List við hæfi Magnús Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hin árlegi listamannalaunaskjálfti gekk yfir síðastliðinn föstudag en virðist þó hafa verið öllu veikari en oft áður. Það er vonandi að meiri sátt ríki um það en áður að við sem samfélag fjárfestum í listum og menningu með því að greiða fólki laun fyrir að sinna sköpun. Auðvitað eru ekki allir sáttir við hver fékk eitthvað og hver ekkert en það getur ekki talist eftirsóknarvert að hlutast til um slíkt. Margar listgreinar eru undir sem allar þurfa að leitast við að sinna breiðum hópi listunnenda, ekki síst með tilliti til aldurs og þroska, því ef þessi þjóð vill eiga snjallar og skapandi kynslóðir þurfa þær næringu. Yngri kynslóðir þurfa jafnvel öðrum fremur listræna næringu við hæfi, hvatningu og fyrirmyndir. svo upp vaxi skapandi og framsæknir einstaklingar. Það er því umhugsunarefni hvort ekki megi huga betur og með markvissari hætti að því að tryggja unga fólkinu íslenska listsköpun. List sem er sköpuð fyrir það og tekur mið af veruleika þess og lífi. Ef horft er til þeirra ágætu listamanna sem fengu úthlutuð listamannalaun í ár, eða hafa notið launanna á síðustu árum, þá leynir sér ekki að framlög til þeirra sem skapa list handa börnum og unglingum eru ekki í samræmi við mannfjölda þeirra kynslóða. Á Íslandi í dag eru um 70.000 börn og unglingar á aldrinum 0 til 18 ára en engu að síður nýtur listsköpun handa þessum kynslóðum hlutfallslega margfalt minni stuðnings af hálfu hins opinbera. Það þýðir að þeir listamenn sem leggja í þá vegferð að skapa fyrir börn og unglinga eiga mun takmarkaðri afkomumöguleika, og að auki er alla jafna uppi sú krafa í samfélaginu að það sé ekki of dýrt að leyfa unga fólkinu að njóta lista. Barna- og unglingabókmenntir eru oftar en ekki í forgrunni þessarar umræðu og það er vel skiljanlegt í ljósi margítrekaðs mikilvægis þeirra fyrir málfærni, menntunarmöguleika, siðferðislegan þroska og þannig mætti áfram telja. Hlutur höfunda sem skrifa fyrir þennan hóp er ekki í nokkru samræmi við þetta en bókmenntunum til varnar þá verður að segjast að staðan er síst betri í öðrum listgreinum. Lestur, eins góður og mikilvægur hann er, hentar nefnilega ekki öllum. Það er líka mikilvægt að sinna þeim ungmennum sem hentar betur að njóta, læra og þroskast með t.d. myndlist, leiklist, tónlist eða dans í forgrunni. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á mikilvægi listsköpunar fyrir samfélagið og þá verðmætasköpun sem hún leiðir af sér. Að auka við hlut listsköpunar fyrir börn og unglinga má því alls ekki gerast á kostnað þess sem þegar er sett í þennan málaflokk heldur þarf að hugsa þetta sem viðbót. Hugsa um það sem langtímafjárfestingu í þeim mannauði sem er að finna í yngstu kynslóðunum að bjóða þeim upp á list sem hæfir aldri þeirra, þroska og áhugasviði. Ef vel tekst til munum við njóta þess að hér vaxi úr grasi sem aldrei fyrr hæfileikafólk sem sigrað getur heiminn með sögum, söng, myndum og leik.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Hin árlegi listamannalaunaskjálfti gekk yfir síðastliðinn föstudag en virðist þó hafa verið öllu veikari en oft áður. Það er vonandi að meiri sátt ríki um það en áður að við sem samfélag fjárfestum í listum og menningu með því að greiða fólki laun fyrir að sinna sköpun. Auðvitað eru ekki allir sáttir við hver fékk eitthvað og hver ekkert en það getur ekki talist eftirsóknarvert að hlutast til um slíkt. Margar listgreinar eru undir sem allar þurfa að leitast við að sinna breiðum hópi listunnenda, ekki síst með tilliti til aldurs og þroska, því ef þessi þjóð vill eiga snjallar og skapandi kynslóðir þurfa þær næringu. Yngri kynslóðir þurfa jafnvel öðrum fremur listræna næringu við hæfi, hvatningu og fyrirmyndir. svo upp vaxi skapandi og framsæknir einstaklingar. Það er því umhugsunarefni hvort ekki megi huga betur og með markvissari hætti að því að tryggja unga fólkinu íslenska listsköpun. List sem er sköpuð fyrir það og tekur mið af veruleika þess og lífi. Ef horft er til þeirra ágætu listamanna sem fengu úthlutuð listamannalaun í ár, eða hafa notið launanna á síðustu árum, þá leynir sér ekki að framlög til þeirra sem skapa list handa börnum og unglingum eru ekki í samræmi við mannfjölda þeirra kynslóða. Á Íslandi í dag eru um 70.000 börn og unglingar á aldrinum 0 til 18 ára en engu að síður nýtur listsköpun handa þessum kynslóðum hlutfallslega margfalt minni stuðnings af hálfu hins opinbera. Það þýðir að þeir listamenn sem leggja í þá vegferð að skapa fyrir börn og unglinga eiga mun takmarkaðri afkomumöguleika, og að auki er alla jafna uppi sú krafa í samfélaginu að það sé ekki of dýrt að leyfa unga fólkinu að njóta lista. Barna- og unglingabókmenntir eru oftar en ekki í forgrunni þessarar umræðu og það er vel skiljanlegt í ljósi margítrekaðs mikilvægis þeirra fyrir málfærni, menntunarmöguleika, siðferðislegan þroska og þannig mætti áfram telja. Hlutur höfunda sem skrifa fyrir þennan hóp er ekki í nokkru samræmi við þetta en bókmenntunum til varnar þá verður að segjast að staðan er síst betri í öðrum listgreinum. Lestur, eins góður og mikilvægur hann er, hentar nefnilega ekki öllum. Það er líka mikilvægt að sinna þeim ungmennum sem hentar betur að njóta, læra og þroskast með t.d. myndlist, leiklist, tónlist eða dans í forgrunni. Það hefur margsinnis verið sýnt fram á mikilvægi listsköpunar fyrir samfélagið og þá verðmætasköpun sem hún leiðir af sér. Að auka við hlut listsköpunar fyrir börn og unglinga má því alls ekki gerast á kostnað þess sem þegar er sett í þennan málaflokk heldur þarf að hugsa þetta sem viðbót. Hugsa um það sem langtímafjárfestingu í þeim mannauði sem er að finna í yngstu kynslóðunum að bjóða þeim upp á list sem hæfir aldri þeirra, þroska og áhugasviði. Ef vel tekst til munum við njóta þess að hér vaxi úr grasi sem aldrei fyrr hæfileikafólk sem sigrað getur heiminn með sögum, söng, myndum og leik.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun