Ólafía Þórunn byrjar aftur á Paradísareyju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ólafía Þórunn byrjar LPGA-tímabilið á Paradísareyju. mynd/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi. Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, er mætt á Paradísareyju þar sem hún keppir á Pure Silk-Bahamas mótinu í golfi. Það var á þessu móti og á þessum stað þar sem ferill hennar á LPGA-mótaröðinni hófst fyrir ári. Þá komst Ólafía í gegnum niðurskurðinn og lék alls á fimm höggum undir pari. Hún mátti vel við una, enda nýbúin að gangast undir mikla kjálkaaðgerð. Undirbúningurinn hefur verið öllu hefðbundnari að þessu sinni. Ólafía hefur verið við æfingar í Flórída í þessum mánuði eftir að hafa tekið sér kærkomið frí í desember. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar í fyrra og hélt þar með þátttökurétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims. Hún keppti á 26 mótum í fyrra en ljóst er að þau verða öllu færri í ár. Ólafía er í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni í ár og getur oftast nær valið sér mót til að keppa á. Keppnisálagið verður því ekki eins mikið og í fyrra. Pure Silk-mótið hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Leiknar verða 72 holur, eða fjórir hringir. Par Ocean-vallarins á Paradísareyju er 73 högg. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda að þessu sinni, þ. á m. Shanshan Feng frá Suður-Kóreu sem situr í efsta sæti heimslistans. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum á titil að verja. Tólf nýliðar taka þátt á Pure Silk í ár. Ólafía verður með nýjan kylfusvein á Pure Silk og fyrstu mótunum á tímabilinu. Hann heitir Gary Wildman og er reyndur í sínu fagi.
Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira