Veðlán til sjóðsfélaga hafa farið úr níu milljörðum í 132 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Starfshópurinn þegar skýrslan var kynnt í gær. vísir/ernir Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira