Bílasala í janúar jókst um 29,2% Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 10:25 Volvo XC90, en Volvo bílar frá Brimborg seldust í óvenju miklu magni í janúar. Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent
Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent