Kastað yfir baðkarsbrúnina og fíkniefnunum komið fyrir inni í henni Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2018 15:30 Sláandi saga í síðasta þætti af Burðardýrum. „Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
„Ég fékk alltaf pabbahelgar og drakk mikið og dópaði þá,“ segir kona í síðasta þætti af Burðardýrum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Konan sagði sögu sína og kaus að koma ekki fram undir nafni. „Ég kynnist manni sem ég var með í skólanum og við ákváðum að gifta okkur á einhverju fylleríi og við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði. Hann var voðalega góður við mig fyrst en reyndist síðan vera ofbeldismaður. Hann beitti mig líkamlegu og andlegu ofbeldi og nauðgaði mér í tvígang, svo ég muni eftir.“ Einn daginn komst konan að því að maðurinn hafi haldið framhjá henni með sameiginlegri vinkonu og þá hafi hún fundið styrk til að henda manninum út og losa sig við hann. „Ég og fyrrverandi mákona mín ákváðum að fara saman í skemmtiferð til Amsterdam og er okkur boðið í partý fyrsta kvöldið. Þetta var skuggalegt partý og það var mikið af svona dópliði á staðnum. Þarna var eldri íslenskur maður sem var mjög skuggalegur, og síðan yngri íslenskur maður sem mér fannst mjög myndalegur.“ Missti af flugvélinni Hún segir að yngri maðurinn hafi daðrað mikið við sig. „Við kyssumst og eyðum síðan nóttinni saman. Hann er mjög almennilegur við mig til að byrja með,“ segir konan sem eyddi stórum hluta af helginni með manninum. Undir lok ferðarinnar ætlaði maðurinn að skutla henni á flugvöllinn, en það stóðst ekki og hún missti af vélinni. „Hann bara kemur ekki og það endur með því að ég missi af fluginu. Ég næ loksins í hann og hann keyrir mig upp á hótel. Ég man að hann var með íþróttatösku og hann segir mér að ég eigi að flytja inn kókaín til Íslands og talar við mig eins og við höfðum rætt þetta áður.“ Fyrstu viðbrögð konunnar voru þau að hún væri ekki tilbúin í slíkt. „Hann fékk mig hálfpartinn til að trúa að ég hefði samþykkt þetta. Það sem gerist næst í allt í voðalegri móðu og eins og í draumi. Hann hótaði mér að eitthvað myndi koma fyrir börnin mín og pabba minn ef ég myndi ekki gera þetta. Þetta endar síðan með því að maðurinn kastar mér yfir baðkarsbrúnina og kemur efnunum fyrir. Annarri pakkningunni inn í endaþarminn og hinni inni í leggöngin.“ Hún segist algjörlega hafa frosið þegar þetta átti sér stað en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem sýndur var á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.
Burðardýr Tengdar fréttir „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45 Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30 Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45 Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. 29. janúar 2018 10:45
Ætlar að segja sögu sína til að hjálpa öðrum: „Af hverju geri ég mér þetta?“ Ragnar Erling Hermannsson var tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu árið 2009. 18. janúar 2018 13:30
Hringdi í alla ættina með byssu upp við hnakkann Þáttaröðin Burðardýr fjallar um einstaklinga úr íslenskum veruleika sem flækst hafa inn í skuggavef alþjóðlegs eiturlyfjasmygls. 30. janúar 2018 12:45
Smitaðist af HIV í Brasilíu: Fékk að fara til Íslands til að deyja Fyrsti þátturinn af Burðardýrum var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið en þá var fjallað um mál Ragnars Erlings Hermannssonar. 23. janúar 2018 15:45