Heimildarmynd í beinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 10:00 Tríóið sem stendur að tónleikunum, þau Arnór, Elmar og Dagný hlakka til kvöldsins. Við verðum með fyrstu tónleika ársins í kvöld klukkan 20 og ætlum að fjalla um sjálfan Rúnar Júlíusson, eða Hr. Rokk. Þeir verða auðvitað í Hljómahöllinni sem líka hýsir Rokksafn Íslands,“ segir Dagný Magnúsdóttir, einn þremenninganna sem standa að tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem vakið hefur athygli tvö undanfarin ár. Hinir eru Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Saman sjá þau um að syngja, spila og segja tónlistarsögu Reykjanessins og uppselt hefur verið á flesta tónleika. „Það má segja að um heimildarmynd í beinni sé að ræða því við segjum sögu söngvaskáldanna á milli laga og bregðum upp myndum frá ferli þeirra. Það liggur mikil vinna á bak við hverja tónleika þar sem tekin eru viðtöl við söngvaskáldin og samstarfsmenn eftir því sem kostur er og víða leitað heimilda. Ljósmyndir sýna líka bæjarbrag hvers tíma,“ lýsir Dagný. Hún segir hópinn lítið fyrir formlegheit en að mikið sé lagt upp úr afslöppuðu andrúmslofti. „Það má segja að þetta séu stofutónleikar og stundum bjóðum við gestum í sófann. Við viljum hafa allt á persónulegum nótum og ég býst við að það skíni í gegn að við þrjú skemmtum okkur manna best.“ Þau Dagný, Arnór og Elmar hafa starfað saman að ýmsum tónlistarverkefnum síðustu ár, eftir að kynni tókust með þeim í Kór Keflavíkurkirkju þar sem Arnór er organisti. Spurð hvort þau óttist ekki að verða uppiskroppa með söngvaskáld svarar Arnór: „Það er öðru nær, við eigum meira að segja kanónu eins og Gunna Þórðar eftir.“gun@frettabladid.is Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Við verðum með fyrstu tónleika ársins í kvöld klukkan 20 og ætlum að fjalla um sjálfan Rúnar Júlíusson, eða Hr. Rokk. Þeir verða auðvitað í Hljómahöllinni sem líka hýsir Rokksafn Íslands,“ segir Dagný Magnúsdóttir, einn þremenninganna sem standa að tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem vakið hefur athygli tvö undanfarin ár. Hinir eru Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson. Saman sjá þau um að syngja, spila og segja tónlistarsögu Reykjanessins og uppselt hefur verið á flesta tónleika. „Það má segja að um heimildarmynd í beinni sé að ræða því við segjum sögu söngvaskáldanna á milli laga og bregðum upp myndum frá ferli þeirra. Það liggur mikil vinna á bak við hverja tónleika þar sem tekin eru viðtöl við söngvaskáldin og samstarfsmenn eftir því sem kostur er og víða leitað heimilda. Ljósmyndir sýna líka bæjarbrag hvers tíma,“ lýsir Dagný. Hún segir hópinn lítið fyrir formlegheit en að mikið sé lagt upp úr afslöppuðu andrúmslofti. „Það má segja að þetta séu stofutónleikar og stundum bjóðum við gestum í sófann. Við viljum hafa allt á persónulegum nótum og ég býst við að það skíni í gegn að við þrjú skemmtum okkur manna best.“ Þau Dagný, Arnór og Elmar hafa starfað saman að ýmsum tónlistarverkefnum síðustu ár, eftir að kynni tókust með þeim í Kór Keflavíkurkirkju þar sem Arnór er organisti. Spurð hvort þau óttist ekki að verða uppiskroppa með söngvaskáld svarar Arnór: „Það er öðru nær, við eigum meira að segja kanónu eins og Gunna Þórðar eftir.“gun@frettabladid.is
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira