Helstu afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja hafa þróast til verri vegar á síðustu árum í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Á það sérstaklega við um arðsemi eigna, þ.e. EBIT sem hlutfall af eignum, en samtímis og hún dróst saman um 48 prósent í sjávarútvegi á árunum 2012 til 2016 jókst hún um þrjú prósent í viðskiptahagkerfinu og 22 prósent í ferðaþjónustu, svo fáein dæmi séu tekin. Útlit er fyrir að árið 2017 hafi verið lakara ár í sjávarútvegi en árið 2016, að sögn Jónasar Gests, enda hafi verkfall sjómanna í byrjun ársins og lækkað verð sjávarafurða í íslenskum krónum sett sinn svip á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Hann segir þetta ár, 2018, geta orðið svipað og síðasta ár en það fari þó eftir þróun gengis og annarra óvissuþátta.Þrátt fyrir verri framlegð sjávarútvegsfyrirtækja hefur skuldastaða þeirra þróast með jákvæðum hætti undanfarið að því leyti að heildarskuldir greinarinnar hafa farið lækkandi og eiginfjárhlutfall hækkandi, en það var ríflega 44 prósent árið 2016. Greinin hefur jafnframt hagnast um 50 milljarða króna að meðaltali á ári síðustu ár. Verri arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja hefur jafnframt leitt af sér minni arðgreiðslur. Útreikningar Markaðarins leiða í ljós að útgreiðsla arðs nam um 23 prósentum af hagnaði í atvinnugreininni árið 2016 samanborið við 44 prósent árið 2014. Arðgreiðslur fyrirtækja í sjávarútvegi fóru vaxandi á árunum 2009 til 2014 samhliða bættri skuldastöðu eftir að hafa dregist verulega saman í kjölfar fjármálahrunsins. Þær hafa hins vegar dregist að nýju saman á allra síðustu árum og hefur samdrátturinn að jafnaði verið meiri en í öðrum atvinnugreinum. Arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010 til 2016 voru 21,5 prósent í sjávarútvegi en 30,8 prósent í viðskiptahagkerfinu.„Sem betur fer er íslenskur sjávarútvegur vel rekin grein sem getur greitt milljarða til ríkisins en fjárhæðin er ekki af þeirri stærðargráðu að það skipti sköpum fyrir ríkissjóð,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Öfugsnúin umræða Ásgeir segir það almennt ofmetið í umræðunni hvað ríkið geti sótt mikið fjármagn með því að skattleggja sjávarútvegsfyrirtæki. Ekki sé um neinar verulegar fjárhæðir að ræða sem skipti sköpum fyrir rekstur ríkissjóðs. Hann bendir jafnframt á að bankar og sjávarútvegsfyrirtæki greiði stærstan hluta af þeim tekjuskatti sem lagður er á fyrirtæki. „Umræðan er oft á tíðum öfugsnúin. Í stað þess að ræða hvernig við getum nýtt skattpeningana betur snýst umræðan iðulega um að láta sjávarútveginn fjármagna heilbrigðiskerfið, menntakerfið og allt sem okkur dettur í hug með hærra auðlindagjaldi. Það er bara ekki hægt. Sem betur fer er íslenskur sjávarútvegur vel rekin grein sem getur greitt milljarða til ríkisins en fjárhæðin er ekki af þeirri stærðargráðu að það skipti sköpum fyrir ríkissjóð,“ segir Ásgeir og bætir við: „Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef sjávarútvegurinn á að borga hátt auðlindagjald verður hann að fá að vera í takt við tímann og standast erlenda samkeppni. Það er ekki samtímis mögulegt að hindra hagræðingu með því að þvinga upp á atvinnugreinina einhverjum pólitískum markmiðum. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í greininni undanfarna áratugi. Hagkvæmari fyrirtæki hafa keypt út þau lakari og samhliða hafa fyrirtækin stækkað en jafnframt hefur litlum og sérhæfðum fyrirtækjum fjölgað. Við hljótum að vilja leyfa greininni að þróast áfram í friði.“Jónas Gestur segir að veiðigjöldin hafi vissulega áhrif á rekstur stærri fyrirtækja en þau hafi meiri möguleika en þau minni á því að hagræða og mæta auknum gjöldum með kostnaðarsparnaði, fjárfestingum og vélvæðingu. „Fyrirtæki í sjávarútvegi greiða 20 prósenta tekjuskatt af hagnaði sínum en ef veiðigjöldunum er bætt við má halda því fram að þau greiði allt að tvöfaldan þann tekjuskatt sem fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum þurfa að greiða og jafnvel rúmlega það. Það eru flestir sammála um að sjávarútvegsfyrirtæki eigi að greiða fyrir aðgang að auðlindinni en sé skattlagningin of há mun hún eðlilega leiða til gríðarlegrar fækkunar í greininni og til þess að menn þurfa að grípa til hagræðingaraðgerða, eins og við höfum séð síðustu ár.“ Hann tekur sem dæmi að veiðigjöld af þorski geti farið í 8 til 14 prósent af hráefnisverði. Slík skattheimta sé augljóslega íþyngjandi fyrir mörg fyrirtæki. Að mati Jónasar Gests er bagalegt að veiðigjöldin grundvallist á afkomu greinarinnar fyrir tveimur árum. Aðstæður hafi breyst mjög til hins verra frá árinu 2015 en veiðigjöldin taki ekki tillit til þess. Ein leið til bóta væri að miða við nýrri afkomutölur, til dæmis að leggja á miðað við almanaksárið, og bæta fleiri breytum inn í útreikninga veiðigjaldanna, til dæmis úthlutun aflaheimilda, þróun gengis, afurðaverðs, olíuverðs og launakostnaðar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þrátt fyrir að arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja hafi dregist verulega saman á undanförnum þremur árum er hún engu að síður ríflega tvöfalt meiri en arðsemi í atvinnulífinu. Arðsemi eigna í sjávarútvegi var hvað mest 25 prósent árið 2012, en árið 2016 var hún komin niður í 13 prósent, samhliða versnandi rekstrarskilyrðum í atvinnugreininni. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, sem Hagstofa Íslands skilgreinir sem allan fyrirtækjarekstur hér á landi fyrir utan lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi og opinbera starfsemi, rúmlega 6 prósent árið 2016. Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte, segir að almennt sé EBITDA – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – í sjávarútvegi að lækka mjög skarpt. Vísbendingar séu um að veiðigjöldin séu farin að íþyngja mörgum litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Þau fyrirtæki sem hafa verið fjárhagslega veikari virðast hafa verið að heltast úr lestinni undanfarin þrjú til fjögur ár og þau verið keypt eða tekin yfir af stærri fyrirtækjum. Það hefur orðið töluverð samþjöppun í greininni. Þróunin er öll í þá áttina.“ Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur við Háskóla Íslands, segir að því hærri sem veiðigjöldin séu, þeim mun meira hraði þau hagræðingu í greininni, enda leiði þau til þess að fyrirtæki sem geti ekki skapað verðmæti til þess að standa undir gjaldtökunni dragist aftur úr.„Fyrirtæki í sjávarútvegi greiða 20 prósenta tekjuskatt af hagnaði sínum en ef veiðigjöldunum er bætt við má halda því fram að þau greiði allt að tvöfaldan þann tekjuskatt sem fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum þurfa að greiða,“ segir Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte.Veiðigjöldin endurskoðuð Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins hyggst taka veiðigjöldin til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka gjöldin á lítil og meðalstór fyrirtæki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að ekki sé útilokað að gjöldin verði hækkuð á stóru útgerðirnar. „Minnstu fyrirtækin eiga erfiðara með að bregðast við meðaltalssveiflunni því afkoman miðast við meðaltalið,“ sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í síðustu viku. Ýmis nýleg dæmi eru um þá samþjöppun sem á sér nú stað í sjávarútvegi. Þannig greindi ViðskiptaMogginn frá því í síðustu viku að útgerðarfélagið Skinney – Þinganes ynni að því að kaupa 1.400 tonna aflaheimildir Storms Seafood, en eigendur síðarnefnda félagsins hyggjast selja allt sitt í sjávarútvegi. Þá kom nýverið fram í Fiskifréttum að sala stæði yfir á útgerðarfélaginu Sjávarmáli, með öllum aflaheimildum, til Nesfisks. Gert er ráð fyrir að veiðigjöldin skili tíu til tólf milljörðum króna í ríkissjóð á yfirstandandi fiskveiðiári, sem hófst þann 1. september síðastliðinn, en til samanburðar voru þau um 4,6 milljarðar á síðasta fiskveiðiári. Reikniregla veiðigjaldanna í ár tekur mið af afkomu greinarinnar fyrir skatta fyrir tveimur árum, á árinu 2015. Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki núverandi rekstrarskilyrði greinarinnar, en sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við eru á einu máli um að þau hafi stórversnað á umliðnum tveimur árum.Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi eru horfur á því að tekjuskattur að viðbættu veiðigjaldi muni verða um 58 til 60 prósent af hagnaði atvinnugreinarinnar á þessu ári. Til samanburðar var hlutfallið 37 prósent í fyrra en það hefur hæst farið í 56 prósent árið 2012. Viðmælendur Markaðarins benda á að veiðigjöld séu orðin næststærsti kostnaðarliður á eftir launakostnaði hjá mörgum fyrirtækjum í greininni.Gengið étur upp hagnað Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að hækkandi gengi krónunnar á undanförnum árum sé á góðri leið með að „éta upp“ hagnað margra sjávarútvegsfyrirtækja. Jónas Gestur segir gengisstyrkingu krónunnar hafa litað hvað mest afkomu útgerðarinnar undanfarin eitt til tvö ár. „Þó svo að verð sjávarafurða í erlendri mynt hafi hækkað á móti, þá hefur gengisstyrkingin verið það mikil að verð í íslenskum krónum hefur lækkað meira. Til viðbótar hefur innlendur kostnaður, eins og aðföng og laun, hækkað. Eins hefur olíuverð farið hækkandi undanfarna mánuði. Ytri skilyrði í sjávarútvegi hafa almennt farið versnandi. Á sama tíma eru veiðigjöldin, sem taka nú mið af afkomu greinarinnar fyrir tveimur árum, sem var mjög gott ár í sjávarútvegi, að nær tvöfaldast á milli fiskveiðiára og verða þau um 10 til 12 milljarðar á yfirstandandi fiskveiðiári,“ útskýrir hann. Auk þess sé afsláttur af veiðigjaldi, sem reiknaðist út frá skuldastöðu fyrirtækja árið 2011, fallinn úr gildi. Fleiri fyrirtæki greiði nú hærri gjöld en áður.Versnandi arðsemi Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands drógust rekstrartekjur í sjávarútvegi saman um 42 milljarða eða 11 prósent árið 2016. EBIT – rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði – minnkaði enn fremur um 17 milljarða eða 26 prósent á milli ára. Hefur EBIT í atvinnugreininni dregist saman um ríflega 30 prósent á síðustu átta árum á sama tíma og rekstrarhagnaður hefur aukist um 65 prósent í viðskiptahagkerfinu. Helstu afkomutölur sjávarútvegsfyrirtækja hafa þróast til verri vegar á síðustu árum í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Á það sérstaklega við um arðsemi eigna, þ.e. EBIT sem hlutfall af eignum, en samtímis og hún dróst saman um 48 prósent í sjávarútvegi á árunum 2012 til 2016 jókst hún um þrjú prósent í viðskiptahagkerfinu og 22 prósent í ferðaþjónustu, svo fáein dæmi séu tekin. Útlit er fyrir að árið 2017 hafi verið lakara ár í sjávarútvegi en árið 2016, að sögn Jónasar Gests, enda hafi verkfall sjómanna í byrjun ársins og lækkað verð sjávarafurða í íslenskum krónum sett sinn svip á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Hann segir þetta ár, 2018, geta orðið svipað og síðasta ár en það fari þó eftir þróun gengis og annarra óvissuþátta.Þrátt fyrir verri framlegð sjávarútvegsfyrirtækja hefur skuldastaða þeirra þróast með jákvæðum hætti undanfarið að því leyti að heildarskuldir greinarinnar hafa farið lækkandi og eiginfjárhlutfall hækkandi, en það var ríflega 44 prósent árið 2016. Greinin hefur jafnframt hagnast um 50 milljarða króna að meðaltali á ári síðustu ár. Verri arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja hefur jafnframt leitt af sér minni arðgreiðslur. Útreikningar Markaðarins leiða í ljós að útgreiðsla arðs nam um 23 prósentum af hagnaði í atvinnugreininni árið 2016 samanborið við 44 prósent árið 2014. Arðgreiðslur fyrirtækja í sjávarútvegi fóru vaxandi á árunum 2009 til 2014 samhliða bættri skuldastöðu eftir að hafa dregist verulega saman í kjölfar fjármálahrunsins. Þær hafa hins vegar dregist að nýju saman á allra síðustu árum og hefur samdrátturinn að jafnaði verið meiri en í öðrum atvinnugreinum. Arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010 til 2016 voru 21,5 prósent í sjávarútvegi en 30,8 prósent í viðskiptahagkerfinu.„Sem betur fer er íslenskur sjávarútvegur vel rekin grein sem getur greitt milljarða til ríkisins en fjárhæðin er ekki af þeirri stærðargráðu að það skipti sköpum fyrir ríkissjóð,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Öfugsnúin umræða Ásgeir segir það almennt ofmetið í umræðunni hvað ríkið geti sótt mikið fjármagn með því að skattleggja sjávarútvegsfyrirtæki. Ekki sé um neinar verulegar fjárhæðir að ræða sem skipti sköpum fyrir rekstur ríkissjóðs. Hann bendir jafnframt á að bankar og sjávarútvegsfyrirtæki greiði stærstan hluta af þeim tekjuskatti sem lagður er á fyrirtæki. „Umræðan er oft á tíðum öfugsnúin. Í stað þess að ræða hvernig við getum nýtt skattpeningana betur snýst umræðan iðulega um að láta sjávarútveginn fjármagna heilbrigðiskerfið, menntakerfið og allt sem okkur dettur í hug með hærra auðlindagjaldi. Það er bara ekki hægt. Sem betur fer er íslenskur sjávarútvegur vel rekin grein sem getur greitt milljarða til ríkisins en fjárhæðin er ekki af þeirri stærðargráðu að það skipti sköpum fyrir ríkissjóð,“ segir Ásgeir og bætir við: „Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef sjávarútvegurinn á að borga hátt auðlindagjald verður hann að fá að vera í takt við tímann og standast erlenda samkeppni. Það er ekki samtímis mögulegt að hindra hagræðingu með því að þvinga upp á atvinnugreinina einhverjum pólitískum markmiðum. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í greininni undanfarna áratugi. Hagkvæmari fyrirtæki hafa keypt út þau lakari og samhliða hafa fyrirtækin stækkað en jafnframt hefur litlum og sérhæfðum fyrirtækjum fjölgað. Við hljótum að vilja leyfa greininni að þróast áfram í friði.“Jónas Gestur segir að veiðigjöldin hafi vissulega áhrif á rekstur stærri fyrirtækja en þau hafi meiri möguleika en þau minni á því að hagræða og mæta auknum gjöldum með kostnaðarsparnaði, fjárfestingum og vélvæðingu. „Fyrirtæki í sjávarútvegi greiða 20 prósenta tekjuskatt af hagnaði sínum en ef veiðigjöldunum er bætt við má halda því fram að þau greiði allt að tvöfaldan þann tekjuskatt sem fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum þurfa að greiða og jafnvel rúmlega það. Það eru flestir sammála um að sjávarútvegsfyrirtæki eigi að greiða fyrir aðgang að auðlindinni en sé skattlagningin of há mun hún eðlilega leiða til gríðarlegrar fækkunar í greininni og til þess að menn þurfa að grípa til hagræðingaraðgerða, eins og við höfum séð síðustu ár.“ Hann tekur sem dæmi að veiðigjöld af þorski geti farið í 8 til 14 prósent af hráefnisverði. Slík skattheimta sé augljóslega íþyngjandi fyrir mörg fyrirtæki. Að mati Jónasar Gests er bagalegt að veiðigjöldin grundvallist á afkomu greinarinnar fyrir tveimur árum. Aðstæður hafi breyst mjög til hins verra frá árinu 2015 en veiðigjöldin taki ekki tillit til þess. Ein leið til bóta væri að miða við nýrri afkomutölur, til dæmis að leggja á miðað við almanaksárið, og bæta fleiri breytum inn í útreikninga veiðigjaldanna, til dæmis úthlutun aflaheimilda, þróun gengis, afurðaverðs, olíuverðs og launakostnaðar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira