Á Instagram skrifaði fyrirsætan:
„Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“
Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.

„Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“
Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter.
Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða.