Strákarnir í Slow mo guys fengu nýverið til sín tvo atvinnu-súmóglímumenn til þess að berjast fyrir framan háhraðamyndavélar. Slow Mo Guys hafa nú tekið höndum saman við Youtube og ætla sér að gera ný innslög sem bera hið frumlega heiti: Super Slow Show. Þar nota þeir myndavélar sínar til að ná nýjum hæðum í framleiðslu „Slow mo“ myndbanda.
Þeir hafa birt fjölmörg myndbönd á síðustu vikum. Þar á meðal hafa þeir leikið sér með byssur, rafmagn, áhættuatriði og ýmislegt fleira.
Nú fengu þeir til sín þá Yama, sem hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í Súmóglímu á 27 ára ferli sínum, og Byamba, sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari á 16 ára ferli. Saman vega þeir um 450 kíló.
Yama og Byama tóku nokkra slagi en á endanum lét Dan einnig til sín taka. Hann fékk vægast sagt að kenna á því í hringnum.
Súmó-kappar berjast í „Slow mo“
Tengdar fréttir
Sýna hvernig sjónvörp virka í „Slowmo“
Strákarnir í Slow Mo Guys fara ítarlega yfir sjónvarpssjkái og takka upp á allt að 318 þúsund römmum á sekúndu.
Skotið úr stærðarinnar riffli í „Slow mo“
Þeir Gavin og Dan fóru nýverið í heimsókn til Destin í Smarter Everyday og tóku upp myndbönd þar sem þeir voru að skjóta úr stærðarinnar riffli.