Svona verður þetta Pawel Bartozsek skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Hópur fólks flykktist í dag niður að Sundahöfn þar sem berja mátti augum einn háþróaðasta bíl landsins. Bíllinn, sem hefur verið kallaður „fyrsti raunverulega sjálfkeyrandi bíll heims“, er í eigu athafnamannsins Skúla Thomsen. Ekki var þó hægt að sjá bílinn þeytast tóman um götur Reykjavíkur að sinni en von er á sérfræðingum frá framleiðandanum sem koma munu til landsins á næstu dögum til að fínstilla bílinn fyrir íslenskar aðstæður.Eftir 5 ár Suður í Reykjanesbæ hefur hópur fjárfesta opnað nýtt tilrauna- og þróunarsvæði fyrir snjallbíla, Iceland Keflavik Autonomous Park, eða IKAP. Samgönguráðuneytið og tækniþróunarsjóður koma einnig að verkefninu auk nokkurra bílaumboða og þekktra aðila úr íslensku efnahagslífi. „Hugmyndin er að alþjóðlegir bílaframleiðendur fái þarna tækifæri til að prófa bílana við aðrar aðstæður en þær sem er að finna sólríkri Vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta er lokað svæði þar sem hægt er að þróa akstursforrit bílanna án þess að það valdi hættu. Við erum að horfa til samstarfs við öll stærstu merkin í þessum bransa,“ segir Úlfljót Bergsteinsdóttir, talskona IKAP. Þó svæðið verði að mestu nýtt undir tilraunaakstur mun almenningi þó gefast kostur á að koma í heimsókn eftir vinnu á virkum dögum sem og um helgar. „Við erum að hugsa um að bjóða fólki, vinnustöðum, skólahópum, vinahópum og jafnvel steggja- og gæsahópum að koma og prófa allar nýjustu gerðir af sjálfkeyrandi snjallbílum gegn vægu gjaldi.“Eftir 10 ár Vegfarendur á Reykjanesbrautinni hafa margir verið að reka upp stór augu vegna skærgulra svepplaga staura sem settir hafa verið upp beggja vegna akbrautanna. „Þetta eru svokallaðar „snjallstikur“,“ segir Óttar Ásthildarson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. „Hugmyndin er að snjallstikurnar miðli ýmsum upplýsingum til bílanna á brautinni, til dæmis um veðurfar, vegskilyrði og aðra umferð.“ Að mati sérfræðinga er um að ræða fyrsta áfanga í heildarumbyltingu gatnakerfisins. „Vegirnir sem við erum með í dag eru hannaðir með mennska bílstjóra í huga. Mennskir bílstjórar þurfa að sjá upplýsingar og þess vegna setjum við upp skilti og málum línur á vegina. Snjallbílar þurfa ekki að sjá upplýsingar, þeim dugar að fá þær sendar þráðlaust með rafboðum. Þannig að umferðarmerki, vegmerkingar og stefnuljós munu öll heyra sögunni til þegar snjallbílarnir og snjallstikurnar verða allsráðandi.“Eftir 15 ár Engum dylst að Reykjavík er nú um stundir að ganga í gegnum gagngerar breytingar. Eftir því sem snjallbílum fjölgar eykst krafan um nútímalega vegi þar sem þessi nýja tækni getur notið sín til fulls. Verið er að rífa upp gangstéttir og veghelgunarsvæði til að koma upp snjallstikum og víða eru götur girtar af betur til að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur ryðjist inn á þær. Að sögn sérfræðinga er þetta oft eina lausnin. „Sé gangstétt höfð við hliðina á akvegi þarf að takmarka hraðann við 15 km á klukkustund ef snjallbíllinn á að geta brugðist við barni sem hleypur út á götuna án þess að gæta að sér. Minni hraði dregur úr umferðarflæði. Ef gatan er girt er hægt að hækka hraðann umtalsvert,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar.Eftir 30 ár „Gatnakerfið er einfaldlega sprungið!“ segir oddviti Lausnaflokksins á fjölmennum borgarafundi á Kjarvalsstöðum. „Við höfum ekki tekið nægjanlegt tillit til þess að fólk hefur valið bílinn. Bíleign hefur vaxið mjög sem er ánægjulegt! Eldra fólk þarf ekki lengur að hætta að ferðast þegar það getur ekki lengur keyrt. Börn þurfa ekki lengur að skipta um skóla eða íþróttafélag þegar foreldrar þeirra ákveða að flytja. „Ölvunarakstur“ er orð sem unglingar þekkja ekki lengur. Einu sinni var einn bíll á hvert bílpróf. Nú er einn bíll á alla yfir níu ára aldri. Það má segja að „einkabíllinn“ standi fyrst nú raunverulega undir nafni. Og bílarnir standa ekki bara aðgerðarlausir yfir daginn. Nei, þeir eru í vinnu fyrir eigendurna, kaupa í matinn, fara á pósthúsið, láta sjálfir þrífa sig og kíkja á verkstæðið ef þeim líður illa. En allt þetta þýðir miklu meiri umferð. Við þurfum að koma til móts við það. Við þurfum fleiri og betri vegi og fleiri bílastæði. Vegna þess að það er það sem fólkið hefur valið.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Hópur fólks flykktist í dag niður að Sundahöfn þar sem berja mátti augum einn háþróaðasta bíl landsins. Bíllinn, sem hefur verið kallaður „fyrsti raunverulega sjálfkeyrandi bíll heims“, er í eigu athafnamannsins Skúla Thomsen. Ekki var þó hægt að sjá bílinn þeytast tóman um götur Reykjavíkur að sinni en von er á sérfræðingum frá framleiðandanum sem koma munu til landsins á næstu dögum til að fínstilla bílinn fyrir íslenskar aðstæður.Eftir 5 ár Suður í Reykjanesbæ hefur hópur fjárfesta opnað nýtt tilrauna- og þróunarsvæði fyrir snjallbíla, Iceland Keflavik Autonomous Park, eða IKAP. Samgönguráðuneytið og tækniþróunarsjóður koma einnig að verkefninu auk nokkurra bílaumboða og þekktra aðila úr íslensku efnahagslífi. „Hugmyndin er að alþjóðlegir bílaframleiðendur fái þarna tækifæri til að prófa bílana við aðrar aðstæður en þær sem er að finna sólríkri Vesturströnd Bandaríkjanna. Þetta er lokað svæði þar sem hægt er að þróa akstursforrit bílanna án þess að það valdi hættu. Við erum að horfa til samstarfs við öll stærstu merkin í þessum bransa,“ segir Úlfljót Bergsteinsdóttir, talskona IKAP. Þó svæðið verði að mestu nýtt undir tilraunaakstur mun almenningi þó gefast kostur á að koma í heimsókn eftir vinnu á virkum dögum sem og um helgar. „Við erum að hugsa um að bjóða fólki, vinnustöðum, skólahópum, vinahópum og jafnvel steggja- og gæsahópum að koma og prófa allar nýjustu gerðir af sjálfkeyrandi snjallbílum gegn vægu gjaldi.“Eftir 10 ár Vegfarendur á Reykjanesbrautinni hafa margir verið að reka upp stór augu vegna skærgulra svepplaga staura sem settir hafa verið upp beggja vegna akbrautanna. „Þetta eru svokallaðar „snjallstikur“,“ segir Óttar Ásthildarson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. „Hugmyndin er að snjallstikurnar miðli ýmsum upplýsingum til bílanna á brautinni, til dæmis um veðurfar, vegskilyrði og aðra umferð.“ Að mati sérfræðinga er um að ræða fyrsta áfanga í heildarumbyltingu gatnakerfisins. „Vegirnir sem við erum með í dag eru hannaðir með mennska bílstjóra í huga. Mennskir bílstjórar þurfa að sjá upplýsingar og þess vegna setjum við upp skilti og málum línur á vegina. Snjallbílar þurfa ekki að sjá upplýsingar, þeim dugar að fá þær sendar þráðlaust með rafboðum. Þannig að umferðarmerki, vegmerkingar og stefnuljós munu öll heyra sögunni til þegar snjallbílarnir og snjallstikurnar verða allsráðandi.“Eftir 15 ár Engum dylst að Reykjavík er nú um stundir að ganga í gegnum gagngerar breytingar. Eftir því sem snjallbílum fjölgar eykst krafan um nútímalega vegi þar sem þessi nýja tækni getur notið sín til fulls. Verið er að rífa upp gangstéttir og veghelgunarsvæði til að koma upp snjallstikum og víða eru götur girtar af betur til að koma í veg fyrir að gangandi vegfarendur ryðjist inn á þær. Að sögn sérfræðinga er þetta oft eina lausnin. „Sé gangstétt höfð við hliðina á akvegi þarf að takmarka hraðann við 15 km á klukkustund ef snjallbíllinn á að geta brugðist við barni sem hleypur út á götuna án þess að gæta að sér. Minni hraði dregur úr umferðarflæði. Ef gatan er girt er hægt að hækka hraðann umtalsvert,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar.Eftir 30 ár „Gatnakerfið er einfaldlega sprungið!“ segir oddviti Lausnaflokksins á fjölmennum borgarafundi á Kjarvalsstöðum. „Við höfum ekki tekið nægjanlegt tillit til þess að fólk hefur valið bílinn. Bíleign hefur vaxið mjög sem er ánægjulegt! Eldra fólk þarf ekki lengur að hætta að ferðast þegar það getur ekki lengur keyrt. Börn þurfa ekki lengur að skipta um skóla eða íþróttafélag þegar foreldrar þeirra ákveða að flytja. „Ölvunarakstur“ er orð sem unglingar þekkja ekki lengur. Einu sinni var einn bíll á hvert bílpróf. Nú er einn bíll á alla yfir níu ára aldri. Það má segja að „einkabíllinn“ standi fyrst nú raunverulega undir nafni. Og bílarnir standa ekki bara aðgerðarlausir yfir daginn. Nei, þeir eru í vinnu fyrir eigendurna, kaupa í matinn, fara á pósthúsið, láta sjálfir þrífa sig og kíkja á verkstæðið ef þeim líður illa. En allt þetta þýðir miklu meiri umferð. Við þurfum að koma til móts við það. Við þurfum fleiri og betri vegi og fleiri bílastæði. Vegna þess að það er það sem fólkið hefur valið.“
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun