Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Nýrrar kynslóðar Nissan Leaf er beðið með mikilli eftirvæntingu, líka hér á landi. „Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr væntingum,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri BMW, Nissan og Subaru hjá BL, um gríðarlegan áhuga Íslendinga á nýrri kynslóð rafmagnsbílsins Nissan Leaf. Alls hafa 129 forpantanir verið gerðar hjá BL síðan umboðið hóf að taka við þeim á dögunum og eru forpantanir á við sölu þeirra á síðasta ári. Nýi rafbíllinn fer ekki í sölu fyrr en í apríl þó fyrstu pantanir verði afgreiddar í lok mars. „Við höfum farið fram á innáborgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar og því ljóst að áhugasamir ætla sér að fylgja honum á eftir, en rafbílar hafa notið stigvaxandi vinsælda á undanförnum misserum. Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu og 13 þúsund í Bandaríkjunum. Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna. Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. Forpantanir á nýju tegundinni jafnast því á við heildarsölu ársins í fyrra en Brynjar segir að BL hafi sett sér markmið að forselja 60 stykki og viðtökurnar því langt umfram væntingar. Gert er ráð fyrir að hinir nýju rafbílar muni kosta frá um 3,5 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í desember að Orka náttúrunnar myndi hefja gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum þann 1. febrúar næstkomandi, þar sem mínútan mun kosta 39 krónur. Hlöðum hefur fjölgað að undanförnu og mun fjölga umtalsvert á næstunni samhliða þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira