Lífið

Skotið úr stærðarinnar riffli í „Slow mo“

Samúel Karl Ólason skrifar
Frekar óþægilegt sjónarhorn.
Frekar óþægilegt sjónarhorn.
Þegar það er í boði að skjóta úr 50. kalíbera riffli og taka það upp með háhraða myndavél kemur ekki til greina að sleppa því. Þeir Gavin og Dan fóru nýverið í heimsókn til Destin í Smarter Everyday og tóku upp myndbönd þar sem þeir voru að skjóta úr stærðarinnar riffli.

Meðal annars könnuðu þeir hvernig skothelt gler, sem hannað er fyrir 9 millimetra kúlur, stendur sig gegn 50. kalíbera kúlu. Þá prófuðu þeir einnig að stilla upp háhraðamyndavél og spegli þannig að þegar spegillinn var skotinn leit út fyrir að kúlan væri á leið beint í myndavélin.

Byssur og háhraða myndavélar. Hvað getur klikkað?

Hér er svo myndband frá þeim þremur sem birt var fyrir mánuði síðan.


Slow Mo Guys hafa nú tekið höndum saman við Youtube og ætla sér að gera ný innslög sem bera hið frumlega heiti: Super Slow Show. Þar nota þeir myndavélar sínar til að ná nýjum hæðum í framleiðslu „Slow mo“ myndbanda.

Í fyrsta innslagi þeirra tóku þeir upp hasarhetjumyndband af sér með sprengingum og öllu tilheyrandi. Svo fengu þeir leikarann Dylan Sprouse, sem meðal annars lék barnið Ben í Friends, og áhættuleikarann Kyle Weishaar til að kenna sér að stökkva úr mikilli hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.