Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. janúar 2018 21:42 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fengu ekkert draumaveður á Paradísareyju. Þrátt fyrir það spilaði Ólafía mjög vel í dag. mynd/golf.is/gabe roux Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira