Lögmaðurinn Lúðvík á batavegi eftir útreið frá Lollu Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Ólafía Hrönn, oft kölluð Lolla, er alveg miður sín vegna atviksins og vonar að allt sé í góðu lagi. vísir/valli Þorrablót íþróttafélagsins Stjörnunnar var haldið með pomp og prakt á bóndadaginn, síðastliðinn föstudag, í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Blótið var að venju fjölmennt en allt að þúsund manns gerðu sér þar glaðan dag. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla eins og hún er gjarnan kölluð, sá um veislustjórn eins og henni einni er lagið. Þegar komið var að sölu happdrættismiða dró til tíðinda. Við gefum Lollu orðið. „Ég var að hvetja gesti til að kaupa sem flesta happdrættismiða og fékk Lúðvík Steinarsson lögmann til liðs við mig en hann er formaður þorrablótsnefndarinnar. Við vorum með æft atriði – ég sem sagt tók hann upp á fótunum og sneri honum á hvolf til að hrista krónurnar úr vösunum. Þetta átti að vera sýnikennsla í því hvernig hægt væri að tæma alla vasa með sem hröðustum hætti og hvatning til happdrættismiðakaupa. Við höfðum æft þetta daginn áður og þá gekk þetta vel. En svo á kvöldinu sjálfu steig ég í skyrtuna hans og þá rann ég til og missi hann í gólfið með höfuðið niður. Hann fékk högg á hnakkann. Ég er algjörlega í rusli yfir þessu – svona höfuðhögg geta verið stórhættuleg.“ Það vakti undrun blaðamanns að leikkonan vílaði ekki fyrir sér að hífa fullorðinn karlmann upp á fótunum og hrista hann til – var hann ekki þungur? „Hann tók í, ég viðurkenni það. Ég er alveg eyðilögð vona að hann nái sér sem fyrst og að þetta hafi ekki haft neinar alvarlegar afleiðingar,“ segir Ólafía Hrönn og bað fyrir góðar kveðjur til Lúðvíks og Stjörnumanna. Lúðvík brást vel við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið og sagði að engu sérstöku væri við að bæta og kvaðst því miður ekki eiga mynd af atburðinum, hefði gjarnan viljað sjá þetta á mynd. „Þetta var bara óhapp. Ég er óbrotinn, búinn að fara í myndatöku, en lemstraður eins og gefur að skilja. Ég verð örugglega fljótur að ná mér og verð orðinn jafngóður ef ekki betri áður en ég veit af. Ég er nú vanur að gera ýmislegt fyrir íþróttafélagið mitt Stjörnuna – eigum við ekki bara að segja að ég hafi tekið „one for the team“,“ segir Lúðvík sem var mjög ánægður með þorrablótið og sagði það vel heppnað þetta árið líkt og endranær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þorrablót íþróttafélagsins Stjörnunnar var haldið með pomp og prakt á bóndadaginn, síðastliðinn föstudag, í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ. Blótið var að venju fjölmennt en allt að þúsund manns gerðu sér þar glaðan dag. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Lolla eins og hún er gjarnan kölluð, sá um veislustjórn eins og henni einni er lagið. Þegar komið var að sölu happdrættismiða dró til tíðinda. Við gefum Lollu orðið. „Ég var að hvetja gesti til að kaupa sem flesta happdrættismiða og fékk Lúðvík Steinarsson lögmann til liðs við mig en hann er formaður þorrablótsnefndarinnar. Við vorum með æft atriði – ég sem sagt tók hann upp á fótunum og sneri honum á hvolf til að hrista krónurnar úr vösunum. Þetta átti að vera sýnikennsla í því hvernig hægt væri að tæma alla vasa með sem hröðustum hætti og hvatning til happdrættismiðakaupa. Við höfðum æft þetta daginn áður og þá gekk þetta vel. En svo á kvöldinu sjálfu steig ég í skyrtuna hans og þá rann ég til og missi hann í gólfið með höfuðið niður. Hann fékk högg á hnakkann. Ég er algjörlega í rusli yfir þessu – svona höfuðhögg geta verið stórhættuleg.“ Það vakti undrun blaðamanns að leikkonan vílaði ekki fyrir sér að hífa fullorðinn karlmann upp á fótunum og hrista hann til – var hann ekki þungur? „Hann tók í, ég viðurkenni það. Ég er alveg eyðilögð vona að hann nái sér sem fyrst og að þetta hafi ekki haft neinar alvarlegar afleiðingar,“ segir Ólafía Hrönn og bað fyrir góðar kveðjur til Lúðvíks og Stjörnumanna. Lúðvík brást vel við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið og sagði að engu sérstöku væri við að bæta og kvaðst því miður ekki eiga mynd af atburðinum, hefði gjarnan viljað sjá þetta á mynd. „Þetta var bara óhapp. Ég er óbrotinn, búinn að fara í myndatöku, en lemstraður eins og gefur að skilja. Ég verð örugglega fljótur að ná mér og verð orðinn jafngóður ef ekki betri áður en ég veit af. Ég er nú vanur að gera ýmislegt fyrir íþróttafélagið mitt Stjörnuna – eigum við ekki bara að segja að ég hafi tekið „one for the team“,“ segir Lúðvík sem var mjög ánægður með þorrablótið og sagði það vel heppnað þetta árið líkt og endranær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira