Pastellitir og dýramynstur fyrir karlana Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Gull, brons og silfur. Snákaskinnsmynstur og sebramynstur. Pastellitir, skærfjólublár og ljósbrúnt frá toppi til táar. Svona eiga karlmenn að klæða sig næsta vetur að mati Tom Ford, sem sýndi herrafatalínu sína á tískuvikunni í New York. Fötin eru þannig sem Tom Ford myndi klæðast sjálfur, og einnig einhver miklu yngri. Þannig nær línan að ná yfir breitt aldursbil og höfðar til margra tískuáhugamanna. Það er mikið um staka jakka, úr glansandi og bróderuðu efni. Buxurnar eru þröngar og settar saman við ökklastígvél. Innblásturinn fyrir línuna fékk Tom frá tveimur stöðum sem hann hefur búið, Los Angeles og London, og er línan skemmtileg samsetning af þeim báðum. Tom Ford mun sýna kvenfatalínu sína í New York á morgun, þannig það er spurning hversu margar vísanir eða hugmyndir hann er að gefa okkur með því hvernig hún mun líta út. Mest lesið Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Hneppt pils fyrir haustið Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour James Corden gerir sína útgáfu af Lemonade Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour
Gull, brons og silfur. Snákaskinnsmynstur og sebramynstur. Pastellitir, skærfjólublár og ljósbrúnt frá toppi til táar. Svona eiga karlmenn að klæða sig næsta vetur að mati Tom Ford, sem sýndi herrafatalínu sína á tískuvikunni í New York. Fötin eru þannig sem Tom Ford myndi klæðast sjálfur, og einnig einhver miklu yngri. Þannig nær línan að ná yfir breitt aldursbil og höfðar til margra tískuáhugamanna. Það er mikið um staka jakka, úr glansandi og bróderuðu efni. Buxurnar eru þröngar og settar saman við ökklastígvél. Innblásturinn fyrir línuna fékk Tom frá tveimur stöðum sem hann hefur búið, Los Angeles og London, og er línan skemmtileg samsetning af þeim báðum. Tom Ford mun sýna kvenfatalínu sína í New York á morgun, þannig það er spurning hversu margar vísanir eða hugmyndir hann er að gefa okkur með því hvernig hún mun líta út.
Mest lesið Cara vinnur að tónlist með Nile Rodgers Glamour Jonathan Saunders verður yfirhönnuður Diane von Furstenberg Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Hneppt pils fyrir haustið Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Marc Jacobs býr til bol úr Instagram óhappinu Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour James Corden gerir sína útgáfu af Lemonade Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour