Meistaramánuður og lífið Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Einhverra hluta vegna ákvað ég að meistaramánuður væri í janúar en ekki febrúar. Ég er því búinn að vera afskaplega duglegur undanfarið. Ég hef synt og farið í Mjölni, út að skokka, fastað í 16 tíma á sólarhring, hugleitt og sleppt öllu áfengi. Ég gerði auðvitað ráð fyrir því að í lok þessa mánaðar yrði ég eins og grískt goð. Maginn yrði sléttur, ég stæltari, sálin í góðu jafnvægi og allt á tandurhreinu. En það er öðru nær. Ég sit hérna með nefrennsli og hósta, fölur í framan og með bauga undir augum. Eitthvað fjárans bráðaofnæmi er að ergja mig eða snertur af flensu. Það ýlir í stífluðu nefinu. Kallinn er pirraður. Fátt er að ganga upp. Maginn er langt því frá sléttur. Konan mín sagði hlæjandi að hún hefði aldrei séð mig líta svona illa út. Ég held að það sé óhætt að segja að áður en ég fór í klippingu á mánudaginn hafi ég litið út eins og Saddam Hussein þegar Bandaríkjaher fann hann ofan í holunni.Vonbrigði tilvistarinnar Svona er lífið. Í vikunni rak ég augun í Ted-fyrirlestur. Hann var fluttur af bandaríska sálfræðingnum Susan David. Hún segir að það sé orðið landlægt í menningunni að fólk reyni að útrýma vonbrigðum og slæmum tilfinningum. Fólk skammast sín fyrir að líða illa. Fólki á að líða vel. Annað er misheppnað. Susan vill meina að þetta sé hin mesta villa og ég er sammála henni. Lífið er fullt af vonbrigðum. Markmið nást ekki fyrr en seint og um síðir eða jafnvel aldrei. Manni getur liðið eins og skít. Þessar tilfinningar eru líka mikilvægar og þær verða að sjást. Að öðrum kosti skapast blekkingarheimur glansmyndar þar sem allir halda að öllum líði rosalega vel nema þeim, sem aftur getur skapað meiri óhamingju allra. Að mínu viti kallast þessi heimur, þegar verst lætur, Facebook. Stundum Ísland.Einmana Musk Ég las um daginn sallafínt viðtal við Elon Musk, eiganda Teslu. Musk er að gera spennandi hluti. Allt að gerast. En viti menn. Hann er ekki hamingjusamur. Engin kona tollir í sambandi með honum. Hann vaknar einn á morgnana. Þetta var frábært viðtal vegna þess hversu einlægur Musk var. Ég finn raunverulega til með honum. Hann er líka manneskja.Hinn sammannlegi díll Mótlæti er órjúfanlegur hluti þess að lifa. Þótt maður næði einhvern tímann því fáheyrða markmiði að upplifa að allt væri fullkomið, maður sæti með fólkinu sem maður elskar uppi á fjallstindi í logni, í hvítum kufli, sandölum, með vel snyrt skegg, hvítar tennur, sléttan maga, fullt af tekjum af nýju appi sem bjargar veröldinni frá tortímingu, búinn að smíða geimskutlu og hlaupa 35 maraþon, þá er allt eins víst að maður væri með magapínu, andstyggilegt kýli á nefinu eða fullur kvíða út af lífinu fram undan. Í upphafi meistaramánaðar er eins gott að átta sig á þessu. Lífið er erfitt. Engin manneskja er laus við erfiðleika. Lífið snýst um að kljást við þá og reyna að hafa gaman af því. Það er enginn annar díll í boði. Hið skemmtilega er að við erum saman í þessari súpu. Öll. Og ég segi það ekki: Stundum nást markmiðin. Í fyrradag kláraði ég að taka til í kjallaranum og búa mér til aðstöðu fyrir smíðatólin mín með vinnuborði og hvaðeina. Mér leið býsna vel á eftir, þangað til ég fékk brjálað hóstakast út af rykinu sem ég þyrlaði upp með sópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun
Einhverra hluta vegna ákvað ég að meistaramánuður væri í janúar en ekki febrúar. Ég er því búinn að vera afskaplega duglegur undanfarið. Ég hef synt og farið í Mjölni, út að skokka, fastað í 16 tíma á sólarhring, hugleitt og sleppt öllu áfengi. Ég gerði auðvitað ráð fyrir því að í lok þessa mánaðar yrði ég eins og grískt goð. Maginn yrði sléttur, ég stæltari, sálin í góðu jafnvægi og allt á tandurhreinu. En það er öðru nær. Ég sit hérna með nefrennsli og hósta, fölur í framan og með bauga undir augum. Eitthvað fjárans bráðaofnæmi er að ergja mig eða snertur af flensu. Það ýlir í stífluðu nefinu. Kallinn er pirraður. Fátt er að ganga upp. Maginn er langt því frá sléttur. Konan mín sagði hlæjandi að hún hefði aldrei séð mig líta svona illa út. Ég held að það sé óhætt að segja að áður en ég fór í klippingu á mánudaginn hafi ég litið út eins og Saddam Hussein þegar Bandaríkjaher fann hann ofan í holunni.Vonbrigði tilvistarinnar Svona er lífið. Í vikunni rak ég augun í Ted-fyrirlestur. Hann var fluttur af bandaríska sálfræðingnum Susan David. Hún segir að það sé orðið landlægt í menningunni að fólk reyni að útrýma vonbrigðum og slæmum tilfinningum. Fólk skammast sín fyrir að líða illa. Fólki á að líða vel. Annað er misheppnað. Susan vill meina að þetta sé hin mesta villa og ég er sammála henni. Lífið er fullt af vonbrigðum. Markmið nást ekki fyrr en seint og um síðir eða jafnvel aldrei. Manni getur liðið eins og skít. Þessar tilfinningar eru líka mikilvægar og þær verða að sjást. Að öðrum kosti skapast blekkingarheimur glansmyndar þar sem allir halda að öllum líði rosalega vel nema þeim, sem aftur getur skapað meiri óhamingju allra. Að mínu viti kallast þessi heimur, þegar verst lætur, Facebook. Stundum Ísland.Einmana Musk Ég las um daginn sallafínt viðtal við Elon Musk, eiganda Teslu. Musk er að gera spennandi hluti. Allt að gerast. En viti menn. Hann er ekki hamingjusamur. Engin kona tollir í sambandi með honum. Hann vaknar einn á morgnana. Þetta var frábært viðtal vegna þess hversu einlægur Musk var. Ég finn raunverulega til með honum. Hann er líka manneskja.Hinn sammannlegi díll Mótlæti er órjúfanlegur hluti þess að lifa. Þótt maður næði einhvern tímann því fáheyrða markmiði að upplifa að allt væri fullkomið, maður sæti með fólkinu sem maður elskar uppi á fjallstindi í logni, í hvítum kufli, sandölum, með vel snyrt skegg, hvítar tennur, sléttan maga, fullt af tekjum af nýju appi sem bjargar veröldinni frá tortímingu, búinn að smíða geimskutlu og hlaupa 35 maraþon, þá er allt eins víst að maður væri með magapínu, andstyggilegt kýli á nefinu eða fullur kvíða út af lífinu fram undan. Í upphafi meistaramánaðar er eins gott að átta sig á þessu. Lífið er erfitt. Engin manneskja er laus við erfiðleika. Lífið snýst um að kljást við þá og reyna að hafa gaman af því. Það er enginn annar díll í boði. Hið skemmtilega er að við erum saman í þessari súpu. Öll. Og ég segi það ekki: Stundum nást markmiðin. Í fyrradag kláraði ég að taka til í kjallaranum og búa mér til aðstöðu fyrir smíðatólin mín með vinnuborði og hvaðeina. Mér leið býsna vel á eftir, þangað til ég fékk brjálað hóstakast út af rykinu sem ég þyrlaði upp með sópnum.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun