Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Aðstandendur hátíðarinnar hafa vart undan að svara erlendum aðilum sem vilja fá að taka þátt í keppninni. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira