Bríet Ósk gerir það gott í Hollywood: „Stundum beðin um eiginhandaráritun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 13:30 Bríet Ósk er í dag búsett í London. „Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“ Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Hryllingskvöld hjá GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Ég leik „vonda kallinn“ í þáttunum,“ segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir sem er að reyna fyrir sér úti í hinum stóra heima sem leikkona. Hún fer með hlutverk í þáttunum Life as a Mermaid sem hafa náð gríðarlegum vinsældum á YouTube og með yfir 25 milljón áhorf. „Þeir fjalla um hafmeyjusystur sem búa á landi og fara í gegnum ýmsar hremmingar, og ég sem vondi kallinn er að reyna að ræna þeim til þess að selja þær og græða þannig peninga. Við sem leikum í þáttunum fáum mikið af bréfum frá ungum aðdáendum og oft teikningar og myndbönd og slíkt sem þau hafa gert handa okkur og það er virkilega gaman. Þá erum við líka stundum beðin um eiginhandaráritun eða mynd á götum Los Angeles.“ Bríet segir að það sé alltaf jafn skrýtin tilfinning að vera beðin um áritun. „Það er alltaf jafn fyndið að sjá hvað þau eru sjokkeruð yfir því að ég sé almennileg manneskja í raunveruleikanum þar sem ég leik náttúrulega illmenni í þáttunum. Þau eru stundum jafnvel hrædd við mig, þangað til þau átta sig á því að Astrid og leikkonan Bríet eru náttúrulega ekki sama manneskjan. Stundum segja þau mér að þau voni lúmskt að Astrid muni ganga vel og hún finni hafmeyjurnar og ræni þeim. Ég held að það sé ágætis vísbending um að manni hafi tekist vel upp í vinnunni sinni þegar áhorfendur óska vonda kallinum góðs gengis.“Bríet í þættinum Life as a Mermaid.Aðal markhópur Life as a Mermaid eru ungar stúlkur og mikilvægur undirtónn í þáttaröðinni allri er að hvetja áhorfendur til að elta draumana sína og trúa á sjálfa sig, sama hvað. En kvenkyns karakterarnir í þáttunum eru óttalausar, sjálfstæðar, berjast fyrir sínu og eru almennt mjög hugrakkar. „En annar mikilvægur boðskapur með þáttaröðinni er umhverfisverndun. Það er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að koma vel fram við plánetuna okkar og þá sérstaklega höfin, heimkynni hafmeyjanna. Þá er verið að hvetja áhorfendur til að draga úr plastnotkun og mikilvægi þess að endurvinna.“ Bríet segist eiga allskonar skemmtilegar sögur af ævintýrum í Hollywood. „En það er mikilvægt að vera alltaf á tánum og við öllu búinn í þessum bransa. Ég var t.d. nýverið óvænt beðin um að koma og vera live á ABC stöðinni í kjól eftir Warden Neil, sem er einn af stærstu hönnuðum Hollywood og hefur margfalt verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hönnun sína. Svo einu sinni á setti kallaði leikstjórinn mig til sín og sagði mér að í næstu senu ætti karakterinn sem ég lék að fá brjálæðiskast og missa vitið. Þessu var bara óvænt hent á mig án nokkurs undirbúnings, og svo var það bara einn tveir og action.“Bríet tekur sig vel út á rauða dreglinum í Hollywood.Hún segir að maður verði því alltaf að vera tilbúin í slaginn. „Oft fær maður símtöl kannski seint að kvöldi frá umboðsaðila um verkefni eða áheyrnarprufu daginn eftir. Þá er bara að vaka og stúdera alla nóttina, en svefnlausar nætur eru algengar þegar mikið er að gera. Aðrir þættir sem ég hef verið í hafa verið/verða sýndir á stöðvum svo sem Sky, Oxygen, CBS, Netflix o.fl. Svo var ég nýverið í stuttmynd sem var leikstýrt af frábærum manni sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.“ Bríet segir að margt skemmtilegt fylgi því þegar manni gangi vel í þessum bransa. „Þó það sé ekki alltaf dans á rósum og mikil vinna á bakvið þetta allt saman. Maður fær boð á allskonar frumsýningar og viðburði. Svo hef ég t.d. verið á setti með ýmsum stórstjörnum eins og Kevin Hart, Nick Cannon og Alexander Skarsgård til að nefna nokkrar. Núna er ég reyndar búsett í London og er búin að vera hér í nokkra mánuði. Erlendis geng ég undir nafninu Brie Kristiansen.“
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Hryllingskvöld hjá GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira