Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Saga Matthildur stefnir á að gefa út plötu síðar á þessu ári. Vísir/ERNIR Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira