Veruleikarofnir álitsgjafar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Það var helst í fréttum í gær að enn vantar mikið upp á að leikskólar og frístundaheimili grunnskólanna séu fullmönnuð í Reykjavík. Minnir þetta ástand á stöðuna víða úti á landi fyrir nokkrum áratugum. Engar fréttir voru um að það vantaði starfsfólk á skrifstofur borgarinnar. Fullmannað á Mannréttindaskrifstofunni, skrifstofa borgarstjóra fullmönnuð, allt pakkað á stjórnsýslusviðinu. Það var líka í fréttum í vikunni að tekjur Reykjavíkurborgar eru í hæstu hæðum, borgarbúar keppast við að borga meira og meira fyrir minni þjónustu. Ekki að undra að ánægjumælingar sýni að við erum ekki ánægð, borgin er ekki að standa sig, en nágrannasveitarfélögin blómstra. Ekki skrýtið að Dagur ákvað í nafni gegnsæis að hætta að mæla ánægjuna með þeim orðum að Reykvíkingar væru kröfuharðari en aðrir, sem sagt ekki hægt að gera þeim til geðs. En hvað myndi gleðja okkur? Það eru frekar einfaldir hlutir. Við viljum að börnin geti án vandræða verið á leikskólum og á frístundaheimilum, við viljum að borgin sé hrein, götur þvegnar og gras slegið, við viljum að ruslið sé sótt og við viljum að umferðin gangi greiðlega fyrir sig. Við viljum á hinn bóginn ekki að hundruðum milljóna sé varið í að þrengja götur, að gæluverkefni gangi fyrir grunnþjónustu eða borgarstjóra sem hverfur alltaf þegar á bjátar. Er hér fátt eitt nefnt og kannski er þetta kröfuharka. En á sama tíma fullyrða vinstrisinnaðir álitsgjafar að borgarstjórinn sé í sterkri stöðu. Það er í hrópandi mótsögn við mælda óánægju Reykvíkinga. Þetta veruleikarof álitsgjafanna er heillandi skrýtið, en ólíklegt að það trompi staðreyndir og dómgreind borgarbúa.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun