Ísland tvívegis í Ofurskálinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 05:13 Víkingarnir eru vígalegir í auglýsingu Ram. Skjáskot Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins þegar keppt var um Ofurskálina svokölluðu í bandarísku NFL-deildinni. Það voru þó ekki íslenskir leikmenn sem stigu á völlinn í Minneapolis í nótt heldur brá íslensku landslagi og íslenskum kraftaköllum fyrir í tveimur hálfleiksauglýsingum - sem alla jafna draga milljónir manna að sjónvarpsskjánum ár hvert.Sjá einnig: Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Í auglýsingu flugfélagsins Turkish Airlines fræðir sjónvarpslæknirinn Dr. Oz áhorfendur um skilningarvit mannsins. Í umfjöllun hans um sjónina, en augu mannsins geta numið 10 milljón litaafbrigði að sögn læknisins, er komið við á Íslandi. Hópur fólks gengur um á Nesjavöllum og við Þingvallavatn þar sem það nýtur norðurljósanna. Þar að auki voru norskir kafarar fengnir sérstaklega til landsins til að kafa í upplýstu Þingvallavatni um niðdimma nótt, og hvölum bætt inn í eftirvinnslu. Ástæðan fyrir því að framleiðendur lögðu þetta á sig er einskær hreinleiki vatnsins.Það er þó ekki bara íslensk náttúra sem er í fyrirrúmi hjá bílaframleiðandanum Dodge Ram. Þar gerir hópur Íslendinga sér lítið fyrir og siglir úfinn sjó á víkingaskipi með heljarinnar pallbíl í eftirdragi - á meðan þau syngja Queen-smellinn We Will Rock You. Í auglýsingunni má meðal annars sjá Hlöðver Bernharð Jökulsson sem situr undir stýri, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, Stefán Sæbjörnsson, Svein Hjört Guðfinnsson og sjálfan Magnús Ver Magnússon sem fjórum sinnum hefur hampað titlinum sterkasti maður heims. Auglýsingu Turkish Airlines má nálgast hér að ofan og Ram hér að neðan Tengdar fréttir Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins þegar keppt var um Ofurskálina svokölluðu í bandarísku NFL-deildinni. Það voru þó ekki íslenskir leikmenn sem stigu á völlinn í Minneapolis í nótt heldur brá íslensku landslagi og íslenskum kraftaköllum fyrir í tveimur hálfleiksauglýsingum - sem alla jafna draga milljónir manna að sjónvarpsskjánum ár hvert.Sjá einnig: Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Í auglýsingu flugfélagsins Turkish Airlines fræðir sjónvarpslæknirinn Dr. Oz áhorfendur um skilningarvit mannsins. Í umfjöllun hans um sjónina, en augu mannsins geta numið 10 milljón litaafbrigði að sögn læknisins, er komið við á Íslandi. Hópur fólks gengur um á Nesjavöllum og við Þingvallavatn þar sem það nýtur norðurljósanna. Þar að auki voru norskir kafarar fengnir sérstaklega til landsins til að kafa í upplýstu Þingvallavatni um niðdimma nótt, og hvölum bætt inn í eftirvinnslu. Ástæðan fyrir því að framleiðendur lögðu þetta á sig er einskær hreinleiki vatnsins.Það er þó ekki bara íslensk náttúra sem er í fyrirrúmi hjá bílaframleiðandanum Dodge Ram. Þar gerir hópur Íslendinga sér lítið fyrir og siglir úfinn sjó á víkingaskipi með heljarinnar pallbíl í eftirdragi - á meðan þau syngja Queen-smellinn We Will Rock You. Í auglýsingunni má meðal annars sjá Hlöðver Bernharð Jökulsson sem situr undir stýri, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, Stefán Sæbjörnsson, Svein Hjört Guðfinnsson og sjálfan Magnús Ver Magnússon sem fjórum sinnum hefur hampað titlinum sterkasti maður heims. Auglýsingu Turkish Airlines má nálgast hér að ofan og Ram hér að neðan
Tengdar fréttir Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00