Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 11:03 Gunnar Nelson fær líklega ekki bardaga í Lundúnum í mars. vísir/getty Ekkert verður af bardaga Gunnar Nelson á móti Englendingnum Darren Till í Lundúnum á UFC Fight Night 17. mars, en Gunnar var búinn að samþykkja að berjast þá gegn Till eins og greint hefur verið frá. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir við Vísi að Till sé búinn að afþakka bardagann sem átti að vera aðalatriðið þetta kvöldið. Gunnar barðist einnig í Lundúnum á síðasta ári og pakkaði þá Alan Jouban saman í búrinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði fyrstur frá því á Twitter-síðu sinni að UFC væri búið að bjóða bæði Gunnari og Till að berjast í aðalbardaga kvöldsins en Till sagðist ekkert boð hafa fengið í viðtali við MMAjunkie daginn eftir. Það er ekki rétt, að sögn Haraldar.Darren Till er á mikilli uppleið í UFC.vísir/gettyTill segist veikur „Ég las þetta viðtal þar sem hann sagðist ekki hafa fengið boð um að berjast. Það er bara bull,“ segir Haraldur sem var að ræða þessi mál í nótt við Dana White, forseta UFC, og Sean Shelby, manninn sem sér um að setja saman bardaga fyrir sambandið. „Till segist vera veikur og ekki klár í að keppa eftir tvo mánuði. Það er klárt að umboðsmaður hans fékk boð frá UFC um að berjast við Gunnar en hvort hann svo skilaði því veit ég ekki,“ segir Haraldur og veltir því fyrir sér hvort umboðsmaðurinn sé að vinna sína vinnu. Haraldur, White og Shelby voru að ræða aðra mögulega andstæðinga fyrir Gunnar í nótt sem vill ólmur berjast í Lundúnum í mars en Gunnar er ógnarvinsæll á Bretlandseyjum. „Nöfn Kamaru Usman og meira að segja Colby Covington komu upp en þeir eru báðir meiddir,“ segir Haraldur en það hefðu verið rosaleg tækifæri fyrir Gunnar. Usman er í níunda sæti styrkleikalistans og Covington í þriðja sæti.Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan.vísir/gettyAllir meiddir „Það er bara verið að leita að andstæðingi fyrir Gunna. Við erum ekki komnir með neitt en Gunni vill berjast í London. Hann er 79-80 kg núna og þarf því ekkert að skera niður frekar en vanalega. Við erum bæði búnir að fá óskir frá aðdáendum og einnig fjölmiðlamönnum um að Gunni berjist í London,“ segir Haraldur. Haraldur segir vera að ýta á efti því að Gunnar fái bardaga í Lundúnum en með hverjum deginum sem líður dregur úr líkum á því að svo verði. Allavega á meðan ekki finnst andstæðingur. „Það er ekki hægt að neyða menn til að berjast. Það á bara að hafa þetta eins og Gunni hefur alltaf sagt: Að að það sé bara kerfi þar sem mönnum er stillt upp á móti hvorum öðrum og sá bardagi skal fara fram,“ segir Haraldur, en hver er óskastaðan úr þessu? „Það væri gaman að fá bardaga sem fyrst og þá við einhvern af þeim sem eru á styrkleikalistanum. Það er bara erfitt því það virðast allir vera meiddir eða á leiðinni í klippingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Haraldur Nelson léttur að lokum. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnar Nelson á móti Englendingnum Darren Till í Lundúnum á UFC Fight Night 17. mars, en Gunnar var búinn að samþykkja að berjast þá gegn Till eins og greint hefur verið frá. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir við Vísi að Till sé búinn að afþakka bardagann sem átti að vera aðalatriðið þetta kvöldið. Gunnar barðist einnig í Lundúnum á síðasta ári og pakkaði þá Alan Jouban saman í búrinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði fyrstur frá því á Twitter-síðu sinni að UFC væri búið að bjóða bæði Gunnari og Till að berjast í aðalbardaga kvöldsins en Till sagðist ekkert boð hafa fengið í viðtali við MMAjunkie daginn eftir. Það er ekki rétt, að sögn Haraldar.Darren Till er á mikilli uppleið í UFC.vísir/gettyTill segist veikur „Ég las þetta viðtal þar sem hann sagðist ekki hafa fengið boð um að berjast. Það er bara bull,“ segir Haraldur sem var að ræða þessi mál í nótt við Dana White, forseta UFC, og Sean Shelby, manninn sem sér um að setja saman bardaga fyrir sambandið. „Till segist vera veikur og ekki klár í að keppa eftir tvo mánuði. Það er klárt að umboðsmaður hans fékk boð frá UFC um að berjast við Gunnar en hvort hann svo skilaði því veit ég ekki,“ segir Haraldur og veltir því fyrir sér hvort umboðsmaðurinn sé að vinna sína vinnu. Haraldur, White og Shelby voru að ræða aðra mögulega andstæðinga fyrir Gunnar í nótt sem vill ólmur berjast í Lundúnum í mars en Gunnar er ógnarvinsæll á Bretlandseyjum. „Nöfn Kamaru Usman og meira að segja Colby Covington komu upp en þeir eru báðir meiddir,“ segir Haraldur en það hefðu verið rosaleg tækifæri fyrir Gunnar. Usman er í níunda sæti styrkleikalistans og Covington í þriðja sæti.Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan.vísir/gettyAllir meiddir „Það er bara verið að leita að andstæðingi fyrir Gunna. Við erum ekki komnir með neitt en Gunni vill berjast í London. Hann er 79-80 kg núna og þarf því ekkert að skera niður frekar en vanalega. Við erum bæði búnir að fá óskir frá aðdáendum og einnig fjölmiðlamönnum um að Gunni berjist í London,“ segir Haraldur. Haraldur segir vera að ýta á efti því að Gunnar fái bardaga í Lundúnum en með hverjum deginum sem líður dregur úr líkum á því að svo verði. Allavega á meðan ekki finnst andstæðingur. „Það er ekki hægt að neyða menn til að berjast. Það á bara að hafa þetta eins og Gunni hefur alltaf sagt: Að að það sé bara kerfi þar sem mönnum er stillt upp á móti hvorum öðrum og sá bardagi skal fara fram,“ segir Haraldur, en hver er óskastaðan úr þessu? „Það væri gaman að fá bardaga sem fyrst og þá við einhvern af þeim sem eru á styrkleikalistanum. Það er bara erfitt því það virðast allir vera meiddir eða á leiðinni í klippingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Haraldur Nelson léttur að lokum.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00