Hrakfallasaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. janúar 2018 07:00 United Silicon, félag sem rekið hefur verið utan um fyrirhugaða kísilframleiðslu á Reykjanesi, hefur verið lýst gjaldþrota. Félagið fékk greiðslustöðvun í ágúst. Eftir að Umhverfisstofnun útilokaði að reksturinn hæfist á ný fyrr en að uppfylltum kröfum um miklar endurbætur, virðist stjórn félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki yrði sótt um fleiri gálgafresti. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í ágúst 2014 átti að byggja stærstu kísilverksmiðju í heimi. Verksmiðjan átti að verða mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum. Ekki vantaði fyrirmennin við athöfnina. Tölur fluttu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sagði tímamótin til marks um að hjólin væru farin að snúast eftir hrun. Saga United Silicon er samfelld hrakfallasaga frá fyrsta starfsdegi. Verksmiðjan stóðst aldrei byggingarreglugerðir og var þar fyrir utan meira og minna óstarfhæf allan rekstrartíma félagsins. Ljóst er að Arion banki fær langstærsta skellinn. Bankinn var burðarás í fjármögnun verksins. Hann fékk fyrr en varði allt í fangið og neyddist til að breyta lánum í hlutafé – var orðinn stærsti hluthafinn þegar yfir lauk. Í ársreikningi færði hann niður 4,8 milljarða vegna United Silicon, og líklegt er að frekari afskrifta sé þörf, enda lagði bankinn um átta milljarða í hítina. Eru þá ótaldar þær tvö hundruð milljónir sem bankinn lagði félaginu til mánaðarlega meðan á greiðslustöðvun stóð. Ekki má gleyma að þrír íslenskir lífeyrissjóðir lögðu um milljarð króna í ævintýrið. Í apríl, þegar ljóst átti að vera hvert stefndi, lögðu Festa og Frjálsi lífeyrissjóðurinn félaginu til 433 milljónir króna. Félagar í sjóðunum hljóta að spyrja sig um greiningarvinnuna að baki þeirri fjárfestingu. Í nýrri skýrslu KPMG um starfsemina kemur ýmislegt kúnstugt fram, og þá helst grunsemdir um að Magnús Garðarsson forstjóri hafi dregið sér ríflega 600 milljónir króna úr sjóðum félagsins. Hann hafi falsað reikninga, undirskriftir og lánasamninga, og útbúið gervilén. Virðist þetta hafa átt sér stað frá upphafi. Arion banki hefur kært Magnús. Spurning er hvort ekki sé of seint í rassinn gripið. Því hlýtur að vera verðugt athugunarefni hvort banki, með fjölda sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum, getur spilað út fórnarlambsspilinu. Ýmislegt lá fyrir um skrautlega fortíð forstjóra United Silicon. Þrátt fyrir það hefur bankinn lýst því yfir að könnunarvinna í aðdraganda viðskiptanna hafi verið „í öllum meginatriðum góð“. Arion banki er að hluta í eigu ríkisins. Lífeyrissjóðirnir eiga að ávaxta peninga fólksins sem á þá. United Silicon fékk fyrirgreiðslu frá yfirvöldum og átti greinilega hauk í horni meðal stjórnmálamanna, fleiri en einn og fleiri en tvo. Þegar farið er með opinbert vald og almannafé, verður að gera þá kröfu að vandað sé til verka. Þess vegna eigum við heimtingu á að upplýst verði með ítarlegum hætti hvernig málum var háttað í tengslum við United Silicon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir United Silicon Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun
United Silicon, félag sem rekið hefur verið utan um fyrirhugaða kísilframleiðslu á Reykjanesi, hefur verið lýst gjaldþrota. Félagið fékk greiðslustöðvun í ágúst. Eftir að Umhverfisstofnun útilokaði að reksturinn hæfist á ný fyrr en að uppfylltum kröfum um miklar endurbætur, virðist stjórn félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki yrði sótt um fleiri gálgafresti. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í ágúst 2014 átti að byggja stærstu kísilverksmiðju í heimi. Verksmiðjan átti að verða mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum. Ekki vantaði fyrirmennin við athöfnina. Tölur fluttu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sagði tímamótin til marks um að hjólin væru farin að snúast eftir hrun. Saga United Silicon er samfelld hrakfallasaga frá fyrsta starfsdegi. Verksmiðjan stóðst aldrei byggingarreglugerðir og var þar fyrir utan meira og minna óstarfhæf allan rekstrartíma félagsins. Ljóst er að Arion banki fær langstærsta skellinn. Bankinn var burðarás í fjármögnun verksins. Hann fékk fyrr en varði allt í fangið og neyddist til að breyta lánum í hlutafé – var orðinn stærsti hluthafinn þegar yfir lauk. Í ársreikningi færði hann niður 4,8 milljarða vegna United Silicon, og líklegt er að frekari afskrifta sé þörf, enda lagði bankinn um átta milljarða í hítina. Eru þá ótaldar þær tvö hundruð milljónir sem bankinn lagði félaginu til mánaðarlega meðan á greiðslustöðvun stóð. Ekki má gleyma að þrír íslenskir lífeyrissjóðir lögðu um milljarð króna í ævintýrið. Í apríl, þegar ljóst átti að vera hvert stefndi, lögðu Festa og Frjálsi lífeyrissjóðurinn félaginu til 433 milljónir króna. Félagar í sjóðunum hljóta að spyrja sig um greiningarvinnuna að baki þeirri fjárfestingu. Í nýrri skýrslu KPMG um starfsemina kemur ýmislegt kúnstugt fram, og þá helst grunsemdir um að Magnús Garðarsson forstjóri hafi dregið sér ríflega 600 milljónir króna úr sjóðum félagsins. Hann hafi falsað reikninga, undirskriftir og lánasamninga, og útbúið gervilén. Virðist þetta hafa átt sér stað frá upphafi. Arion banki hefur kært Magnús. Spurning er hvort ekki sé of seint í rassinn gripið. Því hlýtur að vera verðugt athugunarefni hvort banki, með fjölda sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum, getur spilað út fórnarlambsspilinu. Ýmislegt lá fyrir um skrautlega fortíð forstjóra United Silicon. Þrátt fyrir það hefur bankinn lýst því yfir að könnunarvinna í aðdraganda viðskiptanna hafi verið „í öllum meginatriðum góð“. Arion banki er að hluta í eigu ríkisins. Lífeyrissjóðirnir eiga að ávaxta peninga fólksins sem á þá. United Silicon fékk fyrirgreiðslu frá yfirvöldum og átti greinilega hauk í horni meðal stjórnmálamanna, fleiri en einn og fleiri en tvo. Þegar farið er með opinbert vald og almannafé, verður að gera þá kröfu að vandað sé til verka. Þess vegna eigum við heimtingu á að upplýst verði með ítarlegum hætti hvernig málum var háttað í tengslum við United Silicon.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun