Lífið

70 þúsund atkvæði bárust fyrir Hlustendaverðlaunin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bein útsending frá Háskólabíói annað kvöld.
Bein útsending frá Háskólabíói annað kvöld.
Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi annað kvöld. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Glæsileg dagskrá verður á hátíðinni sjálfri þar sem úrslit kosningarinnar verða kynnt og sigurvegarar verðlaunaðir í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi en hátíðin fer fram í Háskólabíói. Útsendingin hefst klukkan 19:55. Alls bárust sjötíu þúsund atkvæði í sérstakri kosningu Vísis fyrir Hlustendaverðlaunin.

Fram koma:

- Dimma

- Albatross og Sverrir Bergmann

- Ása

- Hatari

- Birgir

- Herra Hnetusmjör og Joe Frazier ásamt sérstökum leynigest

- JóiPéxKróli taka lokalagið, B.O.B.A. í magnaðri útfærslu sem ekki hefur sést áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×